20% niðurfelling húsnæðislána

Ég vil benda ykkur á pistla sem Vilhjálmur Þorsteinsson skrifar um 20% niðurfellingu húsnæðislána og lána til fyrirtækja.  Ég gæti ekki orðað þetta betur og hvet ykkur til að lesa þessa pistla hans.

Hann segir í fyrri pistli sínum: "Á dauða mínum átti ég von, fremur en því að sjá ástæðu til að hrósa Framsóknarflokknum.  En nú hefur sem sagt flokkurinn gefið út alveg ágætlega skýrar og mjög málefnalegar tillögur um aðgerðir og úrræði í efnahagsmálum.  Ég er ekki sammála öllu sem þar stendur (reyndar flestu), en framtakið er mjög virðingarvert og til fyrirmyndar fyrir aðra flokka og góða stjórnmálaumræðu yfirleitt."

Þrátt fyrir almennar efasemdir sínar fjallar hann áfram um þær í öðrum pistli  sem hann nefnir "Gæti 20% skuldaniðurfærsla gengið upp?":

"Til að skýra betur hvað Framsókn er að meina, eins og ég skil það, þá er dæmið einhvern veginn svona:

  1. Jón og Gunna skulduðu Gamlabanka 100 kr.
  2. Gamlibanki afskrifar allar húsnæðisskuldir um t.d. 40% (mat á lánasöfnum er í gangi þessa dagana á vegum skilanefnda og FME, og á að ljúka fyrir 15. apríl).  Skuld Jóns og Gunnu er því metin á 60 kr. og hún er færð yfir í Nýjabanka á því mati.  Athugið að það eru kröfuhafar bankanna sem tapa 40 kr. í þessu dæmi, en þeir hafa þegar afskrifað lungann af sínum kröfum.
  3. Nýibanki selur Íbúðalánasjóði (ÍLS) skuldina á 60 kr. og losnar við hana úr sínum bókum.
  4. Í stað þess að rukka Jón og Gunnu um 100 kr. - og hér kemur framsóknartrixið - færir ÍLS höfuðstólinn niður í 80 kr. og rukkar Jón og Gunnu um þá upphæð (og vexti af henni).  ÍLS tapar aðeins peningum á þessu ef, og að því marki sem, allir Jónar og Gunnur eru að meðaltali borgunarfólk fyrir minna en 60 kr. af þessum 80 krónum.

Framsóknartrixið veldur ÍLS (=skattborgurum) aðeins búsifjum ef meðaltalsinnheimtan verður innan við 60 kr. af þeirri ástæðu að Jón og Gunna eru rukkuð um 80 kr. en ekki 100 kr.  Þau tilvik sem skipta máli í því sambandi eru þau þar sem Jón og Gunna hefðu getað borgað 100 kall en sleppa við það af því þau eru aðeins rukkuð um 80 kall.  En á það ber að líta á móti að hagkerfið hressist við niðurskriftina og fleiri færast upp fyrir 60 krónu greiðslugetumarkið."

Svo bætir hann við góðri hugmynd um sanngjarna lausn til handa kröfuhöfum, um að bjóða upp skuldirnar að fasteignalánunum, sem er mjög áhugaverð.

Það er kominn tími til að ekki bara fjármagnseigendur njóti vafans, heldur einnig lántakendur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hver á borga brúsann ? Eiga þeir sem eru með 1-2 milljónir í laun á mánuði að fá þessa aðstoð líka?

Með kveðju

Finnur Bárðarson, 25.2.2009 kl. 12:27

2 identicon

Finnur; Lestu það sem stendur þarna og spurðu svo

Soffía (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 12:38

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég stend heilshugar með Framsókn í þessu þjóðþrifamáli:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2009 kl. 13:23

4 identicon

en niðurfelling annarra skulda en húsnæðis, þeir sem ekki hlupu til fót og tóku myntkörfuna og keyptu sér hús. Öll önnur lán hafa hækkað eins húslán, eins og vindurinn, á ekki að láta þetta ganga yfir öll lán eða á bara að rétta hönd réttlætis til húskaupenda!

Gunnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:03

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Frábært hjá ykkur. Nú bíð ég eftir að einhver annar bjóð 30% niðurfellingu lána og enn annar bjóði sólskin og blíðu megnið af kjörtímabilinu.

Áfram góðæri ekkert stopp X-B

Sigurður Þórðarson, 25.2.2009 kl. 15:27

6 identicon

Ef eitthvað virðist vera of gott til að vera satt þá er það eiginlega aldrei satt.  Ég sé ekki betur en þetta sé eitt af ómerkilegri brögðum framsóknarmanna til að ná sér í atkvæði sem sést hefur bæði fyrr og síðar.

Haraldur (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 16:10

7 Smámynd: Offari

Þetta eru þær fyrstu úrbætur sem flokkarnir bjóða. Framsókn hefur virkilega reynt að aðlaga sig við ástandið meðan hinir flokkarnir ætla að hjakka í sama farinu áfram. Sjálfur hefði ég haldið að 20% afskrift sé ekki næg en vona svo sannarlega að hún nægi til bjargar heimilum og fyrirtækjum.

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagslífið getur ekki dafnað nema létt sé af skuldaoki heimilina. Til hamingju framsókn þetta er sterkt skref sem ég vona að náist fram.

Offari, 25.2.2009 kl. 20:30

8 identicon

Mér lýst vel á þessa hugmynd hjá Framskóknar, eitthvað verður að gera til þess að reyna að bjarga og þetta myndi örugglega gera gæfumunin hjá mörgum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:50

9 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Hér er slóð á aðra góða umræðu um tillögur okkar. Það er mjög gott að fá umræðu og uppbyggilega gagnrýni. Þannig verða tillögurnar einungis betri.

http://loeve.blog.is/blog/loeve/entry/814026/

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.2.2009 kl. 12:19

10 identicon

Þó ég hafi aldrei á ævi minni kosið Framsókn hef ég komist að þeirri niðurstöðu lika eftir að hafa lesið hugleiðingar Vilhjálms að þetta sé það besta sem hafi komið fram þegar kemur að því að hjálpa heimilum í landinu.  Raunhæft og vel ígrundað og sett fram af mikilli þekkingu.  Sorglegt að heyra Jóhönnu félagsmálaráðherra segja að Íbúðalánasjóður fari lóðrétt á hausinn gangi þessar tillögur eftir.  Það bendir til þess að hún hafi ekki kynnt sér þetta af neinu viti eða sé með afspyrnu lélega rágjafa. 

Þóra (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:42

11 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er nú von að þessar tilögur fái hljómgrunn þar sem Bjarni Ben verðandi formaður Sjálfstæðismanna er farin að taka undir þær það skyldi aldrei vera að framsóknar menn bjarg málum með stuðningi Sjálfstæðismanna vegna sinnu leysi stjórnar Jóhönnu sem skaut þessar tilögur niður óskoðaðar.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 28.2.2009 kl. 14:46

12 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Í vikunni sendu Hagsmunasamtök heimilanna frá sér þessa yfirlýsingu: 

Hagsmunasamtök heimilanna telja tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, sem fela m.a. í sér almennar aðgerðir vegna skuldavanda þjóðarinnar, skref í rétta átt þó útfæra þurfi þær frekar.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt ríka áherslu á að gripið verði til almennra aðgerða þar sem jafnræði og jöfnun áhættu milli lánveitenda og lántakenda sé höfð að leiðarljósi.

Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru m.a.:

Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja stjórnvöld til að afgreiða frumvörp laga um frestun fullnustuaðgerða og greiðsluaðlögun sem allra fyrst.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

·         Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt

·         Spornað við frekari hruni efnahagskerfisins

·         Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins

·         Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af lánum

·         Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar

·         Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný

Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að tilkynna nú þegar um þær aðgerðir sem stjórnvöld muni grípa til, hvernig þær aðgerðir verða útfærðar og hvenær þær komi til framkvæmda.

26. febrúar 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is

Þórður Björn Sigurðsson, 28.2.2009 kl. 17:14

13 identicon

En er eitthvað að gerast ??  Nei.  jú reyndar .   Þórsmörk fékk 2900 milljónir frá Glitni, hver er tengdur þórsmörk? Þorsteinn Már Baldvinsson.  Hvar var hann áður .  Hjá Glitni.

 Til hamingju nýja ísland.

ps.  Ég skuldaði 17.5 milljónir fyrir rúmu ári.  Nú skulda ég 19.9.  Ég er hjá Glitni spurning um að fá þessa skuld niðurfellda að öllu leyti.  Því 19.9 milljónir er nú ekkert miðað við 2900 milljónir.  yrði bara 2919 og 900 þúsund

jonas (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:06

14 identicon

Hjálmar Gíslason frá Data Market var með áhugaverða kynningu í Silfrinu á sunnudaginn. Sem gagnrýndi hversu illa við höfum staðið okkur í að búa til tölfræðileg gögn úr upplýsingum. Íslendingar þrasa í stað þess að reikna út staðreyndir. Það er kannski vandamálið með tillögu ykkar. Fólk kann ekki að reikna en kann vel þá list að þrasa. Spurning um að fá Data Market til hjálpar. Án þess að ég eigi hagsmuni að gæta.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband