Kvenleg áhrif í dyravörslu...

Ég rakst á frétt í Blaðinu í dag um að Reykjanesbær segist ætla að draga úr ofbeldi og fíkniefnanotkun á veitingastöðum í bænum með því að hvetja til að konur verði ráðnar í dyravörslu o.fl. Ha?? Mér fannst nú frekar ólíklegt að karlkynsdyraverðir ættu upptökin að ofbeldinu sem á sér stað á veitingastöðum, og neyslu fíkniefnanna, hvað þá í Reykjanesbæ þar sem kurteist og friðelskandi fólk býr.  Áframhaldandi lestur leiddi líka í ljós að ofbeldi og fíkniefnaneysla væri ekkert meiri hjá dyravörðum, eða á veitinga- og skemmtistöðum í Reykjanesbæ en annars staðar á landinu.  

Samt þykir meirihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ ástæða til þess að taka sérstaklega á þessu og með nýstárlegum aðferðum.  Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kannanir hafi leitt í ljós að tiltölulega minna er um ofbeldi þegar konur eru við dyravörslu en þegar karlmenn sinna slíku starfi.  

Þar sem konur hafa verið í miklum minnihluta í þessari starfsstétt er þetta allavega skref í jafnréttisátt og svo skaðar ekki ef færri guttar skila sér heim til sinna kvenna með glóðurauga og brotin rifbein. 

Við konurnar getum greinilega haft jákvæð áhrif á hinum óvæntustu stöðum Smile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já. Konur eru góðir dyraverðir. Var samt á spá hvort starfsheitið eigi þá að vera; Dyraverja?

Sveinn Hjörtur , 10.2.2007 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband