Forsendubrestur verðtryggðra lána?

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, bendir á áhugaverð atriði í dómi Héraðsdóms á Pressunni vegna verðtryggðra lána.  Þar segir hann:

"Það er ágætt að fá þennan dóm því hann gefur þá það fyrirheit að ef forsendubrestur verði í samningum þá megi hrófla við vöxtum samningsins. Það þýðir því væntanlega að fólk sem tekið hefur verðtryggð lán og gert ráð fyrir því að stjórnvöld myndu halda sig við það sem þau lögðu upp með, þ.e. að halda verðbólgu í kringum 2,5%, að þá er kominn forsendubrestur ef verðbólgan hleypur upp úr öllu valdi."

 Skyldi dómurinn hafa verið að opna leið til að fá leiðréttingu á forsendubresti verðtryggðra lána?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er athyglisverð athugasemd frá Sigurði Guðjónssyni varðandi forsendubrestin. Er ekki komin tími til að fara að huga að almennum skuldurum þessa lands og gera eitthvað fyrir þá.

Vonandi dettur engum í hug að fara að nefna 110% leið bankana og ríkistjórnarinnar sem er rán um hábjartan dag. 

Sigurður Sigurðsson, 23.7.2010 kl. 16:15

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Áhugaverður punktur.

Mér hefur reyndar ekki enn gefist næði til að lesa dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá í morgun, en ef röksemdin fyrir að samningsvextir haldi ekki séu a' forsendur þeirra gafi verið gengistrygging er dómurinn klárlega byggður á forsendubresti. Að sama skapi má yfirfæra þau rök á verðtryggð lán, sem tekin voru í lágri verðbólgu.

Brjánn Guðjónsson, 23.7.2010 kl. 17:26

3 identicon

Það er samt alveg augljóst af þessum dómi að forsendubrestur virkar bara lánveitandanum í hag því væntanlega var lántaki með greiðsluáætlun sem hljóðaði upp á allt aðrar forsendur en 18% vexti.

Á þessum tíma var ekki hægt að fá útprentaðar greiðsluáætlanir hjá bönkunum fyrir verðtryggð lán sem gerðu ráð fyrir verðbólgu vegna þess að þær greiðsluáætlanir lúkkuðu ekki vel

Jens Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Dómarinn var vanhæfur og dómurinn því ógildur, það tekur því ekki að lesa hann,

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.7.2010 kl. 17:55

5 identicon

Maður á alltaf að lesa það sem maður gagnrýnir, meira að segja svo vitlausar aths. eins og þín, Kristján Sigurður.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 18:15

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það eru þau sanngirnisrök sem dómari komst að. Það vantar alveg sjónarmið skuldarans í þessi rök dómara. Ég hefði haldið að dómari myndi  verja þann veikari í samningnum og líta einungis á LÖG en ekki einhver  HUGLÆG sanngirnissjónarmiða að hennar mati.

Ég tel það rétt hjá Sigurði að fordæmi í þessum dómi, ef hann verður staðfestur af Hæstarétti, verður  fordæmisgefandi fyrir alla samninga sem gerðir verða í komandi framtíð, þ.e. ef forsendubrestur verður á samningi þá SKAL GÆTA SANNGIRNIS í öllum eftirmálum.    

Hvað eru margir sem gætu hafið skaðabótamál???  Sérstaklega í ljósi þess að það á að setja sanngirnina sem leiðarljós til upphafsdagsetningu samnings.

SAMMÁLA UM VANHÆFI DÓMARA.

Eggert Guðmundsson, 23.7.2010 kl. 21:04

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég er ekki að gagnrýna dóminn Herra Carlos bara að benda á að það tekur því ekki að skoða og velta fyrir sér dómi sem ekki er gildur vegna vanhæfis dómarans.

Sjá rök á mínu bloggi.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.7.2010 kl. 22:45

8 identicon

Burtséð frá niðurstöðu héraðsdóms, sem blasir við að er pöntuð, er komið að því að leiðrétta verðtryggingarvitfirringuna. EÞH og aðrir núverandi þingmenn á Alþingi munu ekki koma að því verki heldur íslenska þjóðin - þegur hún hefur sópað fjórflokknum út af þingi.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 22:52

9 identicon

Það sem þú kallar rök, Kristján, kalla ég vanþekkingu. Vanhæfi verður vegna fjölskyldu- eða hagsmunatengsla. Gerði það mig vanhæfan að meta skrif þín dylgjur, þótt kona mín leigði af þér skrifstofuhúsnæði? Held ekki.

Þú ættir í alvörunni að lesa dóminn, þó ekki væri nema til að geta áttað þig á þeim forsendum sem Hæstiréttur kemur til með að gefa sér, þegar hann staðfestir eða hrekur hann.

Eins og ég hef sagt annars staðar í aths.kerfi þingmannsins, merkilegt hve einn þingmaður getur með dylgjum sínum afvegaleitt heilu hersveitirnar.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 06:02

10 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég er þeirrar skoðunar að betri rétti neytenda hafi verið vikið til hliðar. Röksemdir dómara fyrir því að báðir aðilar hafi vaðið í villu við gerð samnings standast ekki skoðun. Stefndi lét glepjast af gylliboðum Lýsingar sem er í eigu Exista. Exista tók stöðu gegn krónunni og hagnaðist um 90 milljarða eftir hrun á gjaldeyrisbraski. Exista vann því gegn viðskiptavinum dótturfyrirtækis síns. Þetta eitt og sér ætti að hafa áhrif á niðurstöðuna.

Hvað varðar dómaran þá held ég að hann endurspegli vilja stjórnvalda í málinu en ekki endilega að dómurinn sé góð lögfræði. 

Sigurður Sigurðsson, 24.7.2010 kl. 08:09

11 identicon

Feðurnir höfðu fyrir satt að með lögum skyldi land byggja en með ólögum eyða.

Shakespeare var sama sinnis, og kom Shylock í koll í Kaupmanninum frá Feneyjum.

En hefði staðið með pálmann í höndunum ef Héraðsdómur Reykjavíkur anno 2010 hefði fengið mál hans til úrlausnar.

N.N. (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:29

12 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Fyrirgefðu Carlos ég vissi ekki að hjúskapur væru hagsmunatengsl.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband