25.9.2009 | 06:40
55% samdráttur þjóðarframleiðslu?
Ársæll Valfells og Heiðar Már Guðjónsson skrifa grein í FBL í dag. Þar benda þeir m.a. á að þjóðarframleiðsla Íslendinga hefur dregist saman um 55% frá árinu 2007 ef mælt er í evrum. Breytingin í krónum mælist innan við 10%. Á sama tíma eru skuldirnar okkar óbreyttar, hafa ekki fallið heldur tvöfaldast hlutfallslega.
"Í öllum samanburði verður að vera samnefnari, það dugar ekki að bera saman epli og appelsínur. Þegar breyting á þjóðarframleiðslu Íslendinga, sem styðst við íslensku krónuna, er borin saman við breytingar í þjóðarframleiðslu evrulanda þarf að notast við sömu myntina. Þjóðarframleiðsla Íslands hefur hrunið um 55%, mælt í evrum, frá árinu 2007, þó að breytingin í krónum mælist innan við 10%, skuldirnar eru hins vegar óbreyttar og hafa ekki fallið heldur tvöfaldast, hlutfallslega. Þjóðarframleiðsla Íra hefur á sama tíma minnkað um 10%, mælt í þeirra eigin mynt, evrum, en skuldirnar eru óbreyttar. Íslendingar hafa því orðið margfalt verr úti en þær þjóðir sem veikast standa af þeim sem byggja hagkerfi sitt á alþjóðlegri mynt."
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, benti á að samdrátturinn hér væru nú ekki svo svakalegur í samanburði við evru-svæðið í viðtali við Visir.is nýlega. Þar sagði í fréttinni að samdráttur í landsframleiðslu verði sjö prósent í ár, en áður hafði verið spáð milli níu til ellefu prósenta samdrætti á landsframleiðslu. Þetta er mjög ánægjulegt," segir Gylfi og bendir á að á evrusvæðinu verði fjögurra prósenta samdráttur. Þótt samdrátturinn sé meiri hér en þar er munurinn því kannski ekki jafn svakalegur og menn höfðu óttast."
Er þetta það sem Ársæll og Heiðar kalla að bera saman epli og appelsínur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hvað skuldar Írska ríkið og írsku bankarnir eftirlaunasjóðum Írlands mikið? allir lífeyrisjóðir Írlands eru tómir, þeim var öllum sturtað í hyldýpi bankanna. öllu var sturtað þangað. að segja að skudlir Íra hafi ekki aukist er augljós staðreyndar villa.
Fannar frá Rifi, 25.9.2009 kl. 10:49
Þetta er mjög góður punktur. Yfirleitt er þjóðarframleiðsla reiknuð í viðkomandi gjaldmiðli en þegar borið er saman er það annað hvort GDP í USD/EUR eða PPP. Eins og margt í hagfræðinni getur þetta verið ruglingslegt en staðreyndin er sú að hagkerfið Ísland hefur skroppið saman um helming í evrum og dollurum talið.
Kaupmáttur Íslands í evrum og dollurum hefur skroppið saman enda byggðist kaupmáttaraukning síðustu ára á lántökum. Það er aðeins ein leið til að styrkja kaupmátt og auka þjóðarframleiðslu í raun og það er að auka útflutning.
Eyþór Laxdal Arnalds, 25.9.2009 kl. 14:10
Sammála, áhugaverður punktur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.9.2009 kl. 01:26
Sæl Eygló
Fannar frá Rifi ræðir um Írana en þar í landi er kosið um ESB/Lissabonsáttmálann í dag en þar fóru bankamenn svo ógætilega í útlánum sínum að skattborgarar verða að taka á sig 2600 milljarða eða 1.6 milljónir á hvert mannsbarn þar og vegna Evrunnar geta þeir ekki lækkað gengið til að efla þjóðarframleiðsluna og sitja því pikkfastir í forareðju.
Ég hafði hugleitt mikið um ESB og hvort að það yrði þjóðinni til heilla en gamla krónan virðist vera það sem kemur okkur út úr myrkrinu og gæti gert það aftur ef álíka kreppa sem ekki er ólíkleg þar sem verðhjöðnun er í japan og þeir eru ráðþrota. Ítalía og Spánn eru í sama foraðinu og Írar fjárhagslega með sitt atvinnuleysi og skattavandamál og langt fyrir ofan 3.5% viðmið Seðlabanka ESB en þangað verða þau að stefna. Kanski er bara rétt úr því að Jóhanna vindur sér ekki til London og Hollands og fær alveg skýr svör um Icesafe þá tökum við skellinn og þeir geta bara gert kröfu í þrotabú innistæðutryggingasjóðs og við lýsum yfir greiðsluþroti komi til þess því þetta mál er afgreitt punktur.
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.