100 ára sögu lokið

Sparisjóður Keflavíkur hefur verið tekinn yfir af FME, ásamt sparisjóðnum Byr.  Langri og að flestu leyti farsælli sögu Sparisjóðsins í Keflavík er lokið í núverandi mynd. 

Innistæður sjóðanna eru öruggar enda tryggðar af ríkisábyrgðinni. Því skiptir mestu að fá á hreint hvað þetta þýðir fyrir viðskiptavini og starfsfólk þessara fyrirtækja.  Er ætlunin að loka einhverjum útibúum eða sameina sjóðina öðrum fjármálafyrirtækjum? Er ætlunin að grípa til einhverra aðgerða fyrir stofnfjáreigendur?

Ég hef óskað eftir fundi um stöðu sparisjóðanna í viðskiptanefnd og hyggst þar fara yfir þessar spurningar og fá vonandi einhver svör, - einnig um minni sparisjóðina.

Það tók öld að byggja upp Sparisjóð Keflavíkur en aðeins nokkur ár að fella hann.  Þetta gildir um mörg fyrirtæki á Íslandi í dag, fyrirtæki sem Íslendingar byggðu upp af þrautsegju og oft litlum efnum og voru stolt þjóðarinnar.

Þessu megum við aldrei gleyma, að í framtíðinni verðum við að byggja upp raunveruleg verðmæti, raunverulegan rekstur og aldrei tapa okkur aftur í dansinum í kringum gullkálfinn.

 

 


mbl.is Ríkið yfirtekur Sparisjóðinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Já þetta er skrítin tími 2002-2008,eins og menn hafi umturnast.

Hörður Halldórsson, 23.4.2010 kl. 18:16

2 identicon

Hefur fall þessara banka engin áhrif á gengið? Athyglisvert að fylgjast með því.

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2010 kl. 20:56

3 identicon

Þú hefur "óskað eftir fundi"... - eftir að sjóðurinn fór á hausinn.

Ertu alltaf svona næm á stöðuna hverju sinni?

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 04:24

4 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Takk fyrir athugasemdirnar.  Nei, ég tel ekki að fallið hafi nein áhrif á gengið.  Gjaldeyrishöftin halda genginu uppi og staða ríkissjóðs.  Fréttir af ríkissjóði hafa verið frekar jákvæðar með afgreiðslu AGS á 2. endurskoðun og lánshæfisfyrirtækin aðeins jákvæðari í okkar garð.

Ég var víst óvanalega næm í þetta skipti þar sem ég hafði þegar óskað eftir fundi um sparisjóðina þegar tilkynningin kom.  Hins vegar skal viðurkennast að við í stjórnarandstöðunni höfum skipst á síðustu mánuðina að óska eftir fundi um sparisjóðina þar sem okkur fannst málin dragast mjög. Sérstaklega í ljósi látanna í þinginu síðasta sumar þar sem stjórnarliðar keyrðu í gegn á miklu  hraða breytingar á löggjöf um sparisjóði, enda alveg að klára endurfjármögnunina.

Svo fór sem fór.

Eygló Þóra Harðardóttir, 24.4.2010 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband