Pólitískar ráðningar

Leiðarinn hennar Steinunnar Stefánsdóttur í FBL í morgun er mjög áhugaverður.  Þar skrifar hún:

"Eftir langt skeið skeið hægristjórnar á Íslandi með tilheyrandi ráðningum á vildarvinum um alla stjórnsýslu og dómskerfi voru margir vinstrimenn svo bláeygir að halda að þegar vinstristjórn tæki við völdum þá myndi kaflanum um tengsla- og greiðaráðningar í stjórnsýslusögunni ljúka, að minnsta kosti í bili. Það fór þó ekki svo þótt vera kunni að tengslaráðningarnar séu ekki alveg eins blygðunarlausar og áður. Um þetta tala mörg dæmi og sum splunkuný.

Það er alls ekki skrýtið þegar ný pólitísk öfl taka við völdum að stjórnmálafólk, ráðherrar og sveitarstjórnarfólk til dæmis, vilji velja með sér fagfólk, fólk sem það þekkir og treystir. Það er hins vegar ámælisvert þegar hlutirnir eru ekki kallaðir réttum nöfnum. Öllum á að vera ljóst hvaða stöður eru pólitískar stöður og hvaða stöður eru það ekki og ráðningarferlið í stöðurnar á að vera í samræmi við það."

Væntingar kjósenda VG og Samfylkingarinnar voru eflaust miklar þess efnis að nú ætti að breyta vinnubrögðunum.  Vonbrigðin hafa því verið mikil. 

Eitt af því sem rannsóknarnefndarskýrslan kennir okkur er mikilvægi þess að hæfustu einstaklingarnir séu valdir inn í embættismannakerfið.   Pólítískar ráðningar eigi líka að geta verið faglegar, - því á endanum hljóta bæði kjörnir fulltrúar og kjósendur að njóta góðs af því að velja hæfasta og besta fólkið hverju sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afsakaðu Eygló, en það síðasta sem ætti að koma út úr munni Framsóknarmanneskju er hneykslistónn yfir pólitískum ráðningum (sama hvaða nöfnum þær kallast).

Framsókn með menn eins og Finn Ingólfsson, Alfreð Þorsteinsson, Halldór Ásgrímsson og fleiri þeirra líka innanborðs ættu í raun að líta til fortíðarinnar og leggja þetta ógeðisbákn niður þegjandi og hljóðalaust.

Páll (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:52

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Við erum að breyta Framsóknarflokknum með nýju fólki og nýjum hugmyndum.

Ég get því engan veginn samþykkt að gamla Framsókn sé notuð sem rökstuðningur og réttlæting fyrir slæmum vinnubrögðum vinstri flokkanna. Þeir hefðu átt að læra af reynslunni, líkt og við erum að reyna að gera.

Annars væri ágætt að fá stundum efnislega umræðu í staðinn fyrir endalausar tilvísanir í fortíðina.

Eygló Þóra Harðardóttir, 29.7.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fortíðinni líkur ekki fyrr en þessi ræfilsstjórn hröklast frá.

Sigurgeir Jónsson, 29.7.2010 kl. 21:33

4 identicon

Ég efast ekki um að innan flokksins finnist ágætis fólk sem sé viljugt til góðra verka. Staðreyndin er bara sú að undir formerkjum Framsóknar mun þetta fólk aldrei ná langt, til þess er flokkurinn alltof brennimerktur af fortíðinni. Ég tala nú ekki um þegar ekki er lengra en síðan í mars á þessu ári að Alfreð Þorsteinsson var látinn skipa heiðurssæti flokksins í Reykjavík - svo ný er nú gamla Framsókn...

Vissulega gefur þetta sæti ekkert af sér, en common, hvar er að minnsta kosti táknrænn vilji til að sýna nýtt andlit ef flokkurinn á að teljast í endurnýjunarferli?

Og úfff aldrei mun ég heyrast réttlæta nokkurn skapaðan hlut sem þessi ríkisstjórn hefur gert af sér.

Síðan eru þau eru nú ekki mörg árin síðan Framsókn í Reykjavík hóf stórsókn sína í að setja OR nánast á hausinn, það var allt gert með stuðningi og fulltingi bæði Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Hverjum skyldi vera treystandi í dag?



Páll (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:58

5 Smámynd: Dexter Morgan

Að lesa svona pistil frá Framsóknarmanni/konu; er eins og að hlusta á brennuvarg flytja erindi um eldvarnareftirlit. Heimskulegt. Og að reyna að fela sig bak við "nýjan" flokk, er ennþá heimskulegra.

Dexter Morgan, 29.7.2010 kl. 23:00

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Eygló og Sigmundur Davíð hafa svo sannarlega sýnt hvað í þeim býr,ég hef oft dáðst að hvað þau koma öllu skilmerkilega frá sér,ég er ekki ein um það,  Stórgáfaðar manneskjur hafa haft þetta á orði.                 Nýju nöfnin á gömlu flokkunum,var nú pínu Feló.  

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2010 kl. 23:58

7 identicon

Ég get alveg tekið undir það að margt sem Eygló hefur látið frá sér fara hefur verið málefnalegt og hljómað mjög vel.

Það sem vantar hinsvegar upp á er að máli þeirra fylgi alvöru rökstuðningur með útreikningum.

Það þarf að sýna fram á að 20% lánaleiðrétting muni ekki setja, hvorki þjóðarbúið, né banka, á hausinn. Það vantar alltof oft í íslenskri stjórnsýslu að einhverjir útreikningar, alvöru útreikningar fylgi stórum málum til stuðnings.

Páll (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 09:10

8 identicon

Það er náttúrulega spurning um hvort er skárra:

Að stofna nýjan flokk með nýrri kennitölu með allt gamla liðið innanborðs, eins og Samfylkingin og VG gerðu, eða skipta um fólk og reyna að rétta af kúrsinn undir sama nafni og kennitölu.

Persónulega finnst mér síðari aðferðin hreinlegri gagnvart kjósendum og vænlegri til árangurs. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst pólitík um fólkið sem í henni starfar og þær hugsjónir sem þetta fólk berst fyrir, en ekki nafn og kennitölu flokksins sem það starfar í.

Sigurður (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 09:49

9 identicon

Það er fáránlegt að allt gott sem framsóknarmenn hafa fram af færa sé skotið niður út af því að flokkurinn var spilltur einhvern tíma fyrir mörgum árum. Persónulega hef ég verið sammála flestöllu sem flokksmenn hafa haft fram að færa seinustu misseri en svo virðist sem enginn taki mark á því vegna fortíðar flokksins, sem er fáránlegt.

Fólk mætti alveg gefa framsókn meira fyrir það að hafa skipt öllu spillta liðinu út.

Kristján Már (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 10:28

10 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Þeir sem vilja raunverulegar breytingar hér á landi ættu að gefa núinu tækifæri í stað þess að vera of fastir í fortíðinni. Henni getum við ekki breytt en við getum lært af henni og að flestu leyti tel ég að við framsóknarfólk höfum lagt okkur fram um það. Það getur verið þreytandi til lengdar ef öll umræðan fjallar um fortíðina því þá komumst við aldrei neitt áfram að því bætta samfélagi sem við flest viljum!

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.7.2010 kl. 14:04

11 identicon

Komið þið sæl; Eygló Þóra - sem og, þið önnur, hér á síðu hennar !

Eygló !

Alveg burt séð; frá fortíð Runólfs - en; með þeirri fullvissu minni, að einmitt, stjórnendur dragúldins Bankakerfisins íslenzka, ganga harðast fram, leynt; sem ljóst, þar sem hann hyggst vilja sýna einurð til, að taka á þeim, að;..... þá ættir þú, að líta í eiginn rann.

Er það; ''nýr flokkur''  , sem hefir ennþá, innan sinna vébanda, glæpa spírur, eins og Halldór Ásgrímsson - Valgerði Sverrisdóttur og Finn Ingólfsson, með liðléttinga þeirra, Birki Jón Jónsson og Siv Friðleifsfdóttur - hver; enn sitja, í þingflokki ykkar ?

Er ekki eitthvað mikið að; í þínum viðhorfum Eygló mín, meðan þið dragnist áfram, með ofantalda draugalest siðspillingarinnar - eins; og ekkert hafi í skorist ?

Með beztu kveðjum þó; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband