Hvar var Helgi Seljan??

Sjaldan eða aldrei hef ég séð jafn litlaust og lélegt viðtal og Kastljósviðtalið við Árna Mathiesen í kvöld.  Hann fékk bara að mala endalaust, lýsa frati á hæfni dómnefndarinnar, nefndi ekki á orð hæfasta umsækjandann (sjá hér starfsferilskrá viðkomandi), og notaði feril sinn í stjórnun fiskveiða sem dæmi um hvernig ráðherrar hafa ítrekað haft "vit" fyrir sérfræðingum.   

Við vitum hvaða afleiðingar það hefur haft fyrir fiskistofnana.

Ætli verði ekki eins með dómstólana?

Ég spyr bara: Hvar er Helgi Seljan þegar á þarf að halda...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Þó að Helgi Seljan hafi stundum farið rækilega fram úr sjálfum sér í viðtölum, þá er ég sammála að hann hefði tæklað þetta mun betur en Brynja. Hún er ábyggilega hin vænsta stúlka, en því miður virðist hún ekki kunna þá tækni að ná því fram sem nauðsynlegt er að ná fram í viðtölum sem þessum.

Hugarfluga, 15.1.2008 kl. 22:29

2 identicon

Árni hefði aldrei samþykkt þetta viðtal ef Helgi Seljan hefði verið spyrill!

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Eða fór viðtalið ekki eins og þú vildir það? Er það ekki frekar ástæðan?

Magnús V. Skúlason, 15.1.2008 kl. 22:50

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Dæmi:

Ákveðið er að senda leiðangur yfir Grænlandsjökul. Auglýst eftir leiðangursstjóra.

Fimm sækja um starfið. Hópur þrautreyndra leiðsögumanna á Norðurpólinn eru beðnir álits. Umhverfisráðherra skipar í starfið. 'Alitsgjafarnir meta þrjá úr hópnum afar vel hæfa í starfið vegna reynslu sinnar og færni. Hinir tveir eru taldir geta innt þetta af hendi enda báir búnir að læra að ganga á skíðum.

Umhverfisráðherra biðst undan að skipa foringjann en framselur valdið til konu sem afgreiðir í fiskbúð og er uppalin í snjólausu landi. Afgreiðslukonan skipar annan af þeim sem mættu afgangi við álitsgerðina en voru taldir líklegir til að komast slysalaust yfir jökulinn. Álitsgjafarnir urðu forviða og gerðu alvarlegar athugasemdir. Sama gerði stór hópur reyndra og virtra leiðsögumanna.

Afgreiðslukonan sagðist hafa tekið rétta ákvörðun og átaldi álitsgjafana fyrir hroka og þekkingarleysi á jöklaferðum.  

Árni Gunnarsson, 15.1.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn ætlar ekki að láta starfið frá sér. Eina sem hann gerði var að sækja um starf og fékk það. 
Annars myndi ég Eygló fara með öðrum framsóknarmönnum í vinnu á innri málum flokksins því ef marka má orð Sigmars B. Haukssonar í Fréttablaðinu þá eruð þið í verulegum vandamálum ef Guðni er á sömu skoðun og Bjarni Harðar. 

Óðinn Þórisson, 16.1.2008 kl. 09:10

6 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sammála þér að spyrilinn var ekki í lagi - og ráðherann ekki heldur.    Getur ekki verið að Helga Seljan sé haldið frá valdamönnum eftir "Jónínumálið" - þannig er nú valdhlýðnin stundum innan þeirra stofnan ríkisins sem stjórnað er pólitískt.  Málfrelsið er ekki kannski alveg að virka . . .. og öflugir fréttamenn eru ekki vinsælir meðal valdbeitingarsinna úr röðum stjórnmálamanna

Benedikt Sigurðarson, 16.1.2008 kl. 09:15

7 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Kannske fékk Árni að velja sér spyril, maður gæti trúað honum til þess að hafa sett skilyrðin fyrir viðtalinu, eftir að hafa upplifað hans hrokafullu og lágkúrulegu svör varðandi þessa embættisveitingu!

Kristján H Theódórsson, 16.1.2008 kl. 13:51

8 identicon

Áður en þið haldið áfram með samsæriskenningar um RÚV og Helga Seljan, tel ég ekki fráleitt að ætla að nýbakaður faðirinn sé í fæðingarorlofi.  Helgi þ.e.a.s.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband