30.5.2009 | 20:01
Þak á verðtrygginguna
Þingflokkur Framsóknarmanna lagði fram á föstudaginn frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu.
Frumvarpið er þríþætt:
1) Sett verði 4% þak á hámarkshækkun verðtryggingar á ársgrundvelli.
2) Ríkissjóður og stofnanir ríkins gefi ekki út verðtryggð ríkisskuldabréf.
3) Þingið setji á stofn nefnd sem leggi til frekari tillögur og lagabreytingar um afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga til framtíðar. Nefndin skili tillögum til viðskiptanefndar sem mun vonandi leggja fram viðkomandi frumvörp.
Lagafrumvarpið er svohljóðandi:
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu.
1. gr.
13. gr. laganna verður svohljóðandi: Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu, þó skal hámarkshækkun verðtryggingar á ársgrundvelli vera 4%. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
2. gr.
Við 1. mgr. 14. gr., bætist nýr málsliður svohljóðandi: Ríkissjóður og stofnanir á vegum ríkisins, svo sem Íbúðalánasjóður og Seðlabanki Íslands, skulu ekki gefa út verðtryggð ríkisskuldabréf nema í undantekningartilfellum og skal þá rökstyðja sérstaklega forsendur fyrir útgáfu þeirra opinberlega og tilgreina forsendur.
3. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo: Alþingi skal skipa nefnd sem leggi mat á og mótar tillögur um aðgerðaáætlun og nauðsynlegar lagabreytingar um frekara afnám verðtryggingar fjárskuldbindinga. Nefndin meti áhrifin til lengri og skemmri tíma á fjármálamarkaðinn og fjárskuldbindingar heimila og atvinnulífs og setji fram áætlun um afnám verðtryggingar. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa frá hverjum eftirtalinna: Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, Landssambandi lífeyrissjóða, Neytendasamtökunum, Hagsmunasamtökum heimilanna, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum og Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja. Nefndin skal skila skýrslu ásamt tillögum um aðgerðaáætlun og nauðsynlegar lagabreytingar til viðskiptanefndar.
4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Athugasemdir
Matthías Ásgeirsson, 30.5.2009 kl. 20:29
Verptrygging SKULDA er glæpur!!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.5.2009 kl. 22:05
Eygló !
Gerðu fyrir mig einn greiða ?
Farður til flokksfélaga þinna og spurðu þá hvers vegna þú ert að koma með þessa tillögu ?
Veistu ekki hvað framsaóknarflokkurinn gerði þjíðinni ???
JR (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:39
Villt þú kaupa óverðtryggt skuldabréf frá vinstrisjórn Íslands. Lestu smá sögu um sparimerki og fleira sem brann upp hjá Ragnari Arnalds og félögum fyrir ekki svo mörgum árum.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 01:05
Eygló ! Ég vona þú áttir þig á því að þú varðst að athlægi með þessu sérstaka orðalagi þínu með athugasemdirnar. Viltu ekki aðeins hugsa þig betur um áður en þú talar. Svo ertu á góðri leið með að verða aðalnöldurkona þingmanna. Það er ekki hóg að hækka röddina og þenja sig, betra greinilega að skipuleggja pínulítið hugsanir sínar.
Annars hætta menn að taka mark á þér og væntanlega óheppilegt fyrir nýjan þingmann
Jóhanna (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 01:33
Ekki skánar þessi flokkur ykkar við mannabreytingarnar, svo mikið er víst. Ég verð að gefa mér að hér sé annað og verra á ferðinni en heimska, þó frumvarpiðið sé með ólíkindum ógæfulegt. Mér synist hér gefi framsóknarmenn sér það að vænlegast sé að veðja á óskhyggju og heimsku kjósenda í þeim tilgangi að afla flokknum fylgis. Hér er fiskað í gruggugu vatni.
Þér til upplýsingar: Verðtygging tekur mið af verðbólgu. Verðbólga í landinu minnkar verðgildi Krónunnar. Verðbætur eru afleiðing verðbólgu.
Hlutverk stjórnvalda er að halda verðbólgu í skefjum með efnahagsstjórn. Ef íslensk stjórnvöld hefðu gegnum tíðina stundað efnahagsstjórn í stað óráðsíu hefði verðtrygging lána aldrei orðið raunin á Íslandi. Þetta ættir þú að vita áður en þú býður þig fram til alþingis og líka fyrirrennarar þínir í framsóknarflokknum.
Síðasta efnahagskollsteypa, er eins og þú veist, í boði þíns eigin flokks og íhaldsins, með aðstoð samfylkingar á síðustu metrunum.
Þínar tillögur gera lítið úr kjósendum þínum og sjálfri þér sem stjórnmálamanni.
Ef þú værir læknir gætir þú með sömu hugmyndafræði reynt að lækna hitasótt með því að breyta kvarðanum á hitamælinum.magnus (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:27
Verðtrygging SKULDA er glæpur!!!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 1.6.2009 kl. 01:44
Skynsamleg tillaga.
Sigurður Jónsson, 4.6.2009 kl. 00:38
Ég þakka fyrir þetta frumvarp sem er í fullkomnim takti við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna sjá www.heimilin.is
Þú stendur þig vel Eygló :)
Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.