Anna Nicole á alvarlegu nótunum

Anna Nicole Smith er dáin.  Hægt er að lesa um þetta á öllum vefmiðlunum í dag og ég sá þetta fyrst hér á moggablogginu í gærkvöldi. 

Þetta er kona sem var þekkt fyrir að vera fræg og ég skal viðurkenna að ég hef fylgst með henni frá því ég bjó í Svíþjóð fyrir 14 árum síðan.  Þar komst maður ekki hjá því að taka eftir henni á risastórum auglýsingaskiltum Hennes&Mauritz ; íklædda rauðum nærfötum, sokkaböndum og litlu öðru.  Mjög flott auglýsingaherferð og ég held að nærfötin og náttfötin sem hún auglýsti hafi selst upp það árið.

Síðustu árin hafa verið mjög erfið.  Hún hefur átt í málaferlum við fjölskyldu fyrrum eiginmanns síns, verið gagnrýnd mjög harkalega fyrir þyngd sína og einkalíf, og ekki síst reyndist þungbært andlát sonar hennar aðeins tveimur dögum eftir að hún fæddi dóttur sína.

Anna Nicole er hluti af poppmenningunni, þessari yfirgengilegu fjölmiðlamenningu sem við búum við, - menningu sem hefur gert hana, Pamelu Anderson og Paris Hilton að stórstjörnum. 

Hún er líka hluti af þeim veruleika sem konur fást við á hverju degi.  Þeim veruleika sem segir að ekki er hægt að taka alvarlega konu sem er of kynþokkafull og sexí.  Eða konu sem ræður ekki við þyngd sína, eða einkalífið.  Við getum talað um þannig konur, hlegið eða gert lítið úr þeim.

En konur sem vilja láta taka sig alvarlega skulu passa sig að klæða sig í passlega síð pils, helst ekki vera með of ljóst hár og alls ekki tala um að þær lesi e-hv annað en viðskiptasíðurnar og fagurbókmenntir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband