Til skammar!

Framkoma mótmælenda gagnvart Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, er einfaldlega til skammar.  Hún er embættismaður, situr sem ráðherra utanþings og fylgir eftir stefnu ríkisstjórnarinnar og hefur lagt sig fram um að vinna þau störf af mikilli vandvirkni. 

Ef mótmælendur eru ósáttir við hennar störf og ákvarðanir sem byggjast á lögum og reglum þá ættu þeir að koma því á framfæri við kjörna fulltrúa og þá sem bera ábyrgð á verkum hennar í ríkisstjórn.

 

 


mbl.is Gerðu hróp að ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er til háborinnar skammar að halda að fólk eigi bara halda þegjanda hljóði þegar því finnst vegið að réttlæti sínu og annarra.

Að mega ekki hrópa eða kalla í átt að ráðherrum, sama á hvaða embættisvegum þeir eru, er farið að minna á fasistaríki.

Spekingur (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kurteisi kostar ekkert..Skömm að þessari framkomu í garð ráðherrans.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Skríll Lýðsson

Já...aaauuumingja ráðherrann ( má skrifa með tveim ennum,ef ráðherra er kona?)

Skríll Lýðsson, 16.10.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Algjörlega til skammar. Það sýnir það best að mótmælendur, sem bera fyrir sig mannréttindum, hurfu víst úr salnum um leið og Ragna og misstu þar með af mörgum fyrirlestrum um mannréttindamál! Hvað á að gera við svona fólk!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.10.2009 kl. 17:45

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er til skammar hvernig ráðherran hagaði sér í þessu máli gagnvart varnarlausu fólki hvað sem lögum og reglum sem leyfði en ekki skylduðu líður, þrátt fyrir andstöðu Rauða krossins og Amnesy. Ég skil ekki þessa miskunnarlausu harðyðgi sem þér finnst greinilega ekki skipta neinu máli. Illt að jafn harbrjósta fólk skuli sitja á alþingi. Það er til skammar. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 17:45

6 Smámynd: Valur Kristinsson

Þessir mótmælendur sem hrópuðu ókvæðisorð að ráðherranum eru greinilega óþroskaðir unglingar (vanþroskaðir miðað við orðbragðið hjá þeim) með mikla athyglisýki sem virðist hrjá marga sem standa í mótmælum þessa dagana.

Það er hægt að draga fólk fyrir dóm sem hagar sér svona.

Valur Kristinsson, 16.10.2009 kl. 20:57

7 identicon

Aðal einkenni fólks sem aðhyllist innflutning fóks af islam trú er að það hefur lítið sem ekkert umgengist slíkt fólk, (nema helst smávegis hérlendis)  auk þess sem það er alið upp í umburðarlyndara þjóðfélagi en Islam, og telur eða heldur að múslimar séu á svipuðu stigi varðandi fordóma í garð annara og það sjálft.  Það ætti að hugleiða hversvegna þessi vandamál koma ekki upp í samskiptum við fólk frá öðrum menningarheimum,  t.d. fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð s.s Búddisma.

Gísli Sigurðssson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 23:13

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Auðvitað er Ragna ekki embættismaður Eygló, hún er ráðherra, sem situr á ábyrgð pólitísks kjörins þings. En hún, eins og aðrir, þarf að fara að lögum og það er ástæðulaust að gagnrýna hana fyrir það. Sumir geta bara ekki á heilum sér tekið þegar farið er að lögum.

Gústaf Níelsson, 16.10.2009 kl. 23:47

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, það er virkilega skammarlegt að horfa upp á þetta "pakk" illa rakaðra manna sem ekkert hafa betra að gera en að mótmæla, bara ef boðið er upp á kaffi eða bjór, þá eru þau mætt!!!

Guðmundur Júlíusson, 17.10.2009 kl. 01:18

10 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Ja, nú er ég sammála þér Eygló!

Eiríkur Sjóberg, 17.10.2009 kl. 12:20

11 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Ég er sammála þessu og sérstaklega finnst mér alvarlegt þegar heimilisfriður er rofinn með ólátum.

S Kristján Ingimarsson, 17.10.2009 kl. 16:28

12 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Það er búið að setja svo mikil ólög á klakan á síðustu áratugum að ekki er undra að ungmennin verði fjandmenn ólaganna.

Auðvitað er þetta fjandsamlegt að ráðast að heimilum fólks og fordæmi ég slíkt.   Í mínum huga er stjórnsýslan á Íslandi gjörspilt samt er ég til friðs þótt ég telji sð spilling stjórnsýslunnar hafi byrjað með hugmyndarfræði Hannesar Gissurrsonar að færa auðlyndum Íslands gefins til örfárra gæðinga stjórnsýslunnar sem óx og þúsunda manna hafði ekki hemil á sér í græðginni.

Vonandi mun hinn nýji Framsóknarflokkur taka á þessari stjórnsýslu spillingu þar sem stjórnsýslan er rúin trausti .

Ég hef tillögu um að nafni Framsóknarflokksins verði breytt og hann skal kallast hinn nýji Framsóknarflokkur sem hefur gert upp við fortíðina og nú skal sækja fram með nútíma hugsun í huga án spillingar og græðgi.  

Þjóðin þarf að fá trú á að einhverjit déu tilbúnir að taka á spillingunni.

Árelíus Örn Þórðarson, 19.10.2009 kl. 05:38

13 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Eins og ég hef verið hrifinn af nútíma framsóknarmönnum eins og formanninum þá var ég ekki hrifinn af útspili oddvita borgarstjórnar að láta Eikt fá hnossið.  Vann hann einhverntíman hjá Eikt?

Framsóknaemenn horfið í ykkar barm og haldið fund sem fyrst. Ef þið viljið ekki nútímavæðast og yfirgefa spillinguna þá þið um það.

þAÐ ER NEFNILEGA HÁÐ BARÁTTA HÉR Á LANDI AÐ FLOKKSPÓLITÍSK SPILLING SKAL ÚTRÍMA.

Árelíus Örn Þórðarson, 22.10.2009 kl. 03:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband