10.10.2009 | 12:39
Af hverju AGS?
Tilgangur veru AGS hér á landi er opinberlega þríþættur. 1) Endurvekja traust á íslenskum efnahag og gera gengi krónunnar stöðugt. 2) Endurreisa bankana og gera þeim kleift að standa á eigin fótum. 3) Ná jöfnuði í ríkisfjármálum og viðhalda afgangi á fjárlögum til að lækka skuldir ríkissjóðs.
Ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi á Íslandi og átti fjármuni inn á bók fyrir hrun. Ég tel að Íslendingar geri sér almennt grein fyrir því að ná þarf niður hallarekstrinum, þótt við séum ósammála um leiðir og hversu hratt á að gera það. Við þurfum ekki AGS til að segja okkur til um það. Endurreisn bankanna verður fjármögnuð með útgáfu á sérstökum skuldabréfaflokki. Ekki þarf lán frá AGS til þess.
Þá er eftir fyrsti liðurinn, traust á íslenskum efnahag og gera gengið stöðugt. Miklar efasemdir eru um hvort lánsfé geti tryggt gengisstöðugleika. Sem dæmi má benda á að við tókum stór lán til að byggja upp varagjaldeyrisforða fyrir nokkru. Þau lán þarf núna að endurgreiða 2011-2012. Lánsfé getur hugsanlega haldið gengi krónunnar stöðugu til skamms tíma en alls ekki til langs tíma. Þetta sýnir reynslan og rannsóknir.
Lánsfé frá AGS á því væntanlega að nota til að tryggja að við getum endurgreitt þessi eldri lán og til að tryggja að Landsvirkjun geti staðið við skuldbindingar sínar þ.e. endurfjármögnun á eldri skuldum.
Spurningin er hvort það sé Icesave virði, eða 400-600 milljarðar króna? Væri hugsanlega ódýrara að semja upp á nýtt við núverandi lánveitendur?
Ýmsir gætu jafnframt haldið því fram að enn á ný sé AGS að vinna fyrir erlenda kröfuhafa. Þeirra hlutverk virðist fyrst og fremst vera að tryggja að erlendir lánadrottnar fái sitt og helst gott betur.
Skítt veri með íslensku þjóðina!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigmundur og Höskuldur fóru fýluferð til Noregs. Þór Þórhallsson framsóknarþingmenn gengu of langt í morgun. Þeir eiga að vita, hvenær grínleikur verður að harmleik. Framsókn skuldar þjóðinni afsökun fyrir sinni hegðan m.a. við sölu bankanna. Framsóknarmenn verða að taka til í sínum flokki. Fyrr er ekki hægt að tala við þá. þþ
þþ (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:24
Mér ofbýður hráskinnaleikur, lýðskrum og skotgrafarhernaður ykkar Framsóknarmanna á Alþingi. Sem betur fer er íslenska þjóðin ekki svo skyni skroppin að hún hafi ekki skömm á ykkar framkomu. Það sýnir og sannar skoðanakönnun "capacent" um hvaða traust þjóðin beri til stjórnarandstöðunnar. Ég fjalla nánar um það á mínu bloggi: siggigretar.blog.is. Velkomin í heimsókn.
Bið að heilsa Vigdísi Hauks., ég er gáttaður á mörgu sem úr hennar munni hefur komið. Skilaðu til hennar að hún hefði betur haldið sig við þorskhausana!!!
Sigurður Grétar Guðmundsson, 10.10.2009 kl. 14:34
Verð að taka undir með ÞÞ og Sigurði hér að ofan. Þið Framsóknarfólk eruð búin að ganga of langt í ykkar málflutningi undanfarið. Vinsamlegast setjist aðeins niður og endurmetið stöðuna. Þjóðin mun dæma okkur öll þegar upp er staðið, hvar í flokki sem við stöndum, hvaða hlutverki sem við gegnum (ráðherrar, þingmenn, embættismenn, viðskiptajöfrar, fjölmiðlafólk, almenningur).
Veltið aðeins fyrir ykkur hvaða umsögn þið viljið fá í sögubókunum um frammistöðu ykkar Framsóknarfólks í kjölfar hrunsins. Með sama áframhaldi verður það ekki fögur umsögn.
ASE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:08
Höskuldur Þór og Sigmundur hafa aldeilis skotið sig í fæturnar með þessari senypuför til oslóar, og hver gaf þeim leyfi til að tala við norksa þingmenn fyrir hönd íslands ? svo keumr í ljós að ráðgjafar í vinnu hjá landsbanka Björgólfs þórs voru með í för, það geriri þetta ennþá óskiljanlegra. hafið skömm fyrir Sigmundur og Höskuldur, það vill enginn að Bjögólfur og hans hyski komi hér að málum á ný.
Skarfurinn, 10.10.2009 kl. 21:41
Framsóknarmenn eiga miklar þakkir skyldar fyrir frábæra frammistöðu undanfarna mánuði. Þessi Sossa-skríll sem hér hefur þvælst inn, ætti bara að skammast sín.
Hvað varðar gjaldeyrisforðann þá er hann nógu stór og við getum jafnvel endurgreitt þá 100 milljarða sem við höfum tekið að láni hjá AGS. Síðan eiga lífeyrissjóðirnir erlendar eignir upp á um 500 milljarða. Ég blogga um þetta núna, en Sossa-skríllinn er ekki velkominn.
Góð kveðja til þín Eygló.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 23:57
hvaða flokkum ætli sé um að kenna að landið er að komast í hendur erlendra kröfuhafa ? og ég sé að Loftur þessi sem hér skrifar telur sig hafa rétt til að stela af mér lífeyrinum,er ekki nóg að þið hafið stolið af okkur landinu ? og að sjálfsögðu vilja erlendir lánadrottnar sitt, varla hafa íslenskir stjórnmálamenn haldið að hægt væri að rýmka reglurnar fyrir útrásarvinina án ábyrgðar.
zappa (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 01:49
Framtak hinna ungu og bráðefnilegu Framsóknarpilta er lofsvert og þjóðin þakkar þeim. Enn fæst ekki úr því skorið hvort ferðin mun bera þann árangur sem við óskum eftir, en án svona framtaks er öruggt að við munum koðna niður í örbirgð og úrræðaleysi. Takk strákar!
Baldur Hermannsson, 11.10.2009 kl. 02:05
Hvaða bull er þetta zappa ? Hvernig dettur þér í hug að ég ætli að stela af þér lífeyrinum ? Hef ég stolið af þér landinu ? Þú hlýtur að vera alvarlega heilabilaður.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 05:11
Fréttin er komin út um allan heim. Jóhanna Sigurðardóttir vill ekki að Ísland fái lánsfé á góðum kjörum. Þetta játaði hún í skeyti til ABC Nyheter: http://www.abcnyheter.no/node/97373
Og til ABC Nyheter skriver statsminister Sigurdadottir rett ut at Island slett ikke trenger noe slikt lån:
- Javisst hadde det vært verdifullt å ha tilgang til ett lån i størrelsesorden 100 milliarder norske kroner, spesielt om det ikke var knyttet til Icesave og IMF. Men ingenting tyder på at vi trenger noen større lånepakke enn den som allerede er avtalt, skriver hun til oss.
Þar höfum við viðhorf Jóhönnu til Íslendskrar þjóðar. Nú þarf ekki að deila lengur um málið.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 23:53
Það er sorglegt hvernig komið fyrir þér Loftur, ofstækið sem frá þér kemur er hættulegt landi og þjóð að ég ekki tali um þinn eigin hug og heilsufar. Hatur þitt á öllum stjórnmálamönnum sem eru ekki í "bláu hendinni" er yfirgengilegt. Þú hikar ekki við að setja fram ósannindi ef það getur hjálpað þínum hægri skoðunum, eða svo virðist þú halda.
Hvar er Sossa skríll, það væri ágætt að þú útskýrðir það. Er ég í þeim skríl?
Og auðvitað er Baldur Hermannsson kominn á vettvang þar sem fúkyrði, svívirðingar og skítkast er í hávegum haft.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.10.2009 kl. 10:16
Sigurður Grétar, hvar er fúkyrði, svívirðingar og skítkast að finna í minni athugasemd, sem ég endurtek hér:
"Framtak hinna ungu og bráðefnilegu Framsóknarpilta er lofsvert og þjóðin þakkar þeim. Enn fæst ekki úr því skorið hvort ferðin mun bera þann árangur sem við óskum eftir, en án svona framtaks er öruggt að við munum koðna niður í örbirgð og úrræðaleysi. Takk strákar!"
Sjálfur ertu með aðdróttanir og skítkast í minn garð, ekki aðeins á þessari síðu heldur öðrum líka. Þú ert enginn maður til þess að veitast að öðrum, því sjálfur leggur þú aldrei annað til umræðunnar er hrokafulla palladóma. Ég veit ekki hvort þú ert sá Sossa-skríll sem vísað er til hér ofar á síðunni, en þú hagar þér eins og skríll svo vísast er það réttnefni.
Baldur Hermannsson, 14.10.2009 kl. 11:03
Ég veit Sigurður að þú skilur ekki gjörðir Samfylkingarinnar og Alþýðuflokksins þar áður. Þú ert bara sakleysingi sem hefur látið blekkjast og það er sorglegt. Sú var tíðin að við höfðum jafn mikla andúð á Sossunum og ég hef ennþá von um að úr þér rætist.
Það er gamalt einkenni á Sossunum að hafna rökræðu, en hvers vegna tekur þú upp þann sið ? Hér er til umræðu för góðra pilta úr Framsókn til Norvegs, þar sem þeir reyndu að gera þjóð okkar gagn. Hvað hefur þú við það að athuga ? Er auðveldara að lúta höfði fyrir Evrópskum nýlenduveldum ? Er Jóhanna svo heilög í þínum huga, að hún megi bulla hvað sem er án þess að þú vaknir til vitundar ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.10.2009 kl. 11:10
Ég leit við á bloggsíðunni þinni Sigurður og það sem þar er að líta gefur ekki fögur fyrirheit um framtíð Icesave-stjórnarinnar. Ef fleirri Sossar hafa sömu skoðun á samstjórnarflokknum VG, þá er hægt að hafa góðar vonur um skamma lífdaga núverandi stjórnar. Ég hef hér eftir þér smá skammt af óhroðanum:
Loftur Altice Þorsteinsson, 14.10.2009 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.