Vofur og zombies Egils

Í nýlegum pistli á vef Egils Helgasonar kallar hann fólk í stjórnmálaflokkum vofur og zombies sem hlýði skipunum flokka sem vita varla sitt rjúkandi ráð.  Í lok pistilsins kallar hann svo eftir að sæmilega skikkanlegt fólk taki sig saman og bjóði fram á landsvísu, því þær þúsundir einstaklinga, flokksbundnir jafnt sem óflokksbundnir, sem þegar hafa boðið sig fram undir merkjum flokka, bæjarmálafélaga og samtaka uppfylla víst ekki þau skilyrði að hans mati.     

Undir þessu get ég ekki setið þegjandi og hljóðalaust.   Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er fjallað sérstaklega um lýðræðislega umræðu í íslenskum stjórnmálum.  Þar segir: „Markmið rökræðu er að lýsa upp málefni: því verður hún að byggjast á upplýsingum um staðreyndir mála og sá sem stundar rökræðu af heilindum leitast við að hafa það sem sannara reynist…Íslensk stjórnmál hafa ekki náð að þroskast í samræmi við þessa hugsjón lýðræðisins.  Þau hafa þvert á móti oft einkennst af kappræðu og átökum þar sem markmiðið er að sigra andstæðinginn og sannfæra áheyrendur.“  Ólafur Harðarson, stjórnmálafræðingur, hefur líkt umræðunni við Morfís-keppni þar sem stóryrði og aulabrandarar eru látnir fjúka frekar en skoðanaskiptum. 

Hvort sem Egill Helgason vill viðurkenna það eða ekki, þá er hann, blogg hans og þáttur hans, Silfur Egils, stór áhrifavaldur á íslenska stjórnmálaumræðu.  Egill hefur átt stóran þátt í árangri einstakra framboða á borð við R-listann og Borgarahreyfinguna auk þess að vera stökkpallur fjölmargra stjórnmálamanna. Meðal þeirra eru  Bjarni Harðarson, Sóley Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir, Árni Páll Árnason, Björn Ingi Hrafnsson, Guðmundur Steingrímsson, Dagur B. Eggertsson og Kristrún Heimisdóttir.  Umræðan í pallborðinu hjá honum hefur þó oft einkennst fremur af þeim kappræðum og átökum sem varað er við í rannsóknarskýrslunni,  þar sem markmiðið hefur verið að tala hæst og mest og helst leggja andstæðinginn á ipponi. Þegar Egill tekur sig til og lýsir þeim einstaklingum sem starfa með íslensku stjórnmálaflokkunum sem zombies er það mikill áfellisdómur, en ekki síður yfir honum sjálfum.  

Íslenskir stjórnmálaflokkar eru í mikilli naflaskoðun þessa dagana.  Við erum að tala saman þvert á flokka og leita leiða til að bregðast við þeim áfellisdómi sem hrunið og skýrslan er um íslenskt stjórnkerfi og stjórnmál.  Sumum finnst eflaust að við eigum einfaldlega að leggja niður stjórnmálaflokka og safna saman hópi af „sæmilega skikkanlegu“ fólki sem reddar þessu öllu.  Enda margir sem halda því fram að þetta hafi bara verið fólkið, þannig að lausnin hlýtur að vera að fá bara nýtt fólk.  

Helst fólk sem er fyndið, frægt, orðheppið, syngur vel eða kemur skemmtilega fyrir í Silfri Egils, - sem reyndar hljómar ansi kunnuglega þegar horft er á fjölmarga þá stjórnmálamenn sem árangri hafa náð á umliðnum árum. 

Mun það bæta stjórnmálaumræðuna eða tryggja að stjórnmál fari að snúast um almannaheill og hugsjónir?   Nei, það mun svo sannarlega ekki gera það, ekki frekar en að kalla stjórnmálamenn vofur eða zombies. Það mun taka tíma að endurbyggja traust í íslensku samfélagi, þroska umræðuna og gagnrýna hugsun.  Stórt skref í þá átt er að á landsvísu eru hópar af góðu fólki, miklu meira en „sæmilega skikkanlegu“ á vegum flokka og ýmissa bæjarmálafélaga að taka sig saman um framboð vegna þess að þeim er ekki sama.  Vegna þess að það hefur hugsjónir, hugmyndir og trú á öðru fólki.

Á næstu dögum munu fleiri bætast við enda vika þar til framboðsfresturinn rennur út, og öllum er frjálst að bjóða fram.

Líka Agli Helgasyni.

(Birtist fyrst á Pressunni 2.maí 2010)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held að því miður sé ýmislegt til í þessu þó að ég vilji undanskilja Þór Saari svo kynnti Egill auðvitað líka hina miklu hugsuði þá Gísla Martein og Sigurð Kára. Óafvitandi hefur Egill verið að einhverju leyti orsök og afleiðing. Flest annað í pistli þínum er líka rétt svo langt sem það nær. Held að besta hugmyndin til að fá þingmenn til að hugsa um almannnahag væri að svipta einhverja af hrunverjunum eftirlaununum. Það hefði fælingarmátt sem gæti dugað.

Einar Guðjónsson, 2.5.2010 kl. 21:43

2 identicon

Eygló.

 

Ekki veit ég hvort þú er sýndareintak af gjörspilltum islenskum pólitíkusi ?  En þú tilheyris stjórnmálaflokki sem er gjörspilltur , Alfreð er þarna enn þá.  Þú kvartar yfir þætti Egils Helgasonar í umfjöllun um pólitík. 

Hvernig væri að þú og allir hinir atvinnu pólitíkusarnir reyndu aðeins að líta í eigin barm.  Eina sem fólk er  kemst á launaskrá sem alþingismaður virðist læra er hroki, og aftur hroki !

 

Hvernig heldur þú að þetta þjóðfélag liti út í dag ef alþingismenn hefðu reynt að hafa eigin skoðun uppi, en ekki keypta skoðun af einhverju fyrirtæki út í bæ ?

 

Hvers vegna eru þið alltaf að tala um aðra , þið eruð vandamálið !

 

Alþingismenn Íslendinga eru vandamálið !

 

Íslenskir alþingismenn í boði fyrirtækja út í bæ ?

 

Þessir sömu alþingismenn eru svo búnir að koma sér upp gjörspilltu embættismannakerfi sem á sér varla hliðstæðu !

Þar skorar framsóknarflokkurinn einna hæst með vinum sínum í sjálfstæðisflokknum !

 

Helmingaskipta kerfi framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins  gaf af sér það ástand sem hér er í dag !

 

Þetta veistu allt saman, en hvers vegna villtu ekki tala bara um málið eins og það er ?

 

Þið eruð öll eins, þessi blessuðu alþingismenn, það er alltaf öðrum um að kenna ! 

 

Getur það verið að það veljist bara aular á alþingi , vilja lausir einstaklingar sem auðvelt er að kaupa ?

JR (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:05

3 identicon

Heil og sæl; Eygló Þóra - sem og, þið önnur, hér á síðu hennar !

Eygló !

Er ekki tímabært; að stjaka aðeins, við sjálfumgleði ykkar ''Framsóknar manna'', meðan þið látið ykkur hafa það, að hafa óféti, eins og Halldór Ásgrímsson - Lómatjarnarkerlinguna (Valgerði Sverrisdóttur), auk sýndar mennsku fólksins Birkis J. Jónssonar og Sivjar Friðleifsdóttur, innanborðs ?

Lágkúra ykkar; fer vaxandi - takið þið ekki á ykkur rögg, og hreinsið flokk ykkar, af þessu manngerða rusli.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 22:44

4 Smámynd: Billi bilaði

Nú er hrunið orðið Agli Helga að kenna!?! Ja, mikil og þung er hans byrði.

ES: Ég hef ekki þurft EH til að líða nokkurn vegin eins og JR hér að ofan.

Billi bilaði, 2.5.2010 kl. 22:54

5 identicon

Óskar Helgi; hvassyrtur maður kallaði Valgerði Lómatjarnarálftina, það finnst mér flottara, þeim mun álkulegra sem það er þeim mun betur hæfir það.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 11:31

6 identicon

Komið þið sæl, á ný !

Þorgeir !

Má vera, að það láti nærri. Þakka þér fyrir; þessa ábendingu, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 12:20

7 identicon

Góður pistill Eygló! Leiðinlegt hvað margar athugasemdir hljóma kunnuglega fyrir okkur stjórnmálamanna. Pistillinn er gagnrýnur á ómálefnalegum forsendum og reynt er að skora mark með því að koma höggi á Framsókn.

Lilja Mósesdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 18:39

8 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Lilja !

Hvers vegna; reynir þú að bera blak, af ''Framsóknar'' soranum ?

Getur verið; að þú treystir ekki Eygló; til þess að svara mér - sem og öðrum, fyrir seyru þeirra; sem dugleysi allt, svo sem ?

Ég er ekkert; að koma ''höggi'', á þau Eygló, og félaga hennar, Lilja - miklu fremur, að reyna að fá einhver viðbrögð, vitræn; við orða hríð minni, rétt mætri, Eyrbyggi (Grundfirðingur) góður ?

Hvernig; er það annars, með ykkur Ögmund, ætlið þið ekki, að fara að yfirgefa spillingar fúadall  ''Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs'', Þingeyska froðusnakksins, Steingríms J. Sigfússonar, og hirðar hans ?

Reyndu ekki; að koma með eitthvert fimbulfamb - til réttlætingar áframhald  andi tilveru flokka skrattanna 4ra (B - D - S og V lista), eftir stórtjón það, sem þeir ALLIR hafa valdið okkur landsmönnum, Lilja Mósesdóttir.

Með; fremur þungum kveðjum, að þessu sinni /

Óskar Helgi Helgason

Gsm: 618 - 5748 / netf. : oskarhelgi1958@gmail. com - fyrir þau ykkar, sem þora að mæta mér, eða síma til mín, áður en frekari byltingar aðgerðir hefjast, á landi hér !!! 

 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 19:45

9 identicon

Já einmitt..... held að þið framsóknarfólk ættuð að líta í eigin barm aður en þið farið að kenna Agli um frama annara....það eru of mörg mál í lestinni hjá Framsókn sem eru óuppgerð og útkljáð, ss kvótaþjófnaðurinn, R-lista einleikur Alfreðs og gjörðir hans, Þjófnaðurinn og úthlutun á Búnaðarbankanum til glæpamanna sem eru skráðir framsóknarmenn, og svo allir peningarnir Samvinnutryggingar/Gift sem virðast hafa farið til peningahimna ala Bjórúlfur Thor.....púff horfnir, inná reikninga útvaldra græðgisdýra ...sem láta fara lítið fyrir sér þessa dagana einhverra hluta vegna....græðgin drepur framsókn jafn mikið og hún ætlar að gera fyrir Sjalla og englana í samspillingunni.

Óli (IP-tala skráð) 3.5.2010 kl. 20:40

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 Ég læt aðra um að sletta skyri á Eygló og hennar framsókn, þar að auki, í öllu mínu stefnu og flokkavafri er kannski framsókn fjarst mínum skoðunum.

En hvað varðar gagnrýnina á Egil og hans Silfur, þá verðum við að muna að hann eins og allir aðrir er bara "barn" síns tíma og reynið nú að vera heiðarleg og spyrja ykkur sjálf hvort nokkur hefði nennt að hlusta á hann ef hann hefði keyrt annann "stíl" en svo þegar "skýrslan" mikla bendir á að sú stefna sem stjórnmál og stjórnmálaumræðan hefur tekið undanfarin ár, sé meðvirkandi orsök að ástandi landsins í dag, þá ætti bæði Egill og aðrar "sterkar" raddir í samfélaginu að hlusta og fara eftir því,segja fólki að breytingarnar komi innanfrá, frá fólkinu sjálfu og þá smitast yfir á afganginn af samfélaginu, en mér sýnist hann því miður vera mest upptekinn ennþá sem fyrr, af að viðhalda beyskjunni, hatrinu og hefndargirndinni hjá hlustendum sínum, akkúrat eins og flokkarnir og talsmenn þeirra gera, viljum við þetta???

Kristján Hilmarsson, 3.5.2010 kl. 21:05

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eygló mín Harðar!

Þú ert ein af fáum sem mér finnst hafa eðlilega réttlætis-hugsun!

En það sem eyðileggur allt fyrir þér,  er svika-flokkurinn sem þú ert látinn vinna fyrir?

Gangi þér vel góða mín og stattu með þér en ekki svika-flokknum þínum!

Það er flókið já, ég veit það! En það gengur Eygló mín! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2010 kl. 21:36

12 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Takk fyrir athugasemdirnar, já líka þær sem eru neikvæðar. 

Gagnrýni er gjöf, sem má ekki vanmeta, ekki frekar en reiðina líkt og Páll Skúlason sagði í nýlegu viðtali:  "Reiði er í sjálfu sér heilbrigði viðbrögð við ranglæti og hún á að vera hvati til að berjast fyrir réttlæti og breyta því þjóðskipulagi sem lét ranglætið viðgangast." og ég mætti bæta við, því samfélagi sem lét ranglætið viðgangast.

Við þurfum öll að líta í eigin barm og velta fyrir okkur af hverju það fór sem fór, - og hvað við getum gert öðruvísi og betur.

Líka ég og minn flokkur.

Eygló Þóra Harðardóttir, 4.5.2010 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband