Ekki bara Icesave

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir skrifar áhugaverðan pistil á vef sínum, þar sem hún leggur til að Icesave verði tekið út úr þinginu, málinu frestað og farið verði heildstætt yfir stöðu Íslands.

Þetta er mjög áhugaverð tillaga. Ég tel að það sé fyllilega hægt að samræma þetta tillögu stjórnarandstöðunnar um að fresta málinu, leita ásjónar alþjóðlegrar stofnunar og fela ríkisstjórninni að skoða málin heildstætt.

Við verðum að vera tilbúin að hugsa málin upp á nýtt, koma okkur upp úr hjólförunum og leita nýrra leiða. 

Hugsa út fyrir kassann.

Ég hef verið slegin yfir þeim upplýsingum sem komið hafa fram í dag og í gær.  Skuldastaðan virðist versna sífellt, við vitum ekki hvernig við eigum að geta staðið við þær greiðslur sem eru framundan á næstu árum, hvað þá eftir 7 ár þegar kemur að því að greiða Icesave.

AGS klórar sér í kollinum yfir ótrúlegum fjármálavafningum íslenskra útrásarvíkinga, þannig að það er ekki skrítið að við hin erum orðin nánast dofin og reiknar og reiknar til að láta þetta nú allt stemma í módelið, alveg sama hversu slæmar fréttirnar eru.

Það verður að gera nágrönnum okkar grein fyrir stöðunni, að þetta snýst ekki um að við viljum ekki borga eða teljum okkur eiga að fá allt fyrir ekkert.  Þetta snýst um að við vitum raunverulega hvernig staðan er og að við reynum að leysa vanda okkar heildstætt.  Ekki bara bút hér og bút þar.

En ég er mjög hrædd um að við séum einfaldlega ekki fær um það, of stór orð hafi verið látin falla og menn geti ekki bakkað þar sem undir er (að þeirra mati) pólitísk framtíð þeirra.

Og gleyma að það sem er raunverulega að veði er framtíð barnanna okkar, framtíð Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hefur þú íhugað að segja af þér þingmennsku þar sem þú viðurkennir vanhæfi þitt með þessari færslu?  Við margir almennir borgarar þessa lands erum hneiksluð á málþófinu og málfundaæfingunum sem þið hafið staðið fyrir á Alþingi síðust daga.  Og framganga þingflokksformanns ykkar er öllum þingflokknum til minnkunar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.12.2009 kl. 19:29

2 identicon

Kærar þakkir fyrir málefnalega andstöðu.

Þið standið pliktina fyrir þjóðina.

Kv. Helga.

Helga (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 19:52

3 identicon

Jóhannes, þú vilt kannski útskýra nánar í hverju þetta meinta vanhæfi liggur og hvernig það kemur fram í pistli Eyglóar?

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 19:56

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir að standa vaktina fyrir okkur, Eygló.

Páll Vilhjálmsson, 4.12.2009 kl. 20:15

5 Smámynd: Davíð Pálsson

Þú stendur þig vel Eygló. Framtíðin mun meta þá sem reyna að berjast gegn þessum Icesave voða. Á sama hátt mun djúp skömm fylgja þeim sem samþykkja þetta mál. Í rauninni eru þið að reyna að bjarga þeim frá þeirri skömm.

Hvernig hefði verið ef Sigurjón Landsbankastjóri hefði farið ásamt aðstoðarfólki sínu um Bretland og Holland og framið þar mikil fjöldamorð? Væri þá á einhvern hátt réttlætanlegt að framtíðarkynslóðum Íslendinga yrði refsað fyrir það, þar sem Sigurjón hefði verið með íslenskt vegabréf. Samfylkingin myndi segja þetta alls ekki sambærilegt. OK, en hvað réttlætir þá refsingu framtíðarkynslóða?

Hvernig halda stuðningsmenn þessa Icesave máls að þjóðaratkvæðagreiðsla myndi fara um þetta mál? Og hvernig rökstyðja þeir þá niðurstöðu sem þeir gefa sér?

Davíð Pálsson, 4.12.2009 kl. 20:28

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir það,að sé rétt að bíða með ICESAVE-saminginn.Þið samþykkt lög í sumar,þau eiga standa.Hvort sem að Englendingum eða Hollendingar líkar það betur eða ver.Þá skulu þeir bara reyna aðrar leiðir.

Það er verið að setja ný skattalög.Getur það verið að,ef þjóðin vilji ekki samþykkja þau lög,þá eru alþingismenn nauðbeygðir að taka lögin upp aftur,og breyta þeim eftir ósk okkar.Ég held að það komi ekki til.Því eiga þá lögin frá í sumar að standa,ef á ekki að mismuna íslenskri þjóð og einhverjum erlendum ríkisstjórnum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 4.12.2009 kl. 20:33

7 identicon

Þú og aðrir í stjórnarandstöðunni standa sig vel þessa dagana.  Þið verðið að sjá til þess að ALDREI verði samþykkt þessi tillaga um ríkisábyrgð.  Það vinnur allt með ykkur, nýjar upplýsingar um skuldastöðu þjóðarinnar, vesældómur AGS fulltrúa á fundarhöldum í dag og yfir 25000 búnir að skrifa undir tillögu In Defence um þjóðaratkvæði.  Eftir því sem fjölgar þar á lista þeim mun meiri líkur verða til þess að þessa fjárans ríkisstjórn hundskist burt.

ÞJ (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 20:48

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Þakka þér fyrir að standa vörð fyrir Íslenska alþýðu, haltu þínu striki áfram með sama sóma og áður og gangi þér vel.   nú kl.: 22:20  eru komnir 25.745 á listan.

Kv. Sigurjon Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.12.2009 kl. 22:21

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Icesave verður að stöðva.

Tilgangurinn helgar meðalið 100%.

Hver sá þingmaður, er tekur þátt í að stöðva framgöngu þess, vinnur sér inn kredit hjá þjóðinni, og hjá þeim sem koma til að skrifa sögu þessa máls; alveg burtséð frá því, hvaða syndir viðkomandi, kanna að hafa drígt í fortíðinni.

Þær eru ekki endilega fyrirgefnar sjálfkrafa, en eitthvað sannarlega er hægt að fyrirgefa þeim sem standa vagtina, í þessu máli.

Takk fyrir mig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.12.2009 kl. 02:43

10 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Takk fyrir að standa vaktina

Birgir Viðar Halldórsson, 5.12.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband