Að baka tóm vandræði

Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum. Þau nýjustu eru "kvenfyrirlitning" og "drengjaremba", sem óspart er atað á Framsóknarmenn. Ástæðan er gagnrýni okkar á vinnubrögð og þekkingarskort Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og margra stjórnarliða í Icesave-málinu.

Í stað þess að beita þekkingu og rökum eru vopnin helst hroki, yfirlæti og smjörklípur. Þar sem ég vil forðast að falla niður á sama plan og flestir stuðningsmenn Icesave vil ég benda á nokkur dæmi máli okkar til stuðnings.

Í fyrsta lagi hefur þingflokksformaður VG staðfest að ríkisstjórnin hafi nánast öll verið tilbúin til að samþykkja Icesave-samningana án þess að hafa lesið þá. Lestur samninganna er forsenda skilnings á þeim, nema stjórnarliðar séu farnir að nýta vinnuaðferðir miðla eða einhliða túlkun íslenskra embættismanna á flóknum alþjóðlegum samningum.

Í öðru lagi spurði ég forsætisráðherra um fullyrðingar hennar, fjármálaráðherra og fleiri um að hægt væri að hefja greiðslur úr þrotabúi Landsbankans inn á Icesave-lánið, um leið og búið væri að samþykkja samningana. Benti ég á að slitastjórn gamla Landsbankans hefði ekki í hyggju að greiða neitt úr þrotabúinu fyrr en komin væri niðurstaða í lagaleg ágreiningsmál. Sú niðurstaða mun liggja fyrir eftir 1-2 ár. Forsætisráðherra kom af fjöllum og sýndi þannig skýrt skilningsleysi sitt á málinu öllu.

Í þriðja lagi virðast þingmenn Samfylkingarinnar missa málið á Alþingi þegar reynt er að fá þá til að útskýra hvernig þjóðin á að standa undir erlendum skuldum þjóðarbúsins og hvaðan á að fá gjaldeyrinn. Viðskiptajöfnuður er óáhugaverður að þeirra mati og fullyrti einn þingmaður Samfylkingarinnar að hún hefði lítinn áhuga á að ræða krónur í þessu sambandi.

Ríkisstjórnin, undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur fátt annað gert frá því að hún tók við völdum en baka þjóðinni vandræði með vanþekkingu sinni og úreltum vinnubrögðum.

Því verður að breyta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Eygló Þóra

Já það er mikið til í þessu hjá þér en útspil Seðlabankatoppanna í gær sló þjóðina niður í forað með því að lýsa yfir að næstu áratugi yrðum við fátæktarland með lágt gengi krónunnar og ekki er það þetta sem fólk vill heyra svo mikið er víst.

Ég bara treysti þér til að halda áfram með staðreyndir og reka ofan í liðið rétt á meðan þau staldra við sem verður stutt úr þessu enda hefur þjóðinni verið sagt ósatt með orðum Seðlabankastjóranna.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Því miður virðist það vera svo að allt það sem þau Jóhanna og Steingrímur hafa gagnrýnt fyrrum ríkisstjórnir fyrir, þegar þau voru í stjórnarandstöðu, hafa þau sjálf gert og þau hafa gengið mörgum skrefum lengra í vitleysunni en fyrri ríkisstjórnir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.12.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. einfaldlega málið, að það skársta sem við getum gert, er að óska eftir nauðasamningum, við kröfuhafa Íslands.

Eini valkosturinn, við það er gjaldþrot.

---------------------

Leið ríkisstjórnarinnar, er inn í ESB og síðan gjaldþrot, og vonast eftir að komast síðan á sveit, styrkjakerfis þess.

Skárri leið, er gjaldþrot strax.

En, betra en það, er að nota þann tíma sem eftir er, þ.e. áður en það fé er tekið hefur verið að láni, verður upp urið, til að semja við kröfuhafa Íslands, um eftirgjöf skulda.

-----------------------

Það allra versta, væri að ef eins og allt eins líklegt er, þetta fjármagn þurrkast upp áður en leið ríkisstjórnarinnar nær á endamark, þ.e. ESB aðild. Þá, hrynur Ísland í gjaldþrot, líklega óundirbúið undir það ástand.

Mín persónulega skoðun reyndar, er að við eigum að salta aðildarsamninga, í sparnaðarskyni, - og eins og ég sagði, nota þann tíma sem eftir er, til að leita nauðasamninga við kröfuhafa Íslands.

---------------------------

Ef nauðasamningar takast ekki, þá yfirlísing um "default", þ.e. greiðsluverkfall við útlönd.

Að sjálfsögðu, á meðan leitanir um nauðasamninga standa yfir, ber að undibúa þ.s. þarf að vera til staðar, svo Ísland geti komist af þrátt fyrir gjaldþrot; en slíkur undirbúningur getur ekki annað en styrkt saminga-aðstöðu gagnvart kröfuhöfum, þ.s. hann myndi sýna alvöru málsins svart á hvítu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.12.2009 kl. 20:20

4 identicon

Finnst alveg magnað hvað þið getið þvælt þessu Icesave máli, sem er bara spurning um að mismuna ekki bankakúnnum vegna þjóðernis. Ættuð kannski að ræða aðeins meira aðra hluti, sem falla á þjóðina, eins og Ástarbréf Seðlabankans og kúlulán ýmissa ...... Icesave er langt frá því að vera stærsta skulbindingin, sem þjóðin þarf að taka á sog...!

Snæbjörn Bj. Birnir (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:55

5 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Spunameistarar Samfylkingarinnar finna sífellt ný orð til að slengja fram úr fjóshaugnum sínum.

Þetta segir þú Eygló í bloggi þínu að ofan.

Þú heldur líklega Eygló að þú verðir stærri og merkilegri með svona orðbragði, þú um það. Ég hef átt marga góða vini í Framsóknarflokknum og finnst verulega dapurlegt að fylgjast með framgöngu þeirra Sigmundar Davíðs og Höskuldar sem sífellt ala á ótta með þjóðinni, hafa ekkert fyrir því að fara með rangt mál,  fara jafnvel í skrípaferðir til annarra landa (Noregsferðin fræga) til að reyna að sýnast meiri menn en þeir eru. Þú og Vigdís Hauksdóttir hafa fylgt þeim vel eftir í óttaáróðri, ég hafði nokkra trú á ykkur þessu unga fólki sem kom á þing fyrir Framsóknarflokkinn en mikið skelfingar ósköp er framganga ykkar dapurleg og vesöl, því miður. Núverandi Ríkisstjórn er að hreinsa upp þann "fjórhaug" af spillingu og mistökum sem þínir flokksmenn sköpuðu og fóru þar fremstir í flokki Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, auðvitað í órofa samstöðu með Sjálfstæðisflokknum, þar má ekki gleyma þeim sem lengst var forsætisráðherra Davíð Oddsson og fjármálaráðherra Árni Matt. Icesave er skilgetið afkvæmi af einkavæðingu bankanna þar sem klíkur þessara tveggja flokka fengu bankana nánast gefins. Allt eftirlit brást og ábyrgð Íslensku þjóðarinnar á Isesave er því miður hafin yfir allan vafa. En þú og þínir nánustu samverkamenn spilið algjörlega án nokkurrar ábyrgðar. Icesave var ekki búið til að núverandi stjórnarflokkum, þetta skrímsli var og er fyrst og fremst á ábyrgð Framsóknarflokksins.

Þú ert auðvitað hreykin af því sem Ríkisendurskoðun er að upplýsa og nánast ákæra fyrir hvernig Davíð Oddsson hagaði sér í Seðlabankanum. Það er dapurlegast að þið virðist oft á tíðum komst upp með að rangtúlka og blekkja um hverjir séu raunverulegu ábyrgir fyrir Isesave, óráðsíunni í Seðlabankanum og Fjármáleftirlitinu. Þú og þið fjórmenningarnir í Framsóknarflokknum skeytið hvorki um skömm né heiður heldur tyggið endalaust ykkar skelfingaáróður og blekkingar. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 00:59

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snæbjörn - LOL - " Icesave er langt frá því að vera stærsta skulbindingin, sem þjóðin þarf að taka á sog" - sem akkúrat, gerir það gríðarlega ábyrgðalaust, að ætla að samþykkja þann gerning.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2009 kl. 01:40

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála þér Eygló, þú stendur þig vel.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.12.2009 kl. 02:34

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eygló. Þegar þú ert þarna að ásaka aðra um vanþekkingu ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. Það má sjá í þessari frétt.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/16/segir_breta_hafa_hotad/?ref=morenews

Þarna heldur þú því fram að það hafi komið skýrt fram í úrskurði ESA að íslensk stjórnvöld hafi ekki mismunað fólki á grundvelli þjóðernis. Þessi fullyrðing þín er þvílík þvæla að það hálfa væri nóg. Nýlegur úrskurður ESA, sem féll íslenskum stjórnvöldum í vil snerist um það hvort íslenskum stjórnvöldum hefði verið heimilt að ákveða með neyðarlögum að setja innistæður í forgang fram fyrir aðrar kröfur við greiðslur úr þrotabúum bankanna.

Úrskurðurinn snerist ekki um það hvort heimilt hefði verið að mismuna innistæðueigendum á grunvelli þjóðernis eins og þú heldur þarna fram og það var einmitt skýrt tekið fram í yfirlýsingu ESA þegar þessi úrskurður var birtur að ekki væri verið að úrskurða um það ágreiningsefni.

Þetta er eins og annað, sem hefur komið frá ykkur Framsóknarmönnum upp á síðkastið. Það er bullað út í eitt og staðhæft akkúrat öfugt við staðreyndir mála.

Sigurður M Grétarsson, 16.12.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband