Tannlækningar eða matur?

Í óundirbúnum fyrirspurnum í dag spurði Steinunn Valdís Óskarsdóttir heilbrigðisráðherra hvernig ætti að bregðast við vanda barna með miklar tannskemmdir.  Heilbrigðisráðherra útlistaði að tannheilsa flestra íslenskra barna væri með ágætum en ákveðinn hópur barna væri með mjög miklar tannskemmdir. Hann hefði því komið á stað starfshópi til að leita leiða til að bregðast við þessum vanda.

Þingmaðurinn talaði svo um að auðvelt yrði að setja upp tannlæknastóla í skólum landsins og væntanlega redda tannlæknum til að sinna eftirlitinu. 

Ætla má að stór hluti þessara barna eigi foreldra með lágar tekjur. Þessir foreldrar standa oft frammi fyrir valinu á milli þess að kaupa mat handa börnunum sínum eða fara til tannlæknis.  Væntanlega eru börn atvinnulausra í þeim hópi, en tæplega 7000 atvinnulausir einstaklingar þiggja greiðslur vegna barna frá Vinnumálastofnun. Upphæðin á dag er 276 kr. sem dugar varla fyrir kexpakka, hvað þá næringarríkari mat eða tannlæknaþjónustu.

Yfir þessu hefur síðan fjármálaráðherra fussað undanfarna daga, - að stjórnarandstaðan skyldi dirfast að spyrja hvernig sé hægt að framfæra barn á 276 kr. á dag (og þá bara virka daga, því atvinnuleysisbætur eru ekki reiknaðar fyrir helgar) og boða þannig frekari útgjöld.

Ég verð því að spyrja hvort þingmaðurinn og heilbrigðisráðherrann hafa rætt við hæstvirtan fjármálaráðherra um viðhorf hans til valsins á milli tannlækninga og hugsanlega matar fyrir börnin. 

Eða eiga börn tekjulágra foreldra kannski að fá hvorugt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttekki svona Eygló.

Það er miklu meiri þörf fyrir skattfé í að reka flott sendiráð, fara á ráðstefnur, kaupa eðalbíla fyrir forstjóra eða styrkja söfn og gæluverkefni...

En fyrst hvorki hægri né vinstristjórn hefur áhuga á að íslensk börn brosi breitt þá er hér hugmynd sem ég skaut inn í umræðuna nýlega hlekkur 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband