ESB umsókn á málefnalegum grunni

Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn lögðu fram þingsályktunartillögu í dag um málefnalegan undirbúning að hugsanlegri aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þingsályktunin er svohljóðandi:

"Alþingi ályktar að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa mögulega umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Nefndinni er falið eftirfarandi hlutverk:
    1.      Að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
    2.      Að vinna vegvísi að mögulegri aðildarumsókn sem taki til umfjöllunar öll álitamál varðandi upphaf aðildarviðræðna og hvernig að þeim skuli staðið, auk þess að fjalla um nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við staðfestingu mögulegs aðildarsamnings.
    Nefndin ljúki framangreindum verkefnum sem allra fyrst og eigi síðar en 31. ágúst 2009."

Við teljum að með þessu væri verið að taka skref til að skapa víðtækari sátt um mögulega umsókn að ESB í samfélaginu en sú málsmeðferð sem ríkisstjórnin hefur lagt til.  Þar virðist Alþingi (lesist: stjórnarandstaðan) náðarsamlegast eiga að leyfa Samfylkingunni að fara til Brussel og afhenda fullveldi þjóðarinnar án þess að hafa nokkra fullvissu fyrir hvaða skilyrði utanríkisráðherra eigi að setja fyrir samningi og hvernig málsmeðferðin eigi að vera. 

Ég verð einfaldlega að viðurkenna að ég hreinlega treysti ekki Samfylkingunni til að gæta nægilega vel að hagsmunum íslensku þjóðarinnar og tel því eðlilegt að þingið setji samningsumboði ríkisstjórnarinnar mjög strangar kröfur.

Því styð ég þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Tek undir með þér Eygló ég treysti ekki samfylkingunni heldur fyrir ESB viðræðum og styð þessa tillögu ykkar að fullu.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.5.2009 kl. 18:13

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ESB kaupmangarar. Sumir prúttarar gefa allt eftir til þess eins að ná kaupandann á sitt band. Reynið að segja allt í plati eftir viðræður. Ég mæli með engum viðræðum og engum hreyfingum í þessu máli. Meirihluti þjóðarinnar vill enga aðild. 

Valdimar Samúelsson, 29.5.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Þið talið eins og Samfylkingin hafi ætlað sér að ganga ein til samninga fyrir hönd þjóðarinnar og semja við ESB, liggur við án skilyrða.

Ef þið getið ekki lesið betur út úr tillögu stjórnarinnar en það, þá er svosem ekki við miklu að búast frá ykkur í stjórnaranstöðunni á kjörtímabilinu.

Annars er margt gott í ykkar tillögu og vonandi næst niðurstaða í málinu, menn eru nú ekki það langt frá hvorum öðrum í þessu.

Smári Jökull Jónsson, 29.5.2009 kl. 04:37

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Smári. Að hreya við svona máli er sama og að koma sér ínn í hringiðu. Þú losnar aldrei út úr henni aftur. Þetta er prútt kaupmenska.

Valdimar Samúelsson, 29.5.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband