Réttur til upplýsinga

Erlendir kröfuhafar virðast hafa fengið upplýsingar um efni Deloitte/Oliver Wyman skýrslunnar þrátt fyrir að hafa neitað að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu við Deloitte.

Ég vona svo sannarlega að þessi frétt sé röng eða á misskilningi byggð.  Þingmenn viðskipta- og efnahags- og skattanefndar hafa nefnilega ítrekað beðið um að fá að sjá helstu niðurstöður úr Deloitte/Oliver Wyman skýrslunni en fengið þvert nei. 

Aðeins með því að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu yrði hægt að upplýsa þingmenn um innihald skýrslunnar.

Um þetta var rætt fram og til baka á fundi með FME og Deloitte.  Fyrst var vísað til upplýsingalaga. Þegar það virkaði ekki var dreginn fram þessi ægilegi samningur á milli FME og Deloitte um að ekki væri leyfilegt að birta neinum þessar upplýsingar án þess viðkomandi skrifaði undir non-disclosure/harmless yfirlýsingu við Deloitte.

Sú yfirlýsing þýðir að viðkomandi megi ekki nota upplýsingarnar, ekki fara í mál við einn eða neinn á grundvelli þeirra og ég veit ekki hvað.

Þingmenn reyndu þá að fá upplýsingar um aðferðafræðina sem notuð var við gerð skýrslunnar, en hún var líka flokkuð sem trúnaðarmál.

Ég var orðin ansi þreytt á þessum moðreyk og þrasi embættismannanna, þar sem hver benti á annan og ákvað því að senda inn skriflega fyrirspurn um nýju bankana. Vonandi geta þingmenn fengið einhverjar upplýsingar um eignasafn bankanna, svona áður en við þurfum að taka ákvörðun um að leggja tæpa 400 milljarða í þá sem nýtt eigið fé.

Miðað við þann leyndarhjúp sem einkennir störf ríkisstjórnarinnar ætla ég þó ekki að halda niðri í mér andanum.


mbl.is Virði eignasafna nýju bankanna er mjög á reiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband