Jólabakstur og fjölgun...

Ég hef legið yfir jólauppskriftum frá þingmönnum okkar og öðrum forystumönnum flokksins síðustu daga, enda er verið að leggja lokahönd á jólauppskriftabók Framsóknarmaddömunnar.   Maður er bara kominn í þokkalegt jólaskap enda ekki annað hægt þegar verið er að renna yfir jólaísinn og algjöra nammi forrétti og allar smákökurnar sem ég hreinlega verð að baka í ár.

Helst í fréttum í gær var fjölgun í Framsóknarflokknum. Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum eru alfarið búnir að segja skilið við allt sem tengist einkaframtaki og kapítalisma og búnir að taka upp góða samvinnuhugsun a la Framsókn.  Þeir ætla í samstarfi við Vinnslustöðina að taka þátt í forvali um rekstur Bakkaferjunnar

Enda alveg ljóst að það er ekki hægt að treysta hverjum sem er fyrir rekstri almenningsþjónustu af þessu tagi...  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Vonandi er engin uppskrift að vandræðum í bókinni?  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband