Fleiri álögur á landsbyggðina?

Lagt er til af starfshópi á vegum Umhverfisráðherra að draga úr svifryksmengun með m.a. lækkun gjalda á "góð dekk" sem eru loftbólu- og grófkornadekk.  Ég skil þessi sjónarmið og tel mikilvægt að dregið verði úr svifryksmengun sem hefur oft verið að mælast vel yfir hættumörk á höfuðborgarsvæðinu. 

En er þetta ekki landsbyggðarskattur?  Það getur vel verið að það sé ekkert mál að aka án nagladekkja á Akureyri og Reykjavík en hvað  með dreifbýlið?   Í greininni er sagt að:  "Í því sambandi ber hæst að starfshópurinn telur ekki raunhæft að banna nagladekk, miðað við þær margbreytilegu aðstæður sem við er að glíma í vetrarakstri á Íslandi."

Ég hef þurft að ferðast mikið um Suðurkjördæmi á undanförnu og virðurkenni að eitt af því fyrsta sem ég gerði áður en ég lagði í þau ferðalög var að setja nagladekk á bílinn.  

Er alveg á hreinu að grófkorna- og loftbóludekkin eru jafn góð í hálku og slæmri færð?  Það virðist starfshópurinn ekki tilbúinn til að fullyrða, og væntanlega mun fólk sem keyrir mikið utan þéttbýlisstaðanna yfir veturinn (lesist: íbúar dreifbýlisins) þurfa greiða meira fyrir sín dekk.

Sem sagt enn einn landsbyggðarskatturinn.

mbl.is Vilja lækka gjöld á ónegldum hjólbörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott kvöld, Eygló !

Nei, og aftur nei, Eygló. Gleymdu grófkorna og loftbóludekkjunum, naglarnir hafa verið það eina, sem gildir, a.m.k. þegar ég hef verið, starfa míns vegna; á ferð um Fróðárheiði að vetrarlagi, skammt frá uppeldisslóðum hins ágæta frænda míns, Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Nú er svo málum komið, Eygló; að það eru hinir ágætu drengir;; Sturla og Kjartan Ólafsson alþm., sem við, hér á Suðurlandi, sem og Vestlendingar og aðrir geta treyst á, að munu taka, af fullum þunga á samgöngumálum hérlendis, á komandi árum, Kjartan með áframhald og lúkningu Kjalvegar, norður til frænda minna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Eygló !, hvet þig eindregið til þess, að yfirgefa Framsóknarruslahauginn, sem allra fyrst, fyrst þið, sem eruð heiðarleg, í þeim flokki treystið ykkur ekki til þess að henda Halldórs genginu úr flokknum, eða endurreisa Bændaflokk Tryggva heitins Þórhallssonar !

Eygló ! Styð ykkur Eyjamenn hinsvegar eindregið, í þeirri hörðu baráttu sem þið eigið fyrir höndum, sem er; að snúa gamla manninn (Sturlu) niður í þeirri baráttu, sem framundan er, gagnvart þessarri fáranlegu hækkun á fargjöldum Herjólfs, millum lands og Eyja. Þetta er jú, ykkar, allajafna öruggasti ferðamáti, flugið svo andskoti stopult. Gangi ykkur vel, veit að Sturla lætur snúast, þjarmið þið hressilega að honum. Þótt Vestlendingar séu öllu meiri jötnar, en Sunnlendingar; að öllu jöfnu, þá taka þeir skynsamlegum rökum, sé eftir fylgt, ég þekki þann frændgarð minn allavega að góðu einu. 

Beztu kveðjur, til þeirra Háeyrarmanna, í Eyjum. Eru af Gamla Hrauns meiði, líka sem ég. 

Gangi ykkur vel, með réttlætismálið, Herjólfssiglingar á skynsamlegum nótum, verðlega !

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölfusi, Sunnlendinga fjórðungi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum         

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 20:43

2 identicon

Mig langar að minna Óskar, frænda Sturlu á að sá "ágæti" maður hefur verið samgönguráðherra í ein 7 ár.  Ég endurtek 7 ár og ég veit að hann hefur verið duglegur á Snæfellsnesi en þá er það líka upp talið sem hann hefur gert!!!!  Leyfi mér að fullyrða að íslenska vegakerfið hafi aldrei verið jafn lélegt miðað við bílaflota.

En hvað varðar nagladekkin þá eru margar brekkur á Akureyri og nagladekk held ég að séu staðalbúnaður þar yfir vetrarmánuðina enda ekkert annað sem dugir á landbyggðinni! 

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:29

3 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Sammála þér Eygló...þarna er ekki verið að hugsa um þá sem á landsbyggðinni búa og um hana þurfa að fra avegna vinnu eða leiks.....

Júlíus Garðar Júlíusson, 2.2.2007 kl. 10:34

4 identicon

Komið þið sæl, öll !

Þakka Hilmari Vilberg Gylfasyni ágæt skrif. En............ Hilmar Vilberg, jú, jú Sturla hefir verið Snæfellingum einkar hagstæður, hann er samt, og vill gera miklu betur / Tjörnesvegur, Héðinsfjarðargöng og undir Almannaskarð, sem dæmi, en....... enn og aftur Hilmar Vilberg, sjáum nú til, hversu miklu framar mætti ganga, í vegaframkvæmdum, yrði utanríkisþjónustan skorin niður, a.m.k. um 90% ! Já, þar liggur hundur grafinn Hilmar Vilberg. Jú, jú þá mætti leggja af montþjóðhöfðingja embættið, að Bessastöðum, umtalsvert myndi sparast þar; Hilmar Vilberg. Víst mætti endurreisa Landshöðfðingja embættið, þó ekki þyrfti að kosta, nema sem svarar um ca. 20% núverandi Bessastaðaembættis, enda væri Landshöfðingi ekki á sífelldu flakki, úti í heimi. Þar eru helvíti miklar summur, hverjar legið geta í ferðalögum, ekki satt Hilmar Vilberg ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 11:39

5 identicon

Góðan daginn, Eygló..

Ég er nú atvinnubílstjóri, meðal annars, og veit að nagladekk hafa bjargað fleiri mannslífum en margar misvelheppnaðar aðgerðir þessara mætu manna, sem hér er um rætt.  Það er einungis nýjustu bílarnir sem hægt er að keyra nokkuð öruglega á naglalausum dekkjum, og þá á ég við svona dýrari og vel búna bíla.  Út í Þýskalandi keypti ég bíl, á síðasta ári, og á hann einnig vetrardekk, og þau á felgum,og viti menn þau kostuðu á felgum 500euro .

Þar eru dekk nefnilega ekki með ofurtolla, því ráðamönnum þykir meira atriði að fólk aki á góðum og örugum dekkjum en að okra á þeim.

Þetta er okkar allra mál að fá dekk á betra verði og nagladekk líka.

Kveðja Sigurjón Kr. Guðmarsson

Sigurjón Kr. Guðmarsson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 19:56

6 identicon

Ég get um margt verið sammála þér, Óskar Helgi, að of miklu er eytt í utanríkisþjónustuna.  Þeim 500 milljónum sem ríkið er búið að eyða í þjóðlendukröfurnar væri einnig betur varið í önnur málefni sem og fleiri milljónir hér og þar....  EN, jafn furðulegt og það kann að virðast þá fer ekki nema brot af ofurskattlagningu bifreiðaeigenda til umferðarmála... þar liggur einmitt hundurinn grafinn.  Það að fjárframlög til vegaframkvæmda væru t.d. bara aukin um 50% (sem er lítil upphæð, kannski 5-6 milljarðar á ári) þá væri um að ræða byltingu í samgöngum, þ.e. svo lengi sem peningarnir færu ekki allir í mislæg mistök (gatnamót) í Reykjavík.  Þá vil ég einnig benda á að uppbygging góðra samgangna á landsbyggðinni er sennilega besta byggðaaðgerð sem hægt er að ráðast í!  Vonum að næsti samgönguráðherra átti sig á því og geri átak í þessum málum.

Hilmar Vilberg Gylfason (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband