Karlaplott og þúfupólitík

Nóttin er varla liðin fyrr en karlarnir í flokknum, og jafnvel öðrum kjördæmum, eru farnir að lýsa yfir skoðunum sínum á hvernig listi okkar Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi eigi að líta út.

Ég vil að eftirfarandi sé alveg skýrt:

1. Öllum félögum í Framsóknarfélögunum í Suðurkjördæmi stóð til boða að taka þátt í prófkjöri okkar og rann framboðsfresturinn út þann 15. desember síðastliðinn. 

2. Ég gaf kost á mér sem fulltrúi alls kjördæmisins, allt frá Sandgerði yfir til Lónsins.  Þetta kunnu Framsóknarmenn að meta og hlaut ég því þriðju flest atkvæðin í prófkjörinu og komu þau atkvæði alls staðar úr kjördæminu. 

3. Í prófkjörinu greiddu kjósendur einstaklingum atkvæði, ekki sveitarfélögum eða svæðum.  Sú staðreynd að einn frambjóðandi kýs að taka ekki það sæti sem honum bar á listanum gefur hvorki honum né öðrum sjálfdæmi um hver skuli taka það sæti

Að síðustu vil ég benda einum af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík á að það hefur ekki verið hefð í Framsóknarflokknum að menn séu að skipta sér af prófkjörum eða uppstillingum í öðrum kjördæmum.  Honum færi betur að hafa meiri áhyggjur af stöðu flokksins í sínu eigin kjördæmi.  Ekki veitir af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ingi Hrafnsson

Kæra Eygló. Til hamingju með árangurinn í prófkjörinu. Ég held nú að þú sért að gera fullmikið úr hlutunum þegar þú sakar fólk um að vera með afskipti af prófkjörum. Það hef ég einmitt ekki gert. Ekki stakan staf. Nú er prófkjörið hins vegar búið og mjög eðlilegt að menn velti fyrir sér framhaldinu.

Þess vegna skrifaði ég: "Má leiða líkum að því að reynt verði að finna sterkan Suðurnesjamann ofarlega á lista í endanlegri tillögu kjörnefndar til þess að vega upp brotthvarf þingflokksformannsins."

Þetta held ég að sé ekki aðeins sakleysisleg athugasemd, heldur mjög réttmæt. Enda kemur í ljós að þingflokksformaðurinn heldur þessu fram í fjölmiðlum í dag og tengir við ákveðið sæti, sem ég gerði ekki.

Við verðum að þola umræðuna og það er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvernig rétta megi hlut Suðurnesja á framboðslistanum í ljósi þess að þar eru um 40% atkvæðanna. Í því ljósi má benda á, að Samfylkingin setti inn frambjóðanda frá Reykjanesi inn á sinn lista og beint í fjórða sæti, enda þótt viðkomandi hefði ekki tekið þátt í prófkjörinu.

Gangi þér annars allt í haginn. 

Björn Ingi Hrafnsson, 22.1.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Tek undir að að allir verða að þola umræðuna um prófkjör. Þessi stóru kjördæmi hljóta að kalla á umræðuna, það verður ekki viðunandi að stór hluti kjósenda fái ekki fulltrúa, sem þeir geta sætt sig við.

Sá sem gefur kost á sér fyrir allt Suðurlandskjördæmi og lendir í fjórða sæti getur varla verið fulltrúi fyrir allt kjördæmið. Umrætt prófkjör gefur tilefni til að ná samkomulagi við Suðurnesjamenn (40%).

Mér finnst svokölluð "stórþúfupólitík" hafa ríkt yfirleitt í prófkjörum fyrir þessar kosningar. Ef til vill eru svona stór kjördæmi ekki hentug fyrir litla þjóð eins og Ísland þar sem stórir landshluta eiga ekki nokkra von um að hafa sinn fulltrúa.

Getur verið að þessi stóru kjördæmi séu ekki það lýðræðislega fyrirkomulaga sem það átti að vera?

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 22.1.2007 kl. 12:13

3 identicon

Það má vel vera að það sé rétt að kjördæmin séu of stór fyrir okkar litla land til þess að hreppapólitíkin haldist á lofti, en það er varla hægt að fullyrða það að Eygló hafi ekki haft fylgi á Suðurnesjunum eða Hjálmar á Suðurlandinu, er það? Eða að Eygló beri ekki fyrir brjósti hagsmuni alls kjördæmisins? Af hverju er verið að gefa sér að viðkomandi frambjóðandi hafi eingöngu hagsmuni síns byggðarlags að leiðarljósi? Mér finnst það frekar úrelt og karllægt að hugsa þannig. Þótt ég hafi t.d. aldrei til Eyja komið þá finnst mér það skipta máli að þar blómstri mannlíf og gott atvinnulíf. Segi það sama um mörg önnur landsbyggðarsvæði. Og einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það sama gildi um marga frambjóðendur. Er hundleið á þessari hreppapólitík. Kominn tími til að slaka á í þeim efnum.

Soffía E. Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 12:54

4 identicon

Heil og sæl öll. 

Hvað með lýðræðið. Eru ekki atkvæði greidd í Keflavík, jafngild atkvæðum frá Hvolsvelli. Þetta er einföld talning. Sá sem hlýtur fleiri atkvæði, en næsti maður fær hærra sæti. Fast þeir sóttu sjóinn, en sækja ´ann ekki enn. Eiitthvað er þeim Suðurnesjamönnum  farið að fatast flugið. Þeir verða að sæta þeim niðurstöðum ,sem fyrir liggja. Er ekki fullseint í rassinn gripið, að fara að væla núna, þegar úrslit liggja fyrir. Áfram Eygló og áfram Eyjamenn. Við stöndum saman, það mega aðrir af okkur læra.

 Kveðja fóv. Vestm. 

straumur@hive.is 

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Ég bið ykkur kæru lesendur að lesa aftur yfir pistilinn minn. 

Ég gaf kost á mér fyrir Suðurkjördæmi.  Ekki Suðurlandskjördæmi (sem er ekki lengur til), Vestmannaeyjakjördæmi (sem er ekki lengur til), bútinn af Austfjarðarkjördæmi (sem er ekki lengur til) eða Reykjaneskjördæmi (sem er ekki lengur til). Heldur Suðurkjördæmi.  Þetta kunnu Framsóknarmenn í kjördæminu að meta og hlaut ég þriðju bestu kosninguna í prófkjörinu þvert yfir kjördæmið. 

Mér hefur aldrei geðjast að þessari þúfupólitík, - enda á ég móður og systkini í Rangárvallasýslunni, bróður í Vogunum, mikinn frændgarð í Grindavík, Garðinum, Reykjanesbæ, Ölfusi, Vestmannaeyjum og Hveragerði og góða vini út um allt kjördæmið. 

Auk þess sem ég sjálf er fædd í Reykjavík.  Sem sagt sannur Íslendingur  

Með baráttukveðju úr Suðurkjördæmi,  Eygló Harðar

Eygló Þóra Harðardóttir, 22.1.2007 kl. 12:58

6 identicon

Ertu að halda því fram að þú og eða þínir stuðningsmenn hafið ekki notað Vestmannaeyjaáhrif í prófkjörinu??? Þ.e. að biðja fólk um að kjósa þig til að tryggja Vestmannaeyjum áhrif???Þúfupólitíkin er nefnilega stundum í eigin garði, einnig í kosningum. Þú ættir að sjá það sjálf að listinn verður miklu sterkari með Suðurnesjamann í 3ja sæti. Að halda öðru fram er bara blind framagirni og eiginhagsmunapot sem þú verður ekki sæmd af.

En til hamingju með að Guðni sigraði það sýnir að frammarar hafa manndóm til að standa við bakið á þeim sem vel hafa unnið þó ekki sjái það allir.

sveitamaður í anda (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 13:39

7 identicon

 Björn Ingi skrifar: "Við verðum að þola umræðuna og það er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvernig rétta megi hlut Suðurnesja á framboðslistanum í ljósi þess að þar eru um 40% atkvæðanna".

Ég geri ráð fyrir að Björn Ingi eigi við að 40% kjósenda séu á Suðurnesjum og það sé mikilvægt að fulltrúi þaðan sé ofarlega á lista. Ég tek undir það en það er nú bara við Hjálmar að sakast ef svo verður ekki, það var hann sem gaf kost á sér í prófkjörinu og það var væntanlega hann sem sumir Suðurnesjamenn kusu af því hann er Suðurnesjamaður. 

 En ég vil benda á að þó prósenturtölur mögulegra atkvæða vissra byggðalaga séu sláandi háar þá er prósentutala kvenna sem munu ganga til kosninga ennþá hærri eða um 50%. Ég held að það séu ekki miklu færri konur í Suðurkjördæmi en annars staðar á landinu. Mér finnst það bara beinlínis mógðandi fyrir Eygló og allar konur sem sýna þann kjark og þor að taka þátt í prófkjörum að það vigti ekki einu sinni að þær taki þátt í baráttunni, baráttu sem er alla jafna mjög óhliðholl þeim og það sé ekki fyrr búið að telja í prófkjörinu fyrr en raddir koma upp að finna einhvern annan fyrir sæti sem hún hefur barist fyrir. Eygló var kjörkuð að bjóða sig fram og hún bauð sig fram í 2. sæti þannig öllum á að vera ljóst að hún vill vera ofarlega á lista. Ef Hjálmar hefði ekki strax dregið sig í hlé þá hefðu náttúrulega komið strax raddir um að listinn væri afar hallærislegur með þrjá karlmenn í þremur efstu sætum. En núna reynir Hjálmar og fleiri að etja konum í Framsóknarflokknum saman og finna konu úr sínu kjördæmi á listann, ágæta konu en hún var bara alls ekki í framboði.

Þessi grein Steingríms Sævars er mjög pirrandi: 

http://saevarr.blog.is/blog/saevarr/entry/106084/

Maður spyr sig þegar svona grein er lesin hvort sumum finnist ennþá  konur bara uppfyllingarefni og punt á framboðslistum Framsóknar. Er fólk ekki að átta sig á því að svona umræða er gífurlega mógðandi fyrir allar konur?

Salvör (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 13:40

8 identicon

Sæl Eygló.

 Þú segir að allir að þú hafir fengið atkvæði frá framsóknarmönnum allt frá Reykjanesbæ til Lónsin. Gott og vel, en hvernig veist þú það? Er ekki leynileg atkvæðagreiðsla í Framsóknarflokknum? Eða vita allir hver gefur hverjum atkvæði og hvar?

 Alltaf soldið gaman með Framsóknamenn, þeir tala oftast af sér ;-)

Kveðja, Gísli Kr. Björnsson

Gísli Kr Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 14:04

9 identicon

Eygló: hvernig geturðu sagt að þú hafir fengið "þriðju bestu kosninguna í prófkjörinu þvert yfir kjördæmið. " þegar þú lendir í 4. sæti?

Jón Skúla (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 15:10

10 identicon

Flott hjá þér Eygló, stattu á þínu. Þessi umræða hefði pottþétt ekki átt sér stað ef karl hefði verið í þinni stöðu.

Fjóla Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 18:16

11 identicon

Gott hjá þér Eygló!  Engin ástæða að gefa eftir í þessu máli.  Áfram stelpa!

Katrín (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 20:26

12 identicon

Þessi umræða er hneisa og sýnir vanda flokksins í hnotskurn. Ætlar fólk að fara þá leið að láta örfáa menn ákveða fyrir fjöldann hvernig listinn á að vera.  Nú er ljóst að konur eiga mjög undir högg að sækja sem frambjóðendur í Suðurlandi og allar líkur á að jafnvel aðeins ein kona komist á þing fyrir kjördæmið.  Mín tillaga er sú að við skiptum út Bjarna Harðarsyni fyrst niðurstöður prófkjörsins eru ekki viðunandi.  Væri það ekki eðlilegra að skipta út miðaldra karlmanni af Árborgarsvæðinu og bjóða upp á ferskan flokk en að stilla konunum upp sem postlínusdúkkum til að tryggja kjör þessarra tvo miðaldra karlmanna?  Er Hjálmar svo sannfærður um að Suðurnesjamenn eigi "þriðja" sætið, bara út af því að hann hlaut hluta af atkvæðum þeirra sem studdu hann í framboð.  Hann náði ekki einu sinni þeim atkvæðafjölda sem sem skoruðu á hann í framboð.  Hefðu Suðurnesjamenn fengið svona mörg atkvæði ef hann hefði ekki verið í framboði, fleiri eða færri?  Fældi hann frá?  Kannski væri besta niðurstaðan að setja Framsóknarkonu í fyrsta sætið og láta Guðna taka baráttusætið.  Það er jú ekki öll vitleysan eins.  Hvernig væri að láta flokkinn einu sinni ganga fyrir en ekki hagsmunapot, plott og klíku innanhús?  

Rúnar (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 21:00

13 identicon

Frábært hjá þér Eygló mín

Ásta Björk (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 21:44

14 identicon

Heil og sæl, Eygló !

Ágætur árangur, hjá ykkur Guðna og Bjarna, en........ þurfið þið ekki að fara að vinda bráðan bug, að því; að reka fólk; eins og Valgerði Sverrisdóttur, Jón Sigurðsson, Birki J. Jónsson og Siv Friðleifsdóttur úr flokknum, að ógleymdum Halldóri Ásgrísmssyni til þess að ná, hugsanlega, til einhvers hluta þjóðarinnar aftur ? Að minnsta kosti tækju íbúar þeirra dreifðu byggða, og sumra þorpsplássa sem þeir landsbyggða skelfar Halldór, sem og Davíð Oddsson hafa leikið hvað verst, þann pól í hæðina !!! Gætuð slökkt á utanríkisþjónustunni, sem og stökkt stórveizlu höldurum burt, af íslenzkri grundu, yfir til stórmeistara frjálshyggjubölsins, þ. e.,, þeirra Bush og Blair, Hannes Hólmsteinn Gissurarson yrði sjálfkjörinn lóðs !!!

Með von um, að þið Guðni; og Bjarni, megið nú gera okkar héraði sóma nokkurn og gagn, eftir þá niðurníðzlu sem sunnlenzkar byggðir hafa mátt þola, á síðustu áratugum 20. aldarinnar og fyrstu árum þeirrar 21. !!! 

Vona, að þið styðjið, af eindrægni þá Sturlu frænda minn Böðvarsson; og Kjartan Ólafsson til áframhaldandi góðra verka í endurbótum vegakerfis Suðurkjördæmis, og þótt víðar væri leitað !!! 

Með beztu kveðjum, úr Ölfushreppi hinum meiri /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:06

15 identicon

Í fyrsta lagi þá var það Hjálmar sem ákvað að bregðast kjósendum sýnum!

Í öðru lagi því honum fannst þeir ekki nógu margir!

í þriðja lagi þá voru afleiðingarnar augljósar Suðurnesjamenn í sárum!

Í fjórða lagi þá hefði maður skilið  þetta ef það hefði verð stutt í þann næsta

frá þessum ágæta stað.

Góð regla hugsum áður enn við frammkvæmum.

Eina lausnin sem er í þessu máli fyrir utan að hafa Eygló í 3.sæti og hún lofi eins og Bjarni og Guðni að vinna vel fyrir suðurnesin er að Hjálmar standi ekki við stóru orðin og taki sitt 3.sæti.

Sigurjón Kr.G.

Sigurjón Kr.G (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 05:48

16 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Suðurnesjamenn hafa marg sagt í undanförnumprófkjörum að þeir kæra sig ekkert frekar um að "eiga" þingmann. Framsóknarmenn síni þeim bara þakklæti í verki og láti úrslitin standa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 06:02

17 identicon

Til hamingju með árangurinn um helgina Eygló og gangi þér sem allra best með áframhaldið. Með bestu kveðjum frá Hellu.      Finna.

Guðfinna Antonsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 13:26

18 identicon

Eg átta mig ekki alveg á því hvað menn eru að fara í þessari umræðu eg lít svo á að það fólk sem gefur kost á ser í prófkjöri og svo eftir atvikum alþingismenn séu kjörnir fulltrúar alls kjördæmissins þ suðunnesjamenn fengu sinn fulltrúa ofarlega á listann eða í 3 sæti enn hann kaus að ganga í burtu og þar við situr það væru vanvirðing við það fólk sem kaus í prófkjörinu að fara að rugla í listanum og niðurstöðum prófkjörsins.

Eg varð afar undrandi á ummælum Hjálnars Árnason að það yrði að finna einhvern suðurnesja mann í 3 sætið og eg skil varla hvað maðurinn er að hugsa han var sjálfur í þessu sæti enn kaus að taka það ekki og það er hans mál svo einfalt er það hann getur ekki ætlað öðrum það sem hann vildi ekki sjálfur eg hefði talið Hjálmar mann af meiru ef hann hefði tekið það sæti og gert það þar með að baráttusæti á vori komandi .enn frekar kaus hann að lappa í burtu og láta öðrum um verkin

Niðurstaða Hjálmar Árnason er ekki tilbúinn að berjast fyri þingsæti sínu vildi einungis fá öruggt þingsæti

Látum því listann standa og Eygló í 3 sæti . puntur....

Þorsteinn Sigfússon Skálafelli (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 17:42

19 identicon

Fyndið að sjá þig tala um þúfupólitík, sjálf nýbúin að setja upp flokkunarkerfi fyrir þá sem mega kalla sig eyjamenn.

kvtþ 

tómas (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 01:23

20 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Jón Skúla:
Ég fékk þriðja mesta fjölda atkvæða í prófkjörinu, og alls um 350 atkvæðum meira en Hjálmar.  Dreifing þeirra gerði það hins vegar að verkum að ég endaði í 4. sæti.

Eygló Þóra Harðardóttir, 24.1.2007 kl. 08:12

21 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Tómas:
Grein mín um Eyjamenn var einmitt skrifuð til að benda á fáránleika þess að vera að flokka fólk sem Eyjamenn og ekki Eyjamenn.  Slík flokkun er  mjög gott dæmi um þúfupólitík, sem er mér ekki að skapi.  Flokkunarkerfið var sett fram til að benda á þennan fáránleika.  Mörgum varð bara svo heitt í hamsi að þeir tóku greinina bókstaflega.  Það var ekki ætlunin.

Eygló Þóra Harðardóttir, 24.1.2007 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband