5.10.2010 | 20:33
Hjálpum fyrirtækjum
Bankarnir segja skv. frétt á RÚV að ýmsar hindranir séu í veginum fyrir endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Mikið hefur verið rætt og skrifað um skuldir heimilanna en minna um skuldir fyrirtækja, þá sérstaklega lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Mér skilst að það séu um 6000 fyrirtækií landinu með minna en 750 milljónir kr. í skuldir. Mjög lítið hefur verið gert fyrir þessi fyrirtæki þar sem bankarnir hafa fyrst og fremst verið að einbeita sér að stærri fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífsins og ef ekki verður tekið á vanda þeirra mun ríkja hér stöðnun árum saman.
Því neita ég alveg að samþykkja svona tal frá bönkunum.
Bankarnir sannfærðu sjálfa sig og stjórnvöld um að þeir væru best til þess fallnir að endurskipuleggja heimili og fyrirtæki og ríkið ætti sem minnst að koma að þessu. Nú hafa þeir fengið falleinkunn skv. skýrslu eftirlitsnefndar með aðgerðum í þágu heimila, einstaklinga og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
Vinna er og verður forsenda fyrir vexti og velferð. Til lítils er að grípa til aðgerða vegna skulda einstaklinga og heimila ef engin er vinnan.
Því verður að grípa til aðgerða strax og stjórnvöld eiga að grípa inn. Ég hef fjórum sinnum lagt fram frumvarp um stofnun ráðgjafastofu fyrirtækja í greiðsluörðugleikum. Þeirri tillögu var aftur dreift í dag á Alþingi með stuðningi þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum.
Ég vona því svo sannarlega að Alþingi taki nú við sér og samþykki tillöguna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Facebook
Athugasemdir
Enn ein ráðgjafastofan huh.. Alþingi og stjórnvöld eru ekki vandanum vaxin. Það verður að boða til nýrra kosninga strax í nóvember. Upplagt að breyta stjórnlagaþingskosningunum í alþingiskosningar. Það þarf enga kosningabaráttu, flokkarnir hafa ekkert nýtt fram að færa og enginn treystir þeim. Ný framboð munu taka vettvanginn yfir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.10.2010 kl. 21:07
Ætli félagar í LÍÚ þurfi nokkuð á ráðgjafastofunni þinni að halda?
Sigurður I B Guðmundsson, 5.10.2010 kl. 23:47
Það hefur aldrei verið nema ein ráðgjafastofa starfandi og þá fyrir heimilin. Bankarnir áttu að endurskipuleggja fjárhag þessara fyrirtækja og hafa ekki gert það. Það þýðir einfaldlega stöðnun, engan hagvöxt og endalaust skuldafen.
Ég spyr einnig hver er tilgangurinn í að lækka skuldir einstaklings sem hefur enga atvinnu? Hann getur hvort sem er ekki borgað. Það verður að gera bæði, afskrifa skuldir hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum líkt og við Framsóknarmenn lögðum til strax í febrúar 2009.
Sigurður: Ég held að það sé mjög lítið um lítil og meðalstór fyrirtæki hjá LÍÚ. Ég legg til að þú lesir tillöguna og svo getum við vonandi rætt þetta málefnalega.
Eygló Þóra Harðardóttir, 6.10.2010 kl. 10:36
Það þarf að afnema bankaleynd tímabundið meðan hrunið er gert upp.
Samanbr.Nónu ehf og Festi ehf Hafnafyrði, þar á Landsbankinn eftir að koma með sínar útskýringar.Að dótturfyrirtæki fái afskrifaða
miljarða á sama tíma sem móðurfélagið greiðir hundruð miljarða í arð gengur náttúlega ekki, lög á þennan gjörning, sem allrafyrst.
Persónukjör og kostningar strax.
Siggi T (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 13:20
Smá leiðrétting, átti að vera, hundruði miljóna í arð,
Síðan ættu lítil og meðalstór fyrirtæki ehf ekki að þurfa að skila
ársreykningi til Ríkisskattstjóra, því þetta er talsverður kostnaður fyrir lítil fyrirtæki ár hvert, og allar uplýsingar um þessi litlu fyrirtæki, berast skattinum ár hvert og það ætti að
nægja opinberum aðilum, það er náttúrlega alveg ga ga að maður með 2-3 menn í ehf þurfi að skila árskýrslu til RSK ár hvert.
Síðan á að skattleggja séreignasparnaðinn til að halda uppi heilbrigðiskerfinu.
Siggi T (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 16:15
eru þetta húsbílalánin? þþ
þþ (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.