Stýrivextir og "ráð" AGS

Sú staðreynd að Seðlabankinn lækkaði ekki stýrivexti eru vonbrigði, en ættu samt ekki að koma á óvart.  Seðlabankinn starfar náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að efnahagsáætlun sjóðsins fyrir Ísland.  Eitt helsta áhersluatriði sjóðsins er ekki að lækka stýrivexti heldur að aflétta gjaldeyrishöftunum.  Að mati sérfræðinga Seðlabankanas og AGS er ekki hægt að gera bæði í núverandi ástandi, bara annað hvort og allir sem þekkja AGS ættu að vita að þeim hefur aldrei hugnast gjaldeyrishöft. 

Því var það eitt af fimm lykilatriðum til þess að það væri hægt að endurskoða efnahagsáætlunina og greiða út næstu afborgun af láninu að Seðlabankinn legði fram áætlun um hvernig hann ætlaði að afnema gjaldeyrishöftin.  

Í Asíukreppunni keyrði AGS upp stýrivexti í fleiri tugi prósenta frekar en að innleiða gjaldeyrishöft.  Allt til þess að tryggja stöðugleika í viðkomandi myntum. Afleiðingarnar voru hræðilegar fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Joseph Stiglitz, einn harðasti gagnrýnandi AGS, fagnaði því einmitt að sjóðurinn hefði nú lært af reynslunni í Asíu og innleitt gjaldeyrishöft hér samhliða hærri stýrivöxtum.  Einhver gleymdi hins vegar að segja honum að gjaldeyrishöftin voru innleidd að frumkvæði þáverandi ríkisstjórnar og Seðlabankans, ekki AGS.

Þannig að þegar valið stendur á milli þess að aflétta gjaldeyrishöftum eða lækka stýrivexti, þá tel ég það ekki spurningu um hvað AGS munu „ráðleggja“ íslenskum stjórnvöldum áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já, hér eru háir stýrivextir í ofanálag við gjaldeyrishöft, m.ö.o. handjárn, hlekkir, spennitreyja og bundinn við rúmið.

Glæsilegt ! ekki satt ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.9.2009 kl. 13:55

2 identicon

Ég sem hélt að fólk þyrfti að hafa ,,eitthvað til brunns að bera" sem vinnur á alþingi ?

Þú veist eins og allir , meðalgreindir íslendingar,  að ekkert verður gert hér á landi nema með aðkomu AGS ?

Það treystir engin þjóð, auðvitað engin íslendingur , íslenskum stjórnmálamönnum hvar í flokki sem þeir eru !  Þess vegna er allt stopp hér á landi !

Það þarf að ,,moka flórin" fyrst , því miður er hann svo sóðalegur af ykkar völdum !

Það er að verða komið ár og eina sem stjórnmálastéttin hefur afrekað,  aðalhöfundur hrunsins er gerður að ritstjóra Morgunblaðsins !

Þið eruð búin rífast um ICESAVE , ( en létuð þá sem bjuggu til ICESAVE í friði ) núna  er einn af aðalliði ICESAVE liðsins að ráða Davíð í ritstjórastól hjá sér !  

Með réttu ætti allt ICESAVE liðið að sitja inni og borga sínar skuldir, en þið segið ekkert við þetta lið !  

Svo ertu að rugla hérna um AGS og seðlabankan !

JR (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Bendi á þetta blogg, sem segir nokkuð um að stýrivextirnir og peningastefnan eru lítið annað en tóm steypa.

Jóhann Elíasson, 25.9.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband