Sýnum samstöðu á Austurvelli!

Ég vil benda ykkur á samstöðufund sem Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir á Austurvelli kl. 15.00 í dag.

Hagsmunasamtök heimilanna vilja:

* Að gengis- og verðtryggð lán verði leiðrétt með almennum aðgerðum
* Að áhætta milli lánveitenda og lántakenda verði jöfnuð
* Afnema verðtryggingu
* Að veð takmarkist við þá eign sem sett er að veði
* Samfélagslega ábyrgð lánveitenda

Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að gera neitt af þessu sem samtökin eru að krefjast og vill að sjálfsögðu sem minnst af efnahagstillögum okkar Framsóknarmanna vita. Þar á meðal 20% almenn leiðrétting á skuldum heimila og fyrirtækja.

Ég hvet því sem flesta til að mæta á fundinn og sýna samstöðu með heimilunum í landinu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta er stórfrétt!

Þingkona auðvalds- og spillingarflokksins sem kennir sig við Framsókn eftir hugmyndum Jónasar frá Hriflu (sem snýr sér marga hringi í gröfinni í dag yfir undanvillingnum sem flokkurinn sem hann stofnið 1916 er orðinn) auglýsir samstöðufund Hagsmunasamtaka Kapítalistanna sem ranglega kenna sig við heimilin í landinu.

Stórfrétt!

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 11:53

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið svakalega er Þór bitur og dapur maður. Allveg á mörkunum að láta banna þennan mann á blogginu vegna meiðæris og vondra orða. Guð hjálpi honum.

Haraldur Haraldsson, 23.5.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Æi hvað auðvaldssinnar eiga bágt með sannleikann - grátkórinn teygir sig víða.

Þór Jóhannesson, 23.5.2009 kl. 12:12

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hef ákveðið að eyða 67 orðum í að svara honum Þór Jóhannessyni. Þar með er því lokið.

Haraldur Haraldsson, 23.5.2009 kl. 12:27

5 identicon

Ef ég væri búsettur fyrir "sunnan" þá tæki ég þátt.  Vonandi að "flensan" dragi ekki kjark úr fólki því almenningur þarf frekar að "óttast ríkisstjórnina" en "flensuna".   Sum verk ríkisstjórnarinnar eru að verða "ólæknandi".

Þór minn, þú stekkur úr einu í annað, oftast í eitthvað allt annað. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 12:30

6 identicon

Segiði mér leiðréttingarsinnar, hver á að borga brúsann? þjóðin?

Annars finnst mér með ólíkindum hvað þessi plötusláttur virðist ganga vel í marga og er kannski stór hluti skýringarinnar á því hvernig komið er.  

En ef til vill hef ég misst af einhverju, mér hefur  heyrst að niðurfelling skulda kosti ekki neitt fyrir neinn og ég fæ ómögulega áttað mig á því, finnst eiginlega að teórían minni óþægilega á gullgerðarkúnstir gróðærisins.

Þannig að það væri auðvitað gott að fá útlistun á aðferðinni.

magnus (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 19:08

7 identicon

Ok. ef þú ætlar að afnema verðtrygginguna, þá eru miklar líkur á að þeir sem láni peninga séu hreint og beint að gefa þá í staðin fyrir að lána.

Ef þeir sem eiga að lána peningana eiga svo líka að taka áhættuna sem er nú á herðum þess sem tekur lánið, eru þá ekki líkur á að lánadrottinn vilji hærri vexti fyrir meiri áhættu?

Ef það ætti að fara út í að niðurgreiða lán sem voru tekin í erlendri mynt, og færa þau til baka. þá þarf alltaf einhver á endanum að gefa eftir kröfur. Það er alveg sama hvað framsóknarflokkurinn tönnlast mikið á þessu, á endanum verður alltaf einhver að gefa eftir kröfur. Ef þú finnur þá sem eru tilbúnir í dag að gera slíkt, þá er það hið besta mál. Ég held samt að það séu meiri líkur að þú mætir Esjunni koma gangandi niður Bankastrætið en að finna einhverja sem eiga peninga og tilbúnir að gefa þá svona.

Þessar hugmyndir renna allar í eina átt, að styðja við bakið á þeim sem tóku lán, á kostnað þeirra sem reyndu að spara. Er ekki nóg með að Lífeyrissjóðir verði skertir um 25-30% eða meira, vextir af innistæðum verði lækkaðar mun meira niður en vextir af útlánum, þó svona vitleysa eins og þú staglast á verði ekki bætt ofan á alla hina vitleysuna?

Í guðanna bænum farðu nú að taka einn góðan crash course í hagfræði áður en þú heldur áfram með þessa rispuðu plötu um að lánadrottnar eigi að gefa sína peninga. Það mun bara leiða til þess að minna flæði verður á fjármagni, minni uppbygging í atvinnulífinu, verri afkoma fólks og líklega lakari lífskjör hjá öllum.

joi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 23:33

8 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Hvað vilja Framsóknar bullur upp á dekk núna,flokkur sem kom öllu til andskotans.

Að þú skulir vera Eyjakona að hafa tekið þátt í því að koma landinu á hausinn ásamt Íhaldinu,þú átt stóran þátt í allri vittleisunni kv

þorvaldur Hermannsson, 24.5.2009 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband