Ice-land í dag...

Ég fór heim í gærkvöldi miður mín þrátt fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli.

Icesave málið virtist vera fast í gömlu vinnubrögðunum.  Stefna forystumanna stjórnarflokkanna virðist vera að þvingja stjórnarliða til að samþykkja gagnslausa fyrirvara, og algjörlega hunsa hugmyndir og mikla vinnu andstæðinganna samningsins við að finna lausn. Tekist var á um það langt fram á nótt.

Í morgunn vaknar maður svo við stóru smjörklípuna...að búið er að leka gögnum og þess vegna hafi viðræður stoppað.

Þetta er einfaldlega ekki rétt.  Viðræður hættu vegna þess að andstæðingar samningsins eru ekki tilbúnir að sætta sig við mjög veika fyrirvara sem "rúmast" innan samningsins líkt og forsætisráðherra orðaði það í gærkvöldi. Menn vilja sjá raunverulega fyrirvara sem vernda hagsmuni og framtíð þjóðarinnar, ekki neitt "píp"!

Væntanlega á svo að nota daginn í dag til að berja enn frekar á efasemdarmönnum í stjórnarliðinu og koma ringulreið á með ásökunum um landráð og svik.

Svona er Ísland í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel orðað hjá þér, þú, þingflokkur þinn & vonandi þjóðin er farin að sjá í gegnum endarlaust "lýðskrum Samspillingarinnar" - alveg óborganlegt lið sem setur upp endarlaust "fábjána sýningar þarna niðri á alþingi" og svo fer allur tíminn & orkan á að reyna að "berja VG mótmælendur til að ganga í takt við rulgið & bullið í XS...!  Ekki meir XS í guðanna bænum "hlustið á þjóð ykkar & vinnið að okkar hagsmunum".  En XS sér bara EB inngöngu og ekkert má eyðileggja þann draum, ömurlegt drasl XS, stórhættulegur flokkur fyrir land & þjóð!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: DanTh

Sá hluti þjóðarinnar sem vill verja almannahag og réttlætið í þessu máli, mætti á Austurvöll, hinir sátu heima.  Ræfildómurinn verður seint skafinn af þessari þjóð.   

DanTh, 14.8.2009 kl. 21:44

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Vel sagt ætla bara að vona að þjóðin sjái í gegnum froskasyndrom Samfylkingar, við eigum að hafa þann manndóm í okkur að þegar við erum að semja fyrir hönd íslendinga að við séum að hugsa um þjóðar hag.

Ómar Gíslason, 15.8.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég þakka samflokksmönnum mínum, fyrir að hafa staðið þarna í brúnni. Þetta hefur verið vanþakklátt að mörgu leiti, en samt þess virði.

Þ.e. um ekkert annað að ræða, en að halda áfram. 

Við vitum alveg, hvað er rétt í þessu máli.

Einhvern veginn, er Samfó orðinn að stærsta sértrúarsöfnuði landsins, en miðað við þá andakt sem orð ráðamanna Samfó eru básúnuð út um allt, af bloggher Samfó, mætti ætla að hin heilaga þrenning - sjálf - réði þeim flokki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.8.2009 kl. 01:09

5 identicon

Ég sat heima á Hellissandi á Snæfellsnesi . Mér þykir vænt um að Dan Th hafi reynt að skafa ræfildóminn af landsbyggðarfólki með því að mæta á fundinn . Miðað við stórkallalegar yfirlýsingar hér hefur hann örugglega látið til sín taka á fundinum og látið þung orð falla sem eftir var tekið .

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband