Ráðherra og háskólarnir

Fátt er meira bloggað  um núna en umboðsmanninn, ráðherrann, pólitík og siðferði. Það er mjög freistandi að steypa sér inn í þá umræðu og bæta við það sem ég hef þegar skrifað í fyrri pistli mínum.

En í dag vil ég frekar hrósa en gagnrýna. Hrósið í dag fær Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra. Hún tók ákvörðun um að setja 1 milljón króna í að rannsaka þátt háskólanna í hruninu. Ég hef oft velt fyrir mér hvers vegna svona lítil gagnrýni kom frá háskólunum á íslenskt efnahags- og viðskiptalíf fyrir hrun. Samhliða hef ég einnig talið að við yrðum að skoða hvernig staðið er að ráðningum inn í háskólana og því umbunarkerfi sem þar er til staðar.  

Styrknum er ætlað að styrkja rannsóknir á þátt háskólakerfisins í hruninu og vonandi vekja fræðimenn og stjórnendur háskóla til umhugsunar um siðferðilega ábyrgð þeirra og skyldur við samfélagið. 

Við verðum að tryggja að við veljum hæfasta fólkið inn í háskólana (ekki á grundvelli stjórnmálaskoðana) og um leið búa til þannig starfsumhverfi að það getið tjáð sig á grundvelli sinnar fagþekkingar. 

Oft erum við stjórnmálamennirnir viðkvæmir fyrir gagnrýni sem kemur frá fræðimönnum, en ég tel mjög mikilvægt að þeir taki virkan þátt í opinberri umræðu. Vonandi mun þessi rannsókn sem Páll Skúlason á að leiða skila tillögum um hvernig við getum bætt háskólaumhverfið og gert háskólana að alvöru gagnrýnendum á íslenskt samfélag.

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að Katrín sé að standa sig vel í erfiðu ráðuneyti á niðurskurðartímum. Hún hlustar og tekur vel við gagnrýni. Stundum má segja að það eina sem ég get gagnrýnt hana fyrir er að vera ekki ákveðnari, sem nú heilmikið sagt verandi stjórnarandstæðingur í menntamálanefnd ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 4.8.2010 kl. 20:04

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvers vegna eru stjórnmálamenn viðkvæmir fyrir skoðunum svokallaðra fræðimanna, Eygló, sem þú að vísu kallar gagnrýni? Hvers vegna hefur fræðasamfélagið ekki sjálft frumkvæði að því að grennslast fyrir um það hvað það var að láta fara frá sér í "fræðunum" í upphafi aldarinnar. Ég hygg að af mörgu sé að taka og fjöldinn allur af "2007" fræðigreinum hefur séð dagsins ljós, þegar grannt er skoðað og ýmsar stofnanir Háskólans verið ólatar við að afla sér fjár frá hagsmunaaðilum utan skólans í því skyni að búa í haginn fyrir "nýtt Ísland". Í þessu samhengi liggur t.d. beint við að benda á grein verðlaunaprófessors Evrópusambandsins við Háskóla Íslands, Baldurs Þórhallssonar "Hefur Ísland valið sér nýja stærð í alþjóðakerfinu?". Er einhver sem trúir því að Ísland hafi valið sér nýja stærð eða yfirleitt stækkað í samfélagi þjóðanna? Sannleikurinn er trúlega sá að háskólasamfélagið tileinkaði sér sama fáránlega sjálfstraustið og útrásarvíkingarnir svokölluðu, en hefur ekki enn fengið bágt fyrir. Í öllu falli er ánægjulegt að menn skuli nú fá einhverja aura úr lófa menntamálaráðherrans til þess að rannsaka sjálfa sig!!

Gústaf Níelsson, 4.8.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband