Jólaösin

Jólaundirbúningurinn hefur tekið töluverðan tíma á undanförnu.  Við vorum að ljúka við jólaútgáfu Framsóknarblaðsins í Eyjum - sem verður dreift á öll heimili í bæjarfélaginu á morgun (fer þá líka á www.framsoknarbladid.is).  Síðustu jólagjafirnar bíða enn pökkunar og pakkarnir upp á land þurfa að vera komnir til Landflutninga í síðasta lagi fyrir kl. 5 í dag. 

Jólakortin þurfa einnig að komast í póst.  Skildum ekkert í því hvað fá kort höfðu komið, þar til við fréttum af 70 pokum af pósti sem höfðu gleymst í dreifingarmiðstöðinni í Reykjavík.  Eins gott að bréfberarnir fái að slaka vel á um jólin, verða örugglega orðnir mjög þreyttir.  

Frétti af yngri dótturinni og manninum í Þjóðólfi, - en hann er kominn í öll hús upp á landi en ekki enn þá hér.  Var væntanlega í þessum pokum.  Skelli inn greininni úr Þjóðólfi á vefinn á eftir.

Veðrið er mjög einkennilegt, og hræðilegt að heyra af þessum flóðum.  Skilst að það sé spáð um 30 m/s á Suðurlandi á Þorláksmessu, síðan eigi vonandi að fara kólna aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband