Ummæli vikunnar

Í umræðum um Icesave-skuldbindingarnar á Alþingi í gær sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði fyrr um daginn neitað því að svara fyrirspurn frá sér þar sem hún sá hann ekki í þingsalnum. Kvartaði hann og aðrir þingmenn flokksins yfir því hversu fáir stjórnarþingmenn væru í þingsalnum nú þegar önnur umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave stæði yfir.

„Það er þannig með ungabörn, að þegar eitthvað hverfur sjónum þeirra þá telja þau að það sé ekki lengur til. Þetta virðist hafa hent forsætisráðherra fyrr í dag og þess vegna er það mikið áhyggjuefni að forsætisráðherra skuli ekki vera hér í kvöld. Hann gerir þá væntanlega ráð fyrir því að þingið sé ekki til," sagði Sigmundur Davíð.

Svör Árna Þórs Sigurðssonar, varaforseta Alþingis voru þessi: „Forseti er fullviss um að forsætisráðherra hæstvirtur er ennþá til og það verða gerðar ráðstafanir til að kanna hvort hún geti komið í þinghúsið".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæl Eygló.

Sérdeilis glæsileg færsla. Að sjálfsögðu skiptir meginmáli hverjir eru staddir í þingsalnum og hvenær (og hverjir ekki og hvenær ekki).

Ég er hjartanlega sammála: Í þessu samhengi er umræðuefnið aukaatriði.

En samkvæmt þessu hefur Árni Þór Sigurðsson gert sig sekan um svakalega málvillu. Sérðu hvar?

Jón Daníelsson, 20.11.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Mikið rosalega væri nú gott ef þingmenn væru einungis sekir um málvillur.

Þorvaldur Guðmundsson, 21.11.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Ertu að meina að forsætisráðherfa sé ekki lengur til....)))), þar sem hún sást ekki..???

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 21.11.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband