Lesist!

Ég vil hvetja alla til að lesa nýjasta pistilinn hans Marinó Njálssonar!  Þar kemur fram að árið 2001 hafi forveri Samtaka fjármálafyrirtækja skilað inn umsögn um lagafrumvarp um vexti og verðtryggingu. 

Í umsögninni er bent á að samkvæmt frumvarpinu yrði ólöglegt að gengistryggja lán.

Svo bendir umsögnin einnig á að eina leiðin til að lána erlent lán yrði: "Hins vegar er ekkert sem bannar að lána beint í erlendu myntinni.  Slík lög leiða eðlilega til þess að menn velja síðari leiðina, ef þeir sjá sér hag í því, enda skiptir lántakandinn erlendu myntinni í íslenskar krónur við móttöku lánsfjár."

Vissu bankarnir frá árinu 2001 að gengistrygging lána væri ekki lögleg? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Nær allur arður af þeim miklu auðlindum sem Íslendingar búa yfir, mun næstu áratugina, renna til þeirra sem skipulögðu og frömdu eitt magnaðasta rán allra tíma. Að ræna ríka þjóð auðlindum sínum var þó ekki hægt, nema stjórnvöld hennar löguðu regluverkið að þörfum ræningjana.

Íslensk stjórnvöld löguðu ekki bara lög og reglugerðir að þörfum þjófana, heldur beinlínis vernduðu þá.

Ef til vill munt þú að lokum Eygló mín kær, átta þig á því að þú ert ekki í stjórnmálaflokki heldur glæpafélagi. Í áratugi! hef ég haldið því fram að starfsemi flokkana snerist um það eitt að ná sem mestu af verðmætum til síns fólks. Að vera virkur flokkslimur, er eins og að vera í gengi, þú nýtur vermdar.

Margir metrar færu í að útlista hvenær og hversvegna ég komst að þessari niðurstöðu, en þetta nægir í bili.

Dingli, 12.3.2010 kl. 10:00

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir að vekja athygli á þessu, Eygló.  Annars var hún Þórdís Sigurþórsdóttir á undan mér að blogga um þetta og ég held að ábendingin um umsögnina sé komin frá Birni Þorra, en ég er ekki viss.

Þetta sýnir bara þennan einbeitta brotavilja manna.

Marinó G. Njálsson, 13.3.2010 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband