22.12.2006 | 10:23
Sækjum fram saman
Framsóknarflokkurinn fagnaði 90 ára afmæli sínu 16. desember og er allra flokka elstur á Íslandi. Á stórafmælum er jafnan viðeigandi að líta til baka um leið og horft er fram á veginn. Á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað, hefur íslenskt samfélag tekið gífurlegum breytingum. Þannig nefndi Jón Sigurðsson, formaður flokksins, að á þessum 90 árum væru efst í hans huga sjálfstæðisbaráttan og útvíkkun landhelginnar. Í hugum sumra, sérstaklega andstæðinga okkar var þetta frekar einkennileg tilhugsun. Saga annarra flokka nær í flestum tilvikum ekki nema nokkur ár aftur í tímann og því eiga þeir erfitt með að gera sér í hugalund hinar miklu breytingar sem orðið hafa á samfélaginu beint eða óbeint fyrir tilstuðlan Framsóknar.
Frá torfbæjum til internetsins
Egill Helgason fjallaði um þessar miklu samfélagsbreytingar í síðasta þætti Silfurs Egils fyrir jól. Þar talaði hann um hvernig hann hefði reynt að útskýra fyrir ungum syni sínum hvernig fólk bjó fyrir hundrað árum á Íslandi. Í litlum torfbæjum án rafmagns, bíla, vega, almennrar læknisþjónustu, sjónvarps og tölvu. Amma mín sagði mér frá því hvernig var að flytja til Reykjavíkur rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Móðir mín lýsti því þegar faðir hennar tók bílpróf og keypti fyrsta bílinn og ég man eftir því þegar sjónvarpið sendi ekki út á fimmtudögum og fór í sumarfrí og fyrstu tölvunni. Sex ára gömul dóttir mín hefur fullt vald á fimm fjarstýringum og á sínar uppáhaldssíður á netinu.
Árangur Framsóknar endurspeglast í þessum breytingum.
Vinna vöxtur - velferð
Gildi flokksins og slagorð fyrir síðustu Alþingiskosningar voru vinna vöxtur velferð. Þessi þrjú orð eru að mínu mati kjarninn í stefnu flokksins. Þetta er nefnilega það sem við eigum sameiginlegt hvar sem við búum. Við þurfum atvinnu og árangur okkar á því sviði er ótvíræður. Atvinnuleysi mælist í dag um 1% og heil kynslóð hefur alist upp án þess að þekkja atvinnuleysi. Við búum við mikinn vöxt í landinu, svo mikinn að sumir telja of mikið að hinu góða. Velferðarkerfi okkar er eitt það besta í heimi hvort sem litið er til heilbrigðis- eða menntastofnana okkar.
Verum stolt
Í mínum huga eru gildi Framsóknar skýr. Við eigum rætur okkar á landsbyggðinni og allt gott landsbyggðarfólk veit að ef við hlúum ekki að rótunum þá visnar tréð og fellur um koll í næstu hviðu. Því skiptir miklu að vera stolt af uppruna okkar og sögu, vera stolt af framsækinni íhaldssemi okkar, stolt af hugmyndafræði okkar um samvinnu og þjóðhyggju og að vera ekki sama um náungann.
Á Framsókn ennþá erindi í íslensk stjórnmál eftir níutíu ár í þjónustu almennings? Tvímælalaust! Framundan eru mörg verkefni sem bíða úrlausnar og Framsókn getur þar dregið vagninn með sinni áherslu á samvinnu og öfgalaus athafnastjórnmál. Framsóknarflokkurinn er hinn eiginlegi íslenski miðjuflokkur og er til þjónustu reiðubúinn, íslenskri þjóð til heilla.
Framsóknarflokkurinn á erindi við íslenska þjóð og mun eiga önnur 90 ár hið minnsta.
Frá torfbæjum til internetsins
Egill Helgason fjallaði um þessar miklu samfélagsbreytingar í síðasta þætti Silfurs Egils fyrir jól. Þar talaði hann um hvernig hann hefði reynt að útskýra fyrir ungum syni sínum hvernig fólk bjó fyrir hundrað árum á Íslandi. Í litlum torfbæjum án rafmagns, bíla, vega, almennrar læknisþjónustu, sjónvarps og tölvu. Amma mín sagði mér frá því hvernig var að flytja til Reykjavíkur rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Móðir mín lýsti því þegar faðir hennar tók bílpróf og keypti fyrsta bílinn og ég man eftir því þegar sjónvarpið sendi ekki út á fimmtudögum og fór í sumarfrí og fyrstu tölvunni. Sex ára gömul dóttir mín hefur fullt vald á fimm fjarstýringum og á sínar uppáhaldssíður á netinu.
Árangur Framsóknar endurspeglast í þessum breytingum.
Vinna vöxtur - velferð
Gildi flokksins og slagorð fyrir síðustu Alþingiskosningar voru vinna vöxtur velferð. Þessi þrjú orð eru að mínu mati kjarninn í stefnu flokksins. Þetta er nefnilega það sem við eigum sameiginlegt hvar sem við búum. Við þurfum atvinnu og árangur okkar á því sviði er ótvíræður. Atvinnuleysi mælist í dag um 1% og heil kynslóð hefur alist upp án þess að þekkja atvinnuleysi. Við búum við mikinn vöxt í landinu, svo mikinn að sumir telja of mikið að hinu góða. Velferðarkerfi okkar er eitt það besta í heimi hvort sem litið er til heilbrigðis- eða menntastofnana okkar.
Verum stolt
Í mínum huga eru gildi Framsóknar skýr. Við eigum rætur okkar á landsbyggðinni og allt gott landsbyggðarfólk veit að ef við hlúum ekki að rótunum þá visnar tréð og fellur um koll í næstu hviðu. Því skiptir miklu að vera stolt af uppruna okkar og sögu, vera stolt af framsækinni íhaldssemi okkar, stolt af hugmyndafræði okkar um samvinnu og þjóðhyggju og að vera ekki sama um náungann.
Á Framsókn ennþá erindi í íslensk stjórnmál eftir níutíu ár í þjónustu almennings? Tvímælalaust! Framundan eru mörg verkefni sem bíða úrlausnar og Framsókn getur þar dregið vagninn með sinni áherslu á samvinnu og öfgalaus athafnastjórnmál. Framsóknarflokkurinn er hinn eiginlegi íslenski miðjuflokkur og er til þjónustu reiðubúinn, íslenskri þjóð til heilla.
Framsóknarflokkurinn á erindi við íslenska þjóð og mun eiga önnur 90 ár hið minnsta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.