Enginn vandi?

Í umræðu um stöðu heimilanna í gær kom mjög á óvart að heyra frá fulltrúum stjórnarflokkanna að vandi heimilanna er mun minni en áður var talið.  Forsætisráðherra hafði þar farið heilan hring á tæpum sólarhring því forsíðufrétt Moggans um morguninn var að staðan væri mun verri en áður var talið og allt væri ægilega erfitt.

Það er erfitt er að átta sig á þessum sveiflum og þeim æpandi verkkvíða sem einkennir ríkisstjórnina.  En nýjar tölur frá Íbúðalánasjóði ætti samt að segja sína sögu um hvort sé sannara:

"Íbúðalánasjóði hafa borist 1502 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika það sem af er árinu, þ.e. fyrstu fimm mánuði ársins. Þetta eru nær 100 fleiri umsóknir en allt árið í fyrra, þegar umsóknir vegna greiðsluvanda voru alls 1405. Aldrei áður höfðu borist svo margar umsóknir á einu ári og nú er það met þegar slegið þótt árið sé ekki hálfnað. Umsóknirnar á þessu ári skiptast nokkuð jafnt milli mánaða nema í apríl, en þá voru þær fæstar. 305 umsóknir bárust í janúar, 321 í febrúar, 316 í mars, 233 í apríl og 327 í maí. "

Samt er hámark á lánveitingum sjóðsins, miðað við brunabótamat og allt verðtryggt með föstum vöxtum en ekki gengistryggð.

Hvernig í ósköpunum er staðan þá hjá bönkunum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband