18.6.2009 | 16:00
Veit ekki hvort ríkið geti ráðstafað eignum Landsbankans
Í rökstuðningi sínum fyrir Icesave nauðasamningunum hefur ríkisstjórnin iðulega fullyrt að eignir Landsbankans muni duga fyrir stærstum hluta skuldanna. Ráðamenn hafa einnig haldið því fram að strax verði byrjað að borga inn á höfuðstólinn og það verði gert hratt og örugglega, eftir því sem eignir Landsbankans seljist, til að lækka höfuðstólinn og draga úr vaxtabyrði.
Fjármálaráðherra fullyrti á blaðamannafundi þann 6. júní að fyrsta greiðslan inn á skuldbindinguna yrði 230 milljónir punda sem breska ríkisstjórnin lagði hald á og hafa setið vaxtalaust inn á reikningi í Seðlabanka Englands.
Hins vegar er það þannig að lögum samkvæmt gilda ákveðnar reglur um greiðslur úr þrotabúum bæði almennra fyrirtækja og fjármálafyrirtækja. Alþingi samþykkti nýlega að skilanefndum er aðeins heimilt að greiða kröfuhöfum eftir fyrsta kröfuhafafund eftir að kröfufresti lýkur. Undanþága á þessu ákvæði var samþykkt til bráðabirgða hvað varðar laun í uppsagnarfresti og vegna innlána sem njóta forgangsréttar, ef víst er að nægilegt fé sé til að greiða að fullu eða í jöfnu hlutfalli kröfur sem gætu notið sömu eða hærri stöðu í skuldaröð.
Því spurði ég forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag:
1. Fara þessar 230 milljónir punda beint í að greiða niður höfuðstól Icesave skuldbindinga okkar, eða þarf að bíða þess að hefðbundinni kröfumeðferð þrotabús Landsbankans ljúki þar til hægt verður að ráðstafa þeim til lækkunar höfuðstólsins?
2. Getur forsætisráðherra fullyrt að allar eignir Landsbankans muni renna til þess að greiða Icesave skuldbindingarnar, eða þarf Innistæðutryggingasjóður að bíða, eins og aðrir kröfuhafar, eftir að eignum þrotabúsins verði ráðstafað á lögbundinn hátt?
3. Samkvæmt fréttum stefnir í málssókn á hendur Íslenska ríkinu til að fá neyðarlögunum hnekkt. Verði þeim hnekkt, hver verður þá staða Innistæðutryggingasjóðs gagnvart öðrum kröfuhöfum í þrotabú Landsbankans?
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sem gaf fulltrúum fjármálaráðherra leyfi til að skrifa undir Icesave samninginn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, gat ekki svarað spurningunni. Hún vissi ekki hvort þessi fjárhæð gangi beint inn í þrotabú bankans og renni til slitastjórnarinnar og verði meðhöndluð eins og aðrar eignir til ráðstöfunar til kröfuhafanna.
Spurningin er ekki hvort eignir Landsbankans séu 550 eða 690 milljarða króna virð (75-95% af 730 milljörðum)! Spurningin er hvort andvirði eignanna sem á að selja verði borgað til innistæðutryggingarsjóðsins og inn á lánið! Staðreyndin er að langflestir kröfuhafar gamla Landsbankans munu gera kröfu til þessara eigna eftir ákveðinni aðferðafræði, ekki bara innstæðueigendur Icesave. Svo má ekki gleyma að margir Icesave innistæðueigendur fá ekki nema brotabrot greitt úr innistæðutryggingasjóðnum. Afganginn þurfa þeir að sækja í þrotabú Landsbankans.
Ég vil ljúka þessum pistli með tilvitnun í Ágúst Þórhallsson, hdl /MBA: Ef skilanefnd gamla Landsbankans ákveður að selja einhverja eign og nýta andvirðið til niðurgreiðslu á láninu en síðar kemur í ljós að tilheyrði öðrum kröfuhöfum með réttu er ríkið búið að baka sér skaðabótaskyldu og þá er ljóst að stór hluti af þessum rúmlega 900 milljörðum mun falla á okkur og okkar barnabörn með einum eða öðrum hætti og þar með er búið að festa okkur í skuldklafa sem ekki verður séð út úr. Ég hefði talið fyrirfram að einhver hluti þessara eigna hljóti að tilheyra öllum kröfuhöfum gamla Landsbankans eftir gjaldþrotalögum en ekki endilega einum þeirra Tryggingasjóði innistæðueigenda sem fær framseldar innistæðukröfur Breta og Hollendinga samkvæmt samkomulaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Facebook
Athugasemdir
Icesave - Lánið: Er bilun að hafna því?/eða liggur hún í því að samþykkja það?
Samkvæmt samkomulaginu, er lán upp á 650 milljarða króna, miðað við núverandi virði krónunnar í Evrum, tekið til 15 ára, á 5,5% vöxtum. Lánið, er með þeim hætti, að engar greiðslur eru af því yfir fyrstu 7 ár lánstímabilsins, þ.e. vaxtagreiðslur upp á 35 milljarða á ári, bætast aftan á lánið. Lauslega áætlað virði þess, við samingslok, er um 900 - 1000 milljarðar ef áfram er miðað við núverandi stöðu krónunnar gagnvart Evrunni. Stjórnvöld telja, að eignir geti gengið upp í lánið, á bilinu 75 - 95%, eftir 7 ár.
I.Kostir við Icesave samninginn
Kostirnir við þetta, eru að lánið má greiða upp hvenær sem er, á samingstímabilinu, ef Íslendingum tekst að útvega sér annað lán, eða þá að kaupandi finnst, sem er til í að yfirtaka eignir Landsbankans sáluga gegn yfirtöku á láninu. Fyrir okkur væri, slíkur samingur mjög hagstæður; en á móti kemur, að líkur á slíkri útkomu eru ekki endilega miklar.
Aðrir kostir eru, að með þessu, er deilan við Breta og Hollendinga, úr sögunni, og ekkert því lengur til fyrirstöðu; að sækja um aðild að ESB. En, meðan deilan er óleyst, er einnig tómt mál, að tala um að sækja um slíka aðild, þ.s. stjórnvöldum þessara ríkja, væri mjög í lófa lagið að blokkera slíkt umsóknarferli, og það eins lengi og þeim sýnist - enda er það enn þann dag í dag þannig, að hvert aðildaríkja ESB þarf að samþykkja nýtt aðildarríki. Orð stjórnarliða, um að segja sig úr lögum við þjóðir heimsins, ef við klárum ekki þennan samning, ber að skoða í samhengi við aðildarþjóðir ESB, enda talar Samfylkingin mjög oft með þeim hætti, eins og að heimurinn takmarkist við Evrópu.
Einnig, er þá úr sögunni hætta, sem annars er fyrir hendi, að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða, gagnvart Íslandi. Bretland og Holland, geta sennilega beitt sér með þeim hætti, sjálfstætt. En, einnig má búast við, að þau 2 ríki, muni reyna að fá fram svokallaðar "GAGNAÐGERÐIR" gagnvart Íslandi, innan EES samningsins. Það, er að sjálfsögðu alvarlegt mál, ef til kæmi, þ.s. að slíkar aðgerðir, væru líklegar til að koma íslenska ríkinu í greiðslufall, þ.e. "default". Útlfutningsaðilar, gætu orðið fyrir miklu höggi, og snöggur tekjusamdráttur myndi gera ríkið gjaldþrota,,,sennilega.
VIÐ VERÐUM AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR, AÐ VIÐ ERUM MILLI 2. ELDA. HVORU MEGINN, BRENNUR ELDURINN, MINNA HEITT?
II.Icesave samningurinn sjálfur
Samingurinn við: Holland
Samningurinn við: Bretland
Það er óhætt að segja, að nokkur ákvæði samningsins, hafi vakið athygli. Ég læt hér, nægja að vitna beint í "Hollenska" hluta samningsins, þ.s. samningarnir eru mjög svipaðir í flestum atriðum. Lesendum, er í sjálf vald sett, að lesa samningana báða og bera saman, lið fyrir lið.
Fyrst er að líta á "Kafla 11 - Atburðir sem binda enda á samninginn".
Varla þarf að taka fram, að þetta ákvæði mun verða okkur, mjög erfitt. Samkvæmt þessu, þá er mótaðilanum, heimilt að líta svo á, að lánasamningurinn sé á enda, ef íslenska ríkið lendir í greiðsluvandræðum með einhver ótiltekin óskild lán.
Sú mótbára, að slík öryggisákvæði fyrir lánveitanda, séu algeng er rétt. Við skulum muna, að þegar breska ríkisstjórnin, beitti ákvæðum hryðjuverka-laga, ekki einungis á eignir Landsbanka - sem þá var kominn í þrot - heldur einnig á eignir Kaupþings-Banka - sem þá var enn starfandi -; þá fóru öryggisákvæði lánasamninga KB banka og Freedlander í gang, mörg stór lán gjaldféllu þar með og bankinn, í einu vetfangi, síðasti starfandi stóri banki landsmanna, var kominn í þrot.
Þannig, að það er alveg rétt, að slík öryggis-ákvæði, séu algeng í viðskiptasamningum, á opnum markaði. Það er líka punkturinn, að þetta er ekki, hefðbundinn viðskiptasamningur, heldur samningur milli ríkja. Í þannig umhverfi, er það einfaldlega eitt af samingsatriðunum, hvort og þá hversu nákvæmlega, menn kjósa að fylgja þeim hefðum sem skapast hafa, í viðskiptasamningum milli frálsra aðila á markaði.
Það er einmitt mergurinn málsins, að bresk og hollensk stjórnvöld, virðast hafa kosið að beita til fullnustu; hefðbundnum meðulum þeim sem gilda í samingum milli fyrirtækja, og samninganefnd Íslands, gengist inn á þá afarkosti. Í heimi viðskipta, er ekkert athugavert við það, þ.s. allar eignir fyrirtækja eru að sjálfsögðu undir ef áætlanir bregðast. En, Ísland er ekki fyrirtæki og ekki er bjóðandi, að hafa allar okkar eignir undir, með sama hætti, og að ef við værum fyrirtæki.
Þetta, er í besta falli, mjög ósanngjarnt þegar haft er í huga, að mótaðilinn er önnur þjóð, önnur ríkisstjórn og að ekki er einfaldlega hægt að gera eina þjóð upp, eins og um fyrirtæki væri að ræða. En, tilfinningin, sem maður fær, er einmitt sú, að það sé einmitt afstaða hinna samningsaðilanna; að Ísland megi gera upp, eins og um fyrirtæki væri að ræða.
Með öðrum orðum, ósanngirnin og óbilgirnin, er alger. Ef, ske kann, að einhver er ekki sammála, þessari túlkun minni, þá skal sá lesa áfram, og þá einkum 16.3.
Þetta skil ég þannig, að ef "Neyðarlögin" - verða felld úr gildi eða þau gerð ómerk fyrir hæstarétti þá sé mótaðilanum, í Icesave samningnum, heimilt að líta svo á, að samningurinn sé fallinn úr gildi. En, "Neyðarlögin" gerðu einmitt þ.s. vísað er til í þessu ákvæði, þ.e. að tryggja algeran forgang "Tryggingastjóðs innistæðueigenda" að frystum eignum Landsbanka Íslands sáluga. Ástæðan, fyrir þessu öryggisákvæði, er mér fullljós, þ.s. að ef fyrsti veðréttur "Tryggingasjóðs innistæðueigenda" fellur úr gildi, þá er ljóst að allar forsendur þess, að greiða af láninu, eru brostnar. Þá, erum við ekki lengur að tala um að fá milli 75 - 95% upp í Icesave, heldur e-h á bilinu 5 - 25%, þ.e. eftir því hvernig mál myndu ráðast, í beinni samkeppni við aðra kröfuhafa.
Þetta er mjög alvarlegt mál, þ.s. sem ekki hefur enn reynt á "Neyðarlögin" fyrir íslenskum dómstólum, þannig að ekki nokkur sála hefur minnstu hugmynd um hvort þau munu standast eða ekki.
Afleiðingarnar, eru einfaldar og hefðbundnar afleiðingar, slíkra öryggisákvæða; þ.e. að gagnaðilinn hefur þá heimild til að gjaldfella allt lánið, ásamt viðbættum vöxtum, eins og það stendur, á þeim tíma, þegar ákvörðunin um að gjaldfella, er tekin.
Þetta er allt skjólið, og samt voga stjórnvöld sér að tala fjálglega um 7 ára vernd. Það ætti hver heilvita maður að sjá, að líkur þess að við Íslendingar á þessu 7 ára tímabili lendum í greiðsluvandræðum með óskild lán eru umtalsvert hærri en '0'. Einnig ætti hver heilvita maður, að sjá; að líkur þess að "Neyðarlögin" standist ekki, eru verulegar. Ég þori a.m.k. ekki að gefa þeim hærri likur en 50/50. Þannig, að þá eru einnig 50/50 líkur á að Icesave lánið verðir gjaldfellt innan þessara 7 ára.
Við skulum næst skoða Kafla 15 Breyttar aðstæður.
Ríkisstjórnin, er að benda á þetta, sem endurskoðunar-ákvæði. Sem sagt, ef það álit Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins liggur fyrir þess efnis, að möguleikar Íslands til að standa undir skuldabyrði sinni, hefðu versnað umtalsvert samanborið við mat sjóðsins frá 19. nóvember 2008. Ég get ekki séð betur, en að þetta ákvæði sé mjög aumt. A)Ekki virðist, Ísland geta krafist nýrra viðræðna, heldur einungis farið fram á þær; og er það þá einnig háð því, að mótaðilinn sé sammála því mati að Grein 15.1.1 eigi við viðkomandi tilvik. B)Einnig, er þarna ekki neitt heldur til staðar, sem skuldbindur mótaðilann, til að taka hið minnsta tillit til, hins breytta ástands. Allt upp á náð og miskunn, komið. Engin vernd í þessu.
Síðan skulum við líta á Kafla 16 Ráðandi Lög og Löghelgi.
Eins og sést af þessum ákvæðum, hefur ríkisstjórn samþykkt yfirráð breskra laga og breskrar löghelgi, gagnvart öllum deilu eða vafamálum, af hvaða tagi sem verða vill, sem upp kunna að koma. Holland, fær sérheimild til að reka mál, fyrir dómstólum að eigin vali. En, ekki Ísland.
Af þessu að dæma, virðist að Ísland afsali sér því, að fara með mál fyrir hvort tveggja, alþjóða - og fjölþjóða-dómstóla. Með öðrum orðum, hreint og skýrt, þjóðréttarlegt afsal. En, skv. þjóðar-rétti, er mjög takmörkunum háð, hve harkalega má ganga fram, gegn annarri þjóð, í samningum.
Með því, að samingurinn lýtur reglum um viðskiptasamninga, í stað þess að lúta reglum um samninga að þjóðarrétti; þá er mögulegt að hafa til staðar, miklu mun harkalegri ákvæði, en annars væri heimilt.
HIÐ ÞJÓÐRÉTTARLEGA AFSAL, ER ÞVÍ; MJÖG, MJÖG ALVARLEGT!!!
Það er óhætt að segja, að Grein 16.3, sé umdeild. Hér fyrir neðan, byrtist þýðing á henni sem framkvæmd var af "Magnúsi Thoroddsen hæstaréttarlögmanni". Það ætti því að vera óhætt að treysta því, að sú þýðing sé framkvæmd skv. þeirri bestu þekkingu á lögum, sem völ er á hérlendis.
Magnús Thoroddsen, hæstaréttarlögmaður hefur verið einkar gagnrýninn, á Grein 16.3: Sjá Frétt Pressunnar - Hollendingar geta tekið Alþingishúsið fjárnámi .
Nú skulum við leggja sjálfstætt mat á það, hvað sé satt og rétt, í þessu máli. Ríkisstjórnin, þar á meðal Jóhanna sjálf, heldur því fram að skilningur Magnúsar Thoroddsen, hæstaréttarlögmanns, sé af og frá. En, hérna sjá menn, hver sem skoðar þessa bloggsíðu, svart á hvítu, hvað stendur í texta samingsins.
Eins og sést, ef skoðuð eru þau ákvæði, sem ég hef lagt áherslu á, þá kemur ekkert fram, engin takmarkandi skilgreining, sem undanskilur nokkra tiltekna eign, í eigu Tryggingasjóðsins eða íslenska ríkisins. Það eina, sem takmarkar með nokkrum hætti, er það sem ég hef grænletrað , með öðrum orðum, eina takmörkunin er sú að aðilinn sem gengur að íslenskum eignum verður að lúta þeim lögum og reglum, sem gilda um eignaupptöku, í því lagaumdæmi, sem sókn um eignaupptöku fer fram. Ef þið trúið mér ekki, lesið þetta sjálf,,,eins oft og þið þurfið.
III. Niðurstaða
Það er ljóst, að núverandi Icesave samningur, hefur mjög alvarlega galla.
Það er ljóst, í Kastljósi, að aðstoðarmaður Fjármálaráðherra, Indriði H. Þorláksson, fattaði ekki hvað hann var að segja, þegar hann kom með þá mótbáru, að öryggisákvæði samningsins væru eðlileg og algeng í lánasamningum á markaði. Það er alveg hárrétt hjá honum, þannig séð.
Kastljós:18/6/09 .
Aftur á móti, virðist hann ekki enn gera sér grein fyrir, að með því að samþykkja að samningurinn lúti reglum um hefðbundna viðskiptasamninga á markaði, ásamt því að lúta breskri lög- og réttar-helgi þar um; þá afsalaði samninganefnd Íslands, þar með, möguleikanum á því að láta samninginn lúta reglum Þjóðarréttar, sem hefði veitt mótaðilum okkar, miklu þrengri aðstöðu til að setja inn í samninginn, ósanngjörn og óbilgjörn ákvæði, eins og þau, sem ég vísa til.
Niðurstaðan, er sú, að samningurinn, er afskaplega slæmur og ekki síst, HÆTTULEGUR.
Allar eignir Íslands, virðast vera undir, og það að mestu án takmarkana, eins og Ísland væri fyrirtæki, sem hægt sé að gera upp. Líkur verða teljast mjög verulegar, í ljósi síversnandi efnahags stöðu - bankarnir hafa ekki enn verið formlega endurreistir - og stöðuga fjölgun gjaldþrota, einstaklinga sem og fyrirtækja; ört fallandi verðmætis eigna - sem standa undir skuldum - og vaxandi atvinnuleysis - - - - er ljóst að hætta er umtalsverð á því, að Icesave samningurinn, verði gjaldfelldur, innan 7 ára tímabilsins, sem skv. ríkisstjórn, á að vera sá tími sem samningurinn veiti okkur skjól. Þá, skv. ákvæðum 16.3 má ganga að hvaða eign sem er, í eigu ríkisins, eins og ég sagði - án takmarkana.
Ég verð að taka undir orð Magnúsar Thoroddsen, hæstaréttarlögmanns þess efnis, að þá geti Landsvirkjun - eða hvað annað í eigu ríkisins, t.d. Þjóðlendur, verið undir og komist í eigu útlendinga, til að vasast með, skv. eigin hag en ekki okkar.
VIÐ VERÐUM AÐ GERA OKKUR GREIN FYRIR, AÐ VIÐ ERUM MILLI 2. ELDA. HVORU MEGINN, BRENNUR ELDURINN, MINNA HEITT?
Ég held, að þrátt fyrir stóralavarlega galla við að hafna Icesave samkomlaginu,,,og hætturnar sem þá skapast eru sennilega ekki smáar í sniðum; þá held ég, þegar allt er skoðað í samhengi, að það að samþykkja þetta Icesave samkomulag ríkisstjórnarinnar, væri enn hættulegra!!
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Einar Björn Bjarnason, 19.6.2009 kl. 12:21
Mjög góðar fyrirspurnir hjá þér, Eygló, á Alþingi. Hér fylgirðu góðum málstað þjóðarnar vel eftir. Niður með brezka kúgunarvaldið og skóþjóna þess hér á landi.
Jón Valur Jensson, 19.6.2009 kl. 13:50
kæra eygló
þetta er ekki í fyrsta sinn sem land þarf að semja í uppgjöf. það hefur oft gerst áður. það nýja er að þeir sem komu okkur út í stríðið eru enn að. það þarf að breytast. við framsóknarmenn verðum að standa undir mistökum gerða okkar pólítíkusa svo sem dóra og grenivíkur skottu og allra þeirra fylgifyska. taktu þátt í að byggja upp eftir mistökin og að koma þeim sem brutu lög á réttar stofnanir. minnkaðu bullið. kv. ÞÞ.
þþ (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 12:09
Eygló, þið þingmenn Framsóknarflokks eigið heiður skilinn fyrir vasklega framgöngu gegn landráðum Sossanna. Barátta ykkar gegn ESB-aðild og Icesave-reikningum mun tryggja ykkur stóraukið fylgi í nærstu kosningum.
Í núverandi stöðu þarf að leggja allt kapp á að fella Icesave-samninginn. Menn spyrja eðlilega, hvað svo eigi að taka við. Eigum við að fara dómstólaleiðina eða ganga aftur til samninga við andstæðinga okkar.
Að mínu mati eigum við bara um einn kost að ræða og þá leið hefðum við átt að fara strax í upphafi. Við eigum að virkja lagalegan rétt okkar til að hafna Icesave-kröfunum. Fyrir hendi eru bæði efnislegar og formlegar ástæður fyrir því að okkur er ekki skylt að greiða Icesave. Siðferðilega er neitun greiðslu ekki byrði, því að við erum að glíma við ríkin Bretland og Holland. Þessi ríki eru löngu búin að gera upp við innistæðueigendur.
Efnislegar forsendur. Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal hafa bent á efnislegar ástæður fyrir því að okkur ber ekki að greiða. Þessar forsendur standa óhaggaðar.
Formlegar forsendur. Ég hef undanfarna daga bent á að samkvæmt alþjóðarétti, getum við komist undan greiðslu Icesave-byrðarinnar. Þetta er mögulegt með vísan til þess ákvæðis alþjóðaréttar sem nefnt er "rebus sic stantibus" (eins og málum er háttað). Á bloggi mínu fjalla ég nánar um þetta ákvæði.
Til að virkja lagalegan rétt rétt okkar, verðum við að senda frá okkur YFIRLÝSINGU, um þá ákvörðun Íslendinga að fella niður tilskipun ESB um ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum. Í Yfirlýsingunni þarf að vera rökstuðningur í stuttu máli og vísa þarf til "rebus sic stantibus" og annara forsenda fyrir niðurfellingunni. Þessar forsendur geta verið siðferðilegar og pólitískar ekki síður en lagalegar.
Ákvæðið "rebus sic stantibus" (eins og málum er háttað) er alþjóðlegur fyrirvari um samninga. Þetta ákvæði fjallar um það, að enginn þarf að sæta skilmálum samnings, ef aðstæður hafa breytst á ófyrirséðan máta og þannig að málsaðila er ill-kleyft að hlýta samningnum.Má ég svo minna á lykilinn að endurreisn efnahagskerfisins. Við þurfum að taka í notkun "reglu-bundna peningastefnu" (rule-bound monetary policy), sem felur í sér að Seðlabankinn verður lagður niður og gefin verður út "alvöru peningur". Þá "torgreindu peningastefnu" (discretionary monetary policy) sem víðast er við lýði, verður að leggja niður. Með henni hverfur "sýndar peningur" (fiat money) Seðlabankanna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 24.6.2009 kl. 11:12
Nú þurfa allir að lesa þessa vefsíðau Friðjóns R. Friðjónssonar með ýtarlegu, stórmerkilegu bréfi Péturs Richter. Bréfið rekur Icesave-málið, einkum á síðustu vikum, ákaflega vel, séð frá sjónarhóli verkfræðings sem leggst í djúpa athugun á öllu málsferlinu og fer þar í saumana á hlutum, sem menn hafa varla áttað sig á ennþá.
Hvílíkt tundur þetta bréf hans er, sést t.d. á þessu broti þaðan:
"... Stjórnvöld virðast líka hafa gleymt að lesa alla skýrsluna. Á blaðsíðu 13 er farið yfir áhættuþætti varðandi mat á hvað fáist upp í skuldbindinguna. Þar kemur fram að það sé líklegt að aðrir kröfuhafar fari í mál til að reyna að fella neyðarlögin (þar sem innlán voru sett í hóp forgangskrafna) og ef þau falli er líklegt að það fáist eingöngu 33% upp í kröfuna !!!"
Jón Valur Jensson, 24.6.2009 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.