Atvinna fyrir okkur öll!


Björgum heimilunum!


20% fyrir okkur öll!

Ísland í dag fjallaði um greiðsluvanda heimilanna í kvöld.  Þar sagði einn viðmælandi að hann sæi engan tilgang í að halda þessu áfram.  skuldirnar væru óbærilegar, og ef eina úrræðið yrði greiðsluaðlögun þá myndi hann og konan eiga 12 ára gamlan bíl, ekkert í íbúðinni, sömu gömlu námslánahúsgögnin og borða grjónagraut þrisvar í viku.

 

Frekar væri hann tilbúinn að verða gjaldþrota og vonast til þess að lánardrottnar myndu leyfa kröfunum að fyrnast þegar væri búið að hirða af honum íbúðina og bílinn.

 

Aðrir viðmælendur bentu á að hærri vaxtabætur myndu lítið gagnast þeim þar sem þau væru of tekjuhá og með of miklar eignir.

Einnig var bent á lán til 70 ára hjá bönkunum sem hluti af greiðsluúrræðum þeirra fyrir fólk í vanda.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og einn helsti talsmaður hennar í vanda heimilanna, "huggaði" kjósendur með að þeir ættu nú engin önnur úrræði en að halda áfram að borga.  Þeir þyrftu nú hvort sem er að greiða húsaleigu, - og þannig gætum við væntanlega litið á greiðslu vaxta sem húsaleigugreiðslur.

Björn Þorri, lögmaður og einna ötulasti talsmaður heimilanna og fyrirtækjanna í landinu í dag, benti á að í dag eru tug þúsunda heimila á bjargbrúninni.  Eina leiðin til að koma í veg fyrir algjört kerfishrun er sanngjörn leiðrétting og niðurfærsla á skuldum fólks.

Stjórnvöld verða að vera tilbúin að skoða almennar aðgerðir til bjargar Íslandi!

20% fyrir okkur öll!

 


Átt þú von á nýjum fjölskyldumeðlimi?


Viðtal v/ Sudurland.is


Framtíðin með AGS

Ég rakst á áhugaverðan pistil eftir Andra Geir Arnbjarnarson um hvers má vænta á næstunni varðandi ríkisfjármálin og AGS.

Hann segir: "AGS krefst þess að ríkisfjármálin verði í jafnvægi 2012? AGS mun fjármagna 10% halla á þessu ári eftir að ríkið hefur sjálft brúað önnur 3% (45 ma kr) í formi skattahækkana og niðurskurðar. Hvernig á að ná hallanum niður í núll á 2 árum? Er það raunverulegt? Engar haldbærar og trúverðugar upplýsingar fást á Íslandi um þessi mál hvorki frá stjórnvöldum eða flokkunum. Lítum þá erlendis til að sjá hvað nágrannaþjóðir okkar eru að gera sem hafa lent illa út úr þessari kreppu en samt ekki eins illa og Íslendingar."

Þar sem engin svör berast frá núverandi stjórnarflokkum, skoðar hann hvað er að gerast í nágrannalöndum okkar. Lettland og Írland eru tvö ESB lönd sem eiga í miklum fjárhagserfiðleikum, líkt og Ísland. Lettland er í meðferð hjá AGS en Írland er enn að berjast upp á eigin spýtur. Annað landið er með evru, hitt ekki.

Hallinn á ríkisfjármálunum í Lettlandi má vera 5% í ár.  Til að ná þessu er gripið til klassískra verkfæra hjá AGS með því að lækka laun opinberra starfsmanna, skera niður þjónustu og hækka skatta. Kennarar í Lettlandi fjölmenntu nýlega til að mótmæla 10% launalækkun, en aðrir hópar opinberra starfsmanna hafa orðið fyrir allt að 20% launalækkun.  AGS hefur einnig lagt til að landið felli gengið, en það hefur í mörg ár verið tengt við evruna.  Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin að skoða það.

Ég veit ekki hvort okkur á að líða betur við þá staðreynd að staða Íslands er víst talin vera töluvert verri en Lettlands.

Írland á núna í miklum örðugleikum eftir að hafa verið kallað efnahagsundur ESB.  Þeir eru að skera niður hjá sér upp á 1,5 ma evra og ætla að hækka skatta upp á 1,8 ma í ár.  Hallinn er um 10,75%. Niðurskurðurinn jafngildir 520.000 kr. á hverja 4 manna fjölskyldu og skattahækkanir um 290.000 kr. 

Tekjuskattur var aukinn á alla, 2% hjá þeim lægst launuðu og 9% hjá hátekjufólki. Tryggingargjaldið var einnig stóraukið, sem og skattar á sígaréttur og bensín. Fjármagnstekjuskattur hækkaður en ekki skattar á fyrirtæki þar sem þeir vilja ekki missa fyrirtæki úr landi og auka atvinnuleysi.

Andri lýkur grein sinni á eftirfarandi orðum: "Þessar aðgerðir nágranna okkar í ríkisfjármálum eru unnar faglega og í tíma. Þær gefa tóninn fyrir Ísland.  Hins vegar verður niðurskurðurinn og skattahækkanir enn blóðugri hér ekki aðeins vegna hins mikla halla og skulda ríkisins heldur líka vegna hins fáránlega skilyrðis AGS að hallinn verði þurrkaður út 2012. 

Þar eru við einir á báti."

Skuldaleiðrétting er eina leiðin til þess að heimilin og fyrirtækin verði fær um að takast á við þessa erfiðleika, og það er ekki einu sinni til umræðu hjá núverandi stjórnarflokkum. 

Bara frestun á vandanum...


Yfirlýsing frá Framsóknarflokknum

Vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um framlög lögaðila til Framsóknarflokksins á árinu 2006 vill flokkurinn koma eftirfarandi á framfæri.

Heildarframlög lögaðila til Framsóknarflokksins árið 2006 voru 30,3 milljónir króna og komu þau frá nokkrum tugum fyrirtækja. Hæsti einstaki styrkur sem veittur var til flokksins á árinu 2006 nam 5 milljónum króna.Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir því á þessum tíma að öll framlög til stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber eins og nú er raunin.

Af hálfu Framsóknarflokksins er ekkert því til fyrirstöðu að viðkomandi lögaðilar geri grein fyrir framlögum sínum til flokksins. Eðli málsins samkvæmt getur flokkurinn þó ekki haft frumkvæði að því að birta opinberlega frá hverjum framlög komu árið 2006, enda var í flestum tilfellum samkomulag um að farið yrði með styrkveitingarnar sem trúnaðarmál.Upplýsingar úr samstæðureikningi Framsóknarflokksins fyrir árið 2007 hafa verið birtar opinberlega af hálfu Ríkisendurskoðunar í samræmi við lög um fjármál stjórnmálaflokkanna sem Framsóknarflokkurinn lagði ríka áherslu á að lögfest yrðu á Alþingi fyrir rúmum tveimur árum. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Framsóknarflokksins.

Upplýsingar um fjárhagsleg tengsl þingmanna Framsóknarflokksins má sömuleiðis finna á heimasíðu Framsóknarflokksins, svo sem verið hefur um nokkurra ára skeið.


Hjón, tvö börn og tilsjónarmaður

"Ef fram heldur sem horfir verður íslenska vísitölufjölskyldan hjón, tvö börn og tilsjónarmaður," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.

Staðan í efnahagsmálum er geysilega erfið og maður fær aftur og aftur á tilfinninguna að ríkisstjórnin annað hvort skilji ekki eða vilji ekki skilja hversu alvarlega staðan er. 

Þetta má sjá á orðum Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra, á fundum í Bandaríkjunum þar sem hann undirstrikaði að íslenskt viðskiptalíf væri starfhæft þrátt fyrir það mikla efnahagsáfall sem riðið hefði yfir, og þó að næstu tvö ár yrðu erfið þá væru langtímahorfur á Íslandi tiltölulega jákvæðar. 

Hann hefur væntanlega ekki átt við sífellt veikari krónu, gjaldeyrishöft sem virka ekki, þau 3500 fyrirtæki sem gert er ráð fyrir að verði gjaldþrota á árinu og þá þrjá banka sem hafa farið á hausinn eftir að ríkisstjórnin tók við.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, talar um að með hækkandi sól (væntanlega með vorinu) myndu atvinnuhorfur Íslendinga batna.  Er sem sagt búið að finna úrræði fyrir þá 13 þúsund námsmenn sem koma á vinnumarkaðinn með hækkandi sól?

Nei, - úrræði Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna er taka ekki á vandanum og veruleikafirringin virðist vera algjör.  Þessir sömu flokkar hafa haldið því fram að efnahagstillögur Framsóknarflokksins séu of róttækiar. 

Sigmundur Davíð svarar þessu vel á fundinum á Húsavík: "... Það er ekki rétt. Það sem er róttækt í þessu öllu saman, er að leyfa fólkinu í landinu, og fyrirtækjunum, að fá ekki  hlutdeild í stórfelldri niðurfellingu á skuldum. Sérstaklega er það mikilvægt við þær erfiðu aðstæður sem nú eru uppi. Allt er þetta hugsað til þess að fólk og fyrirtæki geti haldið áfram að borga reikningana sína. Ef staða mála verður þannig, að fólk hættir að geta borgað þá verður kerfishrun í landinu, með gríðarlegri lækkun fasteignaverðs sem mun að lokum skilja fólk eftir í skuldafjötrum.

Það þarf að koma í veg fyrir að sú staða myndist,“


mbl.is Fjölskyldan með tilsjónarmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólína og jafnaðarmennskan

Henrý Þór Baldursson, snillingur, setti saman eitt snilldar Skrípó um hvað jafnaðarmennska Samfylkingarinnar þýðir í raun.

 

Olina_Skripo


Opinn fundur m/ Michael Hudson

Michael Hudson, sérfræðingur í alþjóða fjármálum og Gunnar Tómasson, hagfræðingur verða með opinn fund í Hvammi á Grand Hotel kl 20 í kvöld, mánudagskvöldið 6. apríl.

Michael Hudson mun segja frá hugmyndum sínum og svara fyrirspurnum. Hann var í Silfrinu í gær og lýsti þar "árásinni á Ísland". 

Lesið grein Michael Hudson í helgarútgáfu Fréttablaðsins.

Gunnar Tómasson er fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hefur haft miklar áhyggjur af verðtryggingunni og gengistryggðum lánum.

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband