Kærar þakkir

Þá er kjördagur runninn upp og kosningabaráttunni lokið.  Á þessari stundu er mér efst í huga innilegt þakklæti til þeirra fjölmörgu sem komið hafa að baráttunni á einhvern hátt allt frá því að hvetja mig til dáða, til þess að setjast við símann, jafnvel óumbeðið og hvetja fólk um allt kjördæmið til þess að styðja mig.  Þessar miklu undirtektir og hvatning hafa verið mér ómetanlegur styrkur.  Hvernig sem úrslitin verða á ég þessu fólki mikið að þakka.

Að lokum vil ég hvetja alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í prófkjöri okkar Framsóknarmanna í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst það ekki rétt að fá staðgengil fyrir Hjálmar. Auðvitað er það rétt að láta þann næsta fyrir neðan færast upp sem að þýðir að þú Eygló takir þriðja sætið.

ekki gefa það eftir!!

gangi þér vel 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband