Fjölgun gistinótta nema á Suðurlandi

Ég hef rekist ítrekað á fréttir af gistinóttum á hótelum frá Hagstofunni þar sem segir að þeim hafi fjölgað í öllum landshlutum nema á Suðurlandi.  T.d. hafi þeim fækkað um 20% í nóvember. Ánægjulegu fréttirnar eru að gistinóttum á Suðurnesjum er að fjölga.

Þegar litið er yfir allt árið, hefur gistinóttum fjölgað á Suðurlandi en bara um 4% á meðan þeim er að fjölga  frá 11-17% í öðrum landshlutum.

En hver skyldi vera skýringin á þessu?  Hefur fólk minni áhuga á að heimsækja Suðurlandið en önnur landsvæði?  Er búið að fullnýta helstu ferðamannasvæðin eða er orðið meira um að fólk sé að gista í eigin húsnæði á Suðurlandi? 

Allavega virðist hljóðið í ferðaþjónustufólki í Suðurkjördæmi vera gott.  Ferðamannatímabilið hefur lengst, og menn óska þess einna helst að fólk fari lengra og stoppi lengur í kjördæminu.  Ég er sannfærð um að svo verði í framtíðinni.  Þar kemur tvennt til, annars vegar Vatnajökulsþjóðgarður og hins vegar Suðurstrandarvegur. 


mbl.is Gistinóttum í nóvember fjölgaði um 23%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband