Okkar eigin ríkisstjórn...

Meira og meira er að koma fram um þann hrylling sem Icesave samningarnir eru fyrir íslenska þjóð. Skv. nýjustu fréttum mun bara vera hægt að leysa úr ágreiningi fyrir enskum dómstólum og Hollendingar munu geta gengið að hvaða eignum íslenska ríkisins ef það verður greiðslufall.

Sama er væntanlega í samningnum við enska innistæðutryggingasjóðinn.

Ég hef sagt ýmislegt um þennan samning, og með hverjum degi virðist það koma betur og betur í ljós hvers konar svik við þjóðina þessi samningur er.  En hér ætla ég að fá að vitna í Jónas Kristjánsson og nýjan pistil á vefsíðu hans undir fyrirsögninni Icesave samningar eru landráð

"Þá vitum við það. Ríkisstjórnin hefur afsalað fullveldinu. Þar á meðal stjórnarflokkur, sem lýsir yfir áhyggjum af afsali fullveldis vegna Evrópusambandsins. Þessir samningar um afsal fullveldis eru landráð og verða felldir á Alþingi."

Það er ekki skrítið að sjálfstæði þjóðarinnar skuli vera mönnum ofarlega í huga í dag, - því við stöndum í dag í harðri baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og það gegn m.a. okkar eigin ríkisstjórn. 

Okkar eigin ríkisstjórn!

 

 


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Er ekki öllum ljóst að það eru auðvitað auðlindir okkar sem þeir eru á eftir. Vatnsskortur er t.d. vaxandi vandamál í UK og orka er allstaðar dýrmæt. Við erum hér að tala um gull og olíu framtíðarinnar. 

Þökk sé hinni heilögu Jóhönnu og hinum viðsnúna Steingrími að nú eru Bretar að tryggja sér yfirráð yfir okkur á tvennan hátt. Fyrst með IceSave samningnum og síðar með inngöngu okkar í ESB. Þetta er auðvitað bara nýlendustríð nútímans þar sem, eins og áður, Bretar leggja undir sig auðlyndir annarra landa er eiga vont með að verja sig.

Halla Rut , 18.6.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margir munu í bjartsýni sinni telja Höllu Rut og Eygló fara hér með fleipur. Og Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ræðunni, sem hún var svo ósmekkleg að halda fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni í morgun:

"Ég vil jafnframt undirstrika, að fráleitt er, að þessir samningar skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt íslenzka ríkisins yfir auðlindum hennar, eins og sumir hafa haldið fram."

Eigum við ekki að trúa helzta ráðamanni þjóðarinnar?

Nei, heldur betur ekki. Sama daginn og hún talaði þessi orð, kom það fram í Sjónvarpinu í 19-fréttum (og sennilega Útvarpinu kl. 18), að Hollendingar geta skv. Icesave-samningnum gengið að hvaða eignum íslenzka ríkisins sem er, ef um vangreiðslur væri að ræða. Jafnframt var sagt, að lögfræðingar, sem þetta var borið undir, hafi lýst því áliti sínu, að þetta gæti leitt til þerra vandræða, að setja yrði sérstök lög hér um það, hvaða eignir ríkisins kæmi þá helzt til greina að afhenda Hollendingunum, ef til greiðslufalls kæmi. (Aths. mín: Það sama hlytur að gilda um "veð" Bretanna, það yrði bara tvöfalt eða þrefalt verðmeira!)

Nú sést, af hverju Samfylking og Vinstri græn vildu halda svikasamningnum leyndum!

Þetta um ríkiseignirnar, sem í húfi er, er reyndar mjög í samræmi við skuggaleg tíðindi sem lesa mátti daginn áður, 16/6, hér í innleggi hjá Silfur-Agli á Eyjunni (stafsetn. ekki mín):

"Her breskra lögfræðinga sömdu IceSave og það hefur lekið út að við ætlum að skrifa undir m.a. að við afsölum þjóðréttarlegri stöðu okkar. Það þýðir að íslenska ríkið missir allan rétt til að halda uppi vörnum. Jafnvel rakinn réttur okkar sem að auðvelt væri að sækja fyrir Sameinuðu þjóðunum er afsalað og því fyrir bý.

Ef að Bretar og Hollendingar myndu krefjast þess að við látum fiskinn og orkuna af hendi eftir 7 ár og við viljum ekki una því, þá myndum við þurfa að fara í mál fyrir breskum dómstólum, því að skv. IceSave handrukkuninni væri um einkamál að ræða þar sem breskir dómstólar hafa lögsögu og ekki þjóðarrétt.

Við verðum gjaldþrota eftir 7 ár, engin ákvæði eru í IceSave um að við fáum að dreifa greiðslum og laga þær að því sem ráðum við, samningsstaða okkar verður engin. Getum bara farið með málið sem einkamál fyrir breskan dómstól.

Sæstrengur verður lagður til Skotlands og orkan okkar og fiskurinn mun fara uppí skuld fyrir spottprís.

Þeir sem efast um það geta lesið þessa skýrslu:

http://www.cepr.org/pubs/PolicyInsights/PolicyInsight26.pdf [Hér er um lærða og langa grein í sérfræði tímaritinu CEPR Plicy Insight að ræða eftir 1. flokks hagfræðinga, Willem Buiter (Professor of European Political Economy at the European Institute of the London School of Economics and Political Science, með langan og merkan feril) og Anne Sibert (Professor and Head of the School of Economics, Mathematics and Statistics at Birkbeck College, sjá nánar um þau á bls. 23. á tilvísaðri vefslóð). Það voru einmitt þessi Anne Sibert og sennilega próf. Buiter, sem gerðu þá skýrslu fyrir Seðlabankann, vorið 2008, sem bankinn eða stjórnvöldu kusu að stinga undir stól og banna höfundunum að birta hana. Spurning hvort kjarni hennar er í þessari mjög svo athyglisverðu grein þeirra í nefndu tímariti, þar sem hún birtist í október sl. (Innskot JVJ.)]

“The Icelandic government could approach the IMF for a (revived) contingent

credit line. As a last resort, the government should try to borrow foreign exchange in the global capital markets by offering its natural resource wealth, mainly hydro and geothermal energy, as collateral.”

(collateral = trygging)

síða 10:

“Iceland also possesses some excellent collateral,

even if using it might prove politically unpalatable.

(palatable = agreeable or acceptable)”

og síðan

“From the perspective of the international financial

community, the most promising form of collateral for

official borrowing from abroad is Iceland’s natural

resources. Iceland is rich in hydro and geothermal energy

resources that are currently only exploited for

exports indirectly, by being embodied in the exports of

aluminium smelted and refined in Iceland. Before too

long, however, there may be a power cable linking

Iceland to Scotland and possibly to other countries as

well. This valuable resource could be used today by borrowing

against it. In particular, exploration rights and

exploitations options could be auctioned off to foreign

enterprises. Future foreign currency energy revenues of

the Icelandic Treasury could be securitised today, with

bonds that will only start paying a coupon in the future,

when the exports and taxes are actually flowing. While

also possibly politically unappealing, tens of billions of

dollars could be mobilised through this channel.”

Bretar ætla ekki einu sinni að greiða “tens og billions of dollars”, heldur einfaldlega leggja sæstreng til Skotlands taka líka af okkur fiskinn eftir 7 ár."

Tilvitnun lýkur í innleggið á Eyjan.is. Hér er um hrikaleg tíðindi að ræða. En ætlar Jóhanna að halda áfram í sinni afneitun? Og var Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samfylkingar, send út af örkinni til að halda erindi fyrir flokksfólkið og aðra á þessu liðna 17. júní-kvöldi til að stappa stálinu í þann þingflokk, sem einn á eftir (von bráðar) að missa alla trú á Icesave-samning Svavars Gestssonar & Co.?

Jón Valur Jensson, 18.6.2009 kl. 00:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hollendingar - geta gert Ísl. eignir upptækar!!

einar_bjorn_bjarnason-2_865340.jpg Mér verður spurn, afsakið orðbragðið, "EN UM HVAÐ Í ANSKOTANUM VORU STJÓRNVÖLD AÐ SEMJA"? Ég datt niður á þennan texta á netinu, sem virðist vera, "VÆGAST SVO UMDEILANLEG GREIN Í NÝJU Icesave SAMKOMULAGI!!

Þetta virðist, nánar tiltekið, vera grein sem er úr þeim hluta samningsins, sem snýr að Hollendingum, sérstaklega. Með öðrum orðum, hluti af sérhluta samningsins, um úrlausn hagsmuna Hollendinga. Þannig, að liður 16.3 gefi hollenska ríkinu, rétt til aðfarar að ótilgreindum íslenskum eignum, í skyni væntanlega að innheimta greiðslu - ef Íslendingar, einhverra hluta vegna, lenda í því að geta ekki greitt eða að Íslendingar standa ekki við samkomulagið, með einhverjum öðrum ótilgreindum hætti.

ÞETTA VOGA STJÓRNVÖLD SÉR, AÐ KALLA ÞANN BESTA SAMNING, SEM HÆGT VAR AÐ NÁ, VIÐ NÚVERANDI AÐSTÆÐUR!!

"16.3. Waiver of Sovereign Immunity

Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or judgment.  If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction.  Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.""

Ég veit ekki um ykkur, en þessi orð hljóma virkilega, ógnvekjandi.

Það má vera, að einungis sé verið að tala um eignir, í  Hollandi, en ef svo er, þá kemur það ekki fram í þessum texta. Skv. frétt RÚV: Icesave samningurinn , en þeir kvá hafa eintak af samingnum í sinni vörslu, hvernig sem þeim áskotnaðist það, ÞÁ KEMUR HVERGI FRAM Í SAMINGNUM, NEIN SKILGREIND TAKMÖRKUN Á ÞVÍ, HVAÐA EIGNIR GETI ÁTT Í HLUT - nema, þegar stjórnarskrár ákvæði takmarki.

RÍKISSTJÓRNIN, VERÐUR AÐ SVARA ÞESSU,,,OG ÞAÐ VERÐUR AÐ BYRTA ICESAVE SAMNINGINN Í HEILD,,,ANNARS GETUR ENGINN, SETT NEITT TRAUST Á HVAÐ SAGT ER UM HANN!!

Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.

Einar Björn Bjarnason, 18.6.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

100% sammála Einari Birni.

Jón Valur Jensson, 18.6.2009 kl. 03:14

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Frábær og afhjúpandi var greinin hennar Vigdísar Hauksdóttur, meðþingmanns þíns, Eygló, í Fréttablaðinu í gær um hringsnúning Steingríms J. Sigfússonar í Icesave-málinu: Raunir ráðherrans – munaður þingmannsins. Bið að heilsa henni (frænku minni).

Jón Valur Jensson, 18.6.2009 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband