Ofbeldi forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, heldur áfram með sömu gömlu vinnubrögðin.  Nú eru það hins vegar ekki einstakir ráðherrar sem verða fyrir andlegu ofbeldi heldur heil þjóð.  Nú á að leggja allt undir til að kúga íslensku þjóðina til að sætta sig við afarkosti Breta og Hollendinga og öll meðul virðast vera leyfileg.

Síðasta útspilið var birting skýrslu Seðlabankans og efnahags- og viðskiptaráðuneytis um áhrif tafa á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS.  Seðlabankastjóri og þaðan af síður fjármálaráðherra virtust ekki hafa gert sér grein fyrir að ætlunin væri að birta þessa greinargerð.

Ragnar Árnason, bankaráðsmaður, segir í viðtali við MBL að birting greinargerðarinnar geti í sjálfu sér haft mikil áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði. Þar segir hann: „Birting á þessum greinargerðum er ekki til þess að styrkja stöðu Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og örugglega til að veikja stöðu Íslands í samningaviðræðum við Hollendinga og Breta vegna Icesave. Ég tel að afleiðingar þess að ganga ekki að skilyrðum í Icesave-málinu og jafnvel að þurfa að þola frekari frestun á þessari svokölluðu fyrirgreiðslu AGS verði ekki nærri eins afdrifaríkar og túlkun forsætisráðherra, meðal annarra, gefur til kynna. Þá mun það augljóslega veikja lánstraust Íslands út á við að takast á við nýjar skuldbindingar,“ segir Ragnar.

Það skyldi nú aldrei vera að það sé kominn titringur í Samfylkinguna vegna áhuga miðjumanna og sósíalista í Noregi á að aðstoða okkur og draga þannig enn frekar úr líkum á að Íslendingar vilji líta við ESB?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Framsóknarmenn eru bara stórruglað stóryðjulið.Það er bara svo ættu bara hafa sig hægan.

Árni Björn Guðjónsson, 10.10.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband