16.8.2009 | 12:49
Flumbrugangur og fullkomið ábyrgðarleysi...
Margrét Sverrisdóttir var á Sprengisandi í dag. Þar tjáði hún sig m.a. um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Sagði hún að Framsóknarflokkurinn undir stjórn Sigmundar virtist einkennast af flumbrugangi og ábyrgðarleysi.
Ég verð að viðurkenna að ég hefði talið Margréti mun trúverðugri ef ég hefði einhvern tímann, bara svona einu sinni, heyrt hana tala vel um eitthvað sem Framsóknarmenn hafa gert.
Meira að segja sú staðreynd að við höfum verið að leita meira til fortíðarinnar, til upprunans, virtist hún telja gagnrýnisvert.
Hugsanlega svíður að sjá Framsóknarflokkinn ná vopnum sínum og vera orðinn að forystuafli í stjórnarandstöðu á Íslandi á sama tíma og barnið hennar, Frjálslyndi flokkurinn, er horfinn af yfirborði jarðar og hún sjálf komin í Samfylkinguna, -sem ber höfuðábyrgð á Icesave hryllingnum.
En kannski eru þessar vangaveltur mínar bara settar fram í flumbrugangi og af fullkomnu ábyrgðarleysi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Tenglar
Framsóknarflokkurinn
Samvinnuhreyfingin
- International Cooperative Alliance
- Annals of public and cooperative economics
- Go Co-op
- Samvirkesenteret í Noregi
- Samband íslenskra sparisjóða
- The Co-operative UK
Systraflokkar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- adalheidur
- agnarbragi
- agnesasta
- altice
- annabjo
- annakr
- 730
- arniharaldsson
- beggibestur
- bet
- birkir
- bjarnihardar
- bleikaeldingin
- brandarar
- bryndisisfold
- bskulason
- domubod
- duddi-bondi
- ea
- einaroddsson
- einarsmaeli
- eirag
- eirikurbergmann
- ellertvh
- erlaei
- esv
- eysteinnjonsson
- feministi
- fletcher
- framsokn
- framsoknarbladid
- fridjon
- fufalfred
- gammon
- gesturgudjonsson
- gonholl
- grjonaldo
- gudmbjo
- gudni-is
- gullabj
- gullistef
- gummibraga
- gummisteingrims
- gunnaraxel
- gunnarbjorn
- guru
- gvald
- hallurmagg
- hannesjonsson
- haukurn
- havagogn
- hector
- helgigunnars
- himmalingur
- hlf
- hlini
- hlynurh
- hrolfur
- hugsarinn
- hugsun
- hvala
- id
- ingo
- jon-o-vilhjalmsson
- jonfinnbogason
- konur
- kosningar
- kristbjorg
- lafdin
- lara
- laugardalur
- liljan
- maddaman
- magnusg
- mal214
- malacai
- markusth
- mis
- nonniblogg
- olafurfa
- omarragnarsson
- orri
- partners
- perlaheim
- raggibjarna
- ragnarfreyr
- reynir
- rs1600
- saethorhelgi
- salvor
- saumakonan
- siggisig
- sigthora
- sigurdurarna
- sjonsson
- skrifa
- soley
- stebbifr
- stefanbogi
- steinibriem
- suf
- sveinbjorne
- sveinnhj
- sveitaorar
- thee
- thorarinnh
- thorolfursfinnsson
- tofraljos
- toshiki
- truno
- valdiher
- valdisig
- vefritid
- vestfirdingurinn
- vglilja
- vigfuspalsson
- thorsteinnhelgi
- hjolagarpur
- hallasigny
- sigingi
- gattin
- tbs
- drum
- loa
- matthildurh
- jari
- einarbb
- axelpetur
- igull
- arijosepsson
- audbergur
- sparki
- benediktae
- bjarnimax
- bjorgjens
- braskarinn
- normal
- skulablogg
- don
- kreppan
- fun
- kuriguri
- jonl
- jonsnae
- jonvalurjensson
- krissiblo
- marteinnmagnusson
- oliskula
- raggig
- siggus10
- valdimarjohannesson
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- totibald
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn ógnar í smæð sinni - Hann er eins og "Jarisinn"
Stærð er afstætt hugtak...............!Þið standið ykkur vel í Framsóknarflokknum þó gagnrýnisraddirnar láti hátt (hræðslan fær þær til að skrækja) þá er þverpólitísk - Jákvæðni til ykkar í Framsóknarflokknum þessa dagana þið hafið ekki svikið ykkar þjóð........NÚ á bara að snúa "samstöðunni" upp í að - FELLA - BULLIÐ -
Benedikta E, 16.8.2009 kl. 14:17
"-Frjálslyndi flokkurinn, er horfinn af yfirborði jarðar og hún sjálf komin í Samfylkinguna, -sem ber höfuðábyrgð á Icesave hryllingnum."-
Bíddu, af hvaða fjöllum ert þú að koma, Eygló?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 17:04
Þú segir: "En kannski eru þessar vangaveltur mínar bara settar fram í flumbrugangi og af fullkomnu ábyrgðarleysi…"
Get ekki séð annað en að þú hittir naglann á höfuðið þar....
Hvaðan færðu að Samfylkingin beri höfuðábyrgð á "Icesave hryllingnum" ??? Hélt að þingmenn þessa lands væru betur upplýstir...!
Snæbjörn Björnsson Birnir, 16.8.2009 kl. 18:53
Ríkisstjórnin, hefur fullkomnað fáránleika sinn.
Ráðherrar sem áður töldu ekki mögulegt að endursemja við Hollendinga og Breta, og börðust um hæl og hnakka vikum saman fyrir þeirri stefnu, í dag mæra nýtt samningstilboð meirihluta Fjármálanefndar, til Hollendinga og Breta.
Þetta fólk, eins og Ragnar Reykhás, er komið alveg í hring.
-----------------------------------------------
Ég bendi á mína nýjustu færslu:
Fögnum ekki of snemma!!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2009 kl. 20:02
Icesave var sett af stað í Hollandi í ráðherratíð Björgvins G. og blésu út í Bretlandi undir honum. Samfylkingin fór svo í sérstaka PR herferð fyrir bankakerfið til að telja öllum trú um að gott væri að leggja peninga inn á Icesave og Edge. Jón Sigurðsson, eðalkrati og þáverandi stjórnarformaður FME var meira að segja í auglýsingabæklingi Landsbankans fyrir Icesave.
Bréfaskriftir og yfirlýsingar Björgvins G. og samningatækni Ingibjargar og Össurar við ESB ráða svo miklu um að við sitjum uppi með ábyrgðir á Innlánstryggingarsjóðnum.
Greinilegt er, Gísli, að þú hefur verið á fjöllum síðustu tvö árin (eins og reyndar bankamálaráðherrann þinn).
Sigurður (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 20:29
Einar Björn ég hélt að þú sægir í gegnum plottið - Framsókn gerir það - þess vegna hamast Samfylkingin við að reyna að rægja hana út í kuldann...........!
Fyrirvararnir eru bara blekking - þeir eru gagnslausir þeir hreyfa ekkert við samningum Jóhönnu og Steingríms..............!Heyrðirðu ekki viðtölin við þau í sjónvarpsfréttunum í gær - þar sögðu þau það beint út að þeir breyttu ekki samningnum - sem þau tvö bera ábyrgð á...........hver vill skera þau niður úr þeirra eigin snöru........?
Hefurðu lesið bloggfærslu Björns Bjarnasonar frá í gær 15.8.09 ?
Ef ekki þá ættir þú að gera það og Gísli líka.
Benedikta E, 16.8.2009 kl. 20:36
Gísli og Sæbjörn.
Icesave óx um 400% á valdatíð Björgvíns Sigurðssonar. Ekki datt honum í hug að segja af sér vegna þessa. Jón Sig var stjórnarformaður Seðlabankans og hann sem var með meiri hagfræðimenntun en Davíð var jafn sofandi.
þessir menn eru nánast heilagir í dag. Ásmundur Stefánsson er síðan Landsbankastjóri án þekkingar á bankamálum.
samfylkinginn sér um sína!!!
Jón Þór Helgason, 17.8.2009 kl. 00:30
"Einar Björn ég hélt að þú sægir í gegnum plottið - Framsókn gerir það - þess vegna hamast Samfylkingin við að reyna að rægja hana út í kuldann...........!
Fyrirvararnir eru bara blekking - þeir eru gagnslausir þeir hreyfa ekkert við samningum Jóhönnu og Steingríms..............!Heyrðirðu ekki viðtölin við þau í sjónvarpsfréttunum í gær - þar sögðu þau það beint út að þeir breyttu ekki samningnum - sem þau tvö bera ábyrgð á...........hver vill skera þau niður úr þeirra eigin snöru........?
Hefurðu lesið bloggfærslu Björns Bjarnasonar frá í gær 15.8.09 ?
Ef ekki þá ættir þú að gera það og Gísli líka.
Benedikta E, 16.8.2009 kl. 20:36"
Hef ekki lesið Björn Bjarna í dag, en skal gera það skv. þinni ábendingu.
Tók vel eftir þeim viðtölum, sem þú vísar til. En, þ.e. einnig til allt annar, og alveg eins líklegur skilningur, sem er að þau séu með ummælum sínum, að reyna að slá ríki yfir allt annan hlut.
Ég er að meina, að ummælin séu blekking, en sú blekking sé beint að þeirra eigin lyðsmönnum.
Þau séu með öðrum orðum, að slá ryki yfir, að þau hafi tapað orustunni.
------------------------------------
En við skulum býða og sjá. Ef fyrri ummæli þeirra, um líklega afstöðu Breta og Hollendinga, til nýs samingstilboðs, eru rétt; þá munu Bretar og Hollendingar, pent segja "Nei".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2009 kl. 00:51
Samfylkingin er ruslatunna fyrir það fólk sem var í Frjálslyndaflokknum.Fyrrum flokksfélagar Margrétar sem hún hrökklaðist undan eftir að hún ætlaði að yfirtaka Frjálslyndaflokkinn, eru nú komnir með henni sumir hverjir í Samfylkinguna og stefna þar á metorð og hefur verið vel tekið, og sitja nú þétt upp við Jóhönnu og Jón Baldvin.Samfylkingin er á leiðinni á haugana.
Sigurgeir Jónsson, 17.8.2009 kl. 01:42
Jóhanna og Steingrímur hafa staðfest að "fyrirvararnir" sem búið er að bætra við breyta litlu, en nægu samt til að undanvillingar geti beygt sig undir flokksagann án þess að tapa andlitinu og að sundraðir geti talið sér trú um að þau hafi náð fram alvöru breytingum. Þetta er lýtalækning fyrir innlendann markað, forsætisráðherra og starfandi forsætisráðherra hafa staðfest það.
Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.