Spádómsgáfa Seðlabankans

Á vb.is kemur fram að búferlaflutningar frá landinu á síðasta ári voru umtalsvert meiri en þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands gerði ráð fyrir.

"...samkvæmt upplýsingum frá Þórarni G. Péturssyni aðalhagfræðingi bankans. Gert var ráð fyrir fækkun eða samdrætti upp á 0,5% á síðasta ári en reyndin varð 1,5%, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun.

Á síðasta ári fluttu 4.835 fleiri frá landinu en til þess."

ALDREI, frá því að mælingar hófust, hafa jafnmargir flutt frá landinu. Seðlabankinn taldi víst að fólksflóttinn myndi fyrst hefjast á þessu ári.  Má þá gera ráð fyrir að enn þá fleiri flytji frá landinu á þessu ári en síðasta?   

Lykilforsenda fyrir hagvexti er fólksfjölgun. Ein helsta gagnrýni okkar í stjórnarandstöðunni á forsendur Seðlabankans fyrir því að Icesave væri ekkert mál, var að þeir gerðu ráð fyrir að okkur myndi halda áfram að fjölga.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (bls 5-6) gerði einmitt athugasemdir við þetta á úttekt sinni á forsendum Seðlabankans og Fjármálaráðuneytisins og útreikningum vegna Icesave og annarra skuldbindinga.  Þeir útreikningar hafa síðan verið nánast samhljóða útreikningum AGS. 

Aðrir sem talað hafa fyrir því að Icesave sé lítið vandamál eins og Þórólfur Matthíasson, fulltrúi ríkisstjórnarinnar í eftirlitsnefnd vegna skulda heimila og fyrirtækja og Ann Siebert, fulltrúi Samfylkingarinnar í Seðlabankanum hafa stuðst við þessa útreikninga í sínum málflutningi.

Skyldu þau vera núna tilbúin til að horfast í augu við staðreyndir eða á að treysta áfram á kristalskúluna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn tími á að skipta út ríkislögreglustjóra og saksóknara efnahagsbrota sem hafa horft upp á landið breytast í fyrirtæki mafíunnar Með Finni Fé ofl. með lokuð augu en fyllt fangelsin með smáþjófum. ÞÞ

þþ (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband