15.9.2009 | 11:41
Baldur siglir ekki
Baldur fór ekki seinni ferðina í gær og fer ekki fyrri ferðina í dag. Athugun er svo með seinni ferð kl. 13. Ef marka má veðurspána eru ekki miklar líkur á að hún verði farin og jafnvel líkur á að ekki verði siglt fyrr en á fimmtudag.
Þegar ákveðið var að fá Baldur til að leysa af Herjólf var vitað að ferjan gæti ekki siglt ef ölduhæð fer yfir 3,5 metra við Surtsey. Á haustin er yfirleitt vindasamt við Suðurlandið, hver lægðin á fætur annarri gengur yfir landið með roki, rigningu og tilheyrandi ölduhæð.
Spurning er hvort að menn hefðu ekki átt að gera sér grein fyrir þessu fyrr?
Þetta er ekki bara spurning um að fólk komist til og frá Eyjum, heldur fara allar nauðsynjar til Eyja með ferjunni og fiskur bæði frá Eyjunum og til. Þannig hef ég heyrt að margir séu þegar farnir að hamstra mjólk og aðra dagvöru.
Hvernig þætti Reykvíkingum annars ef Ártúnsbrekkunni, Reykjanesbrautinni og Hafnarfjarðarveginum væri bara lokað í nokkra daga? Ég held það myndi nú heyrast hljóð úr horni!
Baldur siglir ekki fyrri ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Vestfirðingar hafa þurft að lifa við svona ástand frá upphafi og gera enn - hvað skildu eyjamenn segja við slíku
Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 11:50
Já Vestfirðingar hafa það skítt þegar kemur að samgöngum. En það var svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir þetta með því að fá bara annað skip, sem ræður við þessa siglingaleið. Að ná í Baldur var allan tímann fáránleg lausn.
Færðin er ekki það slæm og eitthvað er til af skipum á Jörðinni.
Bjarni Ben (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:30
Eyjamenn kunna að haga seglum eftir vindi - og gera það hér sem áður - verum ekkert að láta einhverja af "mölinni" blása þetta út svona rétt til að ergja mannskapinn- Herjólfur kemur til baka ekki eftir svo langan tíma
Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 13:50
Jón, hvaða lið af "mölinni" er að blása þetta út? Veit ekki betur en Eygló sé búsett í Eyjum.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 13:58
alla aðra en þá sem búa i Eyjum Sigurður eða hafa komið þangað og þekkja aðstæður -
Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 16:43
viðurkenni að ég vissi ekki að hún kæmi frá Eyjum
Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 17:01
Æ , þetta eru nú bara " krummaskuð " að vetri .
Ég vil göng fyrir VESTFIRÐINGA " . LÍF ! ! !
Vestmannaeyjar reddast , eins og alltaf .
Kristín (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:28
Það er skrítið að ekki skuli heyrast múkk í fólki á sunnanverðum Vestfjörðum vegna þess óréttlætis að skipið var tekið af okkur og fært Vestmanneyingum á silfurfati.
Ég er hræddur um að það heyrðist hljóð úr horni ef Herjólfur yrði tekinn af Vestmanneyingum og færður okkur hingað vestur í hálfan mánuð ...............
Níels A. Ársælsson., 22.9.2009 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.