Fulltrúar hverra á Alþingi?

Ég var nýlega á fundi á Suðurnesjunum þar sem hæfni þingmanna kom til umræðu.  Þar var bent á mikilvægi þess að þingmenn gætu tjáð sig á erlendum tungumálum, þá sérstaklega á ensku.

Nýlega rakst ég líka á færslu á netinu þar sem verið var m.a. að ræða hæfni stjórnmálamanna.  Þar var bætt við því skilyrði um að menn hefðu háskólapróf.

Ég get alls ekki tekið undir þessar kröfur.  Ég veit ekki betur enn að íslenska sé enn móðurmál okkar, og krafan um háskólapróf myndi útiloka um 75% af þjóðinni á aldrinum 25-64 ára.  Ef við tökum frá 18 ára og upp úr þá er það hlutfall enn hærra.  Þannig værum við að segja að 80-90% af þjóðinni sem nú hefur kosningarétt væri ekki kjörgeng til Alþingis. 

Þessi skilyrði hefðu t.d. útilokað Margréti Frímannsdóttur, Guðjón A. Kristjánsson, Valgerði Sverrisdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur frá þingsetu.  Allt frambærilegt fólk sem hafa gengt sínum störfum sem þingmenn vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband