Eitthvað breyst?

Ég sit í viðskiptanefnd Alþingis og við erum með til umfjöllunar stór og mikilvæg mál er varða endurskipulagningu á fjármálakerfi landsins.  Stefnt er að því að afgreiða frumvarp um fjármálafyrirtæki og vátryggingafyrirtæki á næstunni. 

Eitt stærsta áhyggjuefni mitt varðandi þessi frumvörp eru hversu mikið er enn á ný treyst á Fjármálaeftirlitið (FME) í eftirfylgni og eftirliti með þessum fyrirtækjum án þess að tryggja því viðeigandi tæki og tól til að sinna verkefnum sínum.  Lítið hefur verið gert til að treysta innviði FME, fjölga starfsmönnum, útbúa nýtt upplýsingakerfi til greiningar á upplýsingum, skýra valdsvið stjórnar og forstjóra og margt annað sem bent er á í skýrslu Rannsóknanefndarinnar.

Á sama tíma hefur álagið aldrei verið meira á starfsmenn stofnunarinnar.

FME og Seðlabankinn (SÍ) eiga að vera lykilstofnanir í að fylgjast með fjármálamarkaðnum.  Samkvæmt skýrslunni þá brugðust báðar þessar stofnanir.  FME virtist ekki vita af því sem var að gerast í bankakerfinu, og SÍ sem vissi það brást í að fylgja vitneskju sinni eftir með því að upplýsa rétta aðila og raunverulegum aðgerðum.  

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, fullyrðir nú í viðtali við RÚV að banki gæti verið fallinn án þess að SÍ vissi af því.  Gæti það sama gilt um FME?  

Hvað hefur þá í raun breyst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Tek undir þetta, Eygló. Held þó að mestu skipti að byggja upp reynslu. Það gekk illa meðan bankarnir keyptu starfsmenn frá eftirlitinu um leið og þeir sýndu árangur. Nú gæti hugsast að fólk endist þarna um hríð.

En hjálpaðu endilega til. Fáðu þingmenn í lið með þér. Breyttu lögum um Seðlabankann og FME, þannig aðMár og Gunnar þurfi ekki að velkjast í vafa. Auðvitað eiga þeir að vita strax ef einhver bankastjórinn stígur á línuna, eða yfir hana.

Allir vita að ríkisstjórnin þarf hjálp - frá Framsókn takk. Gefum stóra spillingarflokknum frí - langt frí.

Jón Daníelsson, 17.4.2010 kl. 08:50

2 identicon

Það er nauðsynlegt að setja ný lög um Seðlabankann og Fjármálaefirlitið. Þessar sofnanir þarf að efla og víkka út valdsvið þeirra. En þetta er einn hluti verkefnisins;nýfrjálshyggjan svipti markaðinn lögum og reglum. Við þekkjum afleiðingar þess. Það er bráðnauðsynlegt að setja nýja löggjöf um fjármálamarkaðinn í heild sinni.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 09:17

3 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Við verðum að finna leið til að gera FME að aðlaðandi vinnustað, þannig að fólk með reynslu úr bankakerfinu vilji starfa við fjármálaeftirlit.  Mér skilst að víða erlendis vilji fjármálaeftirlit aðeins ráða fólk með að lágmarki 5 ára reynslu úr bankakerfinu, ekki öfugt. 

Starfsfólk FME verður einnig að vera yfir allan vafa hafið.

Þetta þarf að gilda fyrir fleiri vinnustaði hjá ríkinu.  Af hverju er það þannig að Alþingi þykir góður staður að byrja á fyrir nýútskrifaða lögfræðinga?  Þannig starfa þeir í nokkur ár sem nefndarritarar, fara svo yfir í ráðuneytin og svo áfram í einkageirann.  Ætti þetta ekki að vera öfugt þannig að færum lögfræðingum fyndist áhugavert að starfa fyrir sjálfa löggjafarsamkundna?  

Starf nefndarritarar er nefnilega gífurlega mikilvægt, og við þingmennirnir treystu mjög á þá við að vinna og semja frumvörp.

Eygló Þóra Harðardóttir, 17.4.2010 kl. 09:31

4 identicon

Er búið að ákveða að skipta bönkunum upp í viðskipta og fjárfestinga banka?. 

itg (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 10:39

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mikilvægasta verkefnið núna innan stjórnkerfisins er að tryggja skilvirkt eftirlit með fjármálafyrirtækjum.  Svo það sé hægt, þarf að gefa FME þær auðlindir og þau tæki sem stofnunin þarf.  Einnig er það mitt álit að skilja á algjörlega milli eftirlitsins og útgáfu regluverksins.  Það gengur ekki að þetta sé á sömu hendi.  Hugmyndafræðin á að vera sú sama og er með innra eftirlit fyrirtækja.  Innra eftirlitið sér ekki um að gefa út reglur.  Það skoðar fylgni starfseminnar við reglurnar og fylgni reglnanna við lögin og þjóðfélagið.  Það var einmitt þetta síðasta sem brást, þ.e. regluverk fjármálakerfisins byggði á þörfum fjármálakerfisins, en ekki þjóðfélagsins.

Marinó G. Njálsson, 17.4.2010 kl. 12:31

6 identicon

uppræta hreiðrinn / ekki bara skipta um óværu / hvar eru óværu uppeldisstöðvar glæpa klíku spillingar á Islandi ? hver eru HREIÐRINN ? en auðvita má ræða þetta mjög málefnalega / hvað sega þau , verðum að læra af mistökunum læra af söguni ? hafa þessi hámenntuðu kvekindi aldrei litið í bók og aldrei lesið neitt um söguna ? UPPRÆTA umingja óværu glæpa klíku spillingar sóða langættardólga arðráns HREIÐRIN flokkseigandafélögin / þínglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá   reglur aðhald viðurlög á manneskjurnar gráðugar breiskar  / er munur á kosningasvindli og kosningasvikum  , ómerkilegt þjóðfélag svo er fjórflokknum augljóslega að þakka og ykkur sem eruð og voru þar  / öllum hefur ykkur vantað tímavél að eiginsögn

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband