Niðurskurður frekar en skattahækkanir

Fréttablaðið fjallar um mjög áhugaverða samanburðarrannsókn sem hagfræðingarnir Alesina og Ardagna gerðu á viðbrögðum 21 landa við miklum og snörpum hallarekstri. Rannsóknin nær yfir 37 ára tímabil, frá 1970 til 2007.

Þar segir: "Heppilegra er að skera niður útgjöld hins opinbera til að efla hagvöxt til langframa og bæta skuldastöðu ríkisins en hækka skatta. Þá eru skattaívilnanir líklegri til að koma hagkerfinu á réttan kjöl og draga úr hallarekstri hins opinbera en aðrar aðgerðir sem eiga að hvetja til einkaneyslu."

Í umfjöllunin er bent á að niðurstöður þessara rannsókna eru þvert á skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum næstu fjögur ár. "Í skýrslu ráðherra segir meðal annars að fræðilegar kenningar og athuganir með þjóðhagslíkani bendi til að lækkun útgjalda hafi neikvæðari áhrif á framleiðslustig og dragi úr hagvexti en hækkun skatta, að minnsta kosti til skemmri tíma litið."

Illugi Gunnarsson fjallaði um þessa rannsókn á vefsíðunni í framhaldi af grein sem hagfræðingurinn Mankiew skrifaði um þessar sömu rannsóknir í New York Times. 

Þetta er mikið áhyggjuefni. 

Ef niðurstöður hagfræðinganna reynast gilda fyrir Ísland líka, þá eru væntanlega nær allar þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin er að taka til að rétta við efnahagslífið rangar. 

Byggja einfaldlega á röngum forsendum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er eimmitt málið, ríkisstjórnin er að fara með íslendinga aftur í fornöld.

Það á að gera allt til þess að fólk hætti ekki að versla, en það er eimmitt það sem er að gerast, fólkið í landinu heldur að sér höndum.

Beggi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Skattahækkanir kæla hagkerfið og gera þveröfugt á við það sem við þurfum núna.

Mér finnst að það mætti hlusta meira á Lilju Móses,  Sigmund Davíð, Tryggva Þór og Þór Saari.  Þau eru jú hagfræðingar (ekki flugfreyjur eða jarðfræðingar) og ættu að hafa betri mynd á því sem þarf að gera núna.  

Ég stórefast um að þau séu sátt við núverandi tillögur. 

Jón Á Grétarsson, 19.12.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

En skattahækkanir eru klassísk vinstristjórnarúrræði, ekki fundinn upp af þeirri stjórn sem nú situr. Það er alltaf auðvelt að telja fólki trú um að einhverjir borgi ekki sanngjarnan skerf til samneyslunnar. Eru vinstristjórnir ekki til marks um veikleika lýðræðisins?

Gústaf Níelsson, 21.12.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband