Gengistryggð lán ólögleg?

Á undanförnu hefur hópur undirbúið lögsókn vegna gengistryggðra lána. Lögfræðingurinn Björn Þorri Viktorsson hefur farið fyrir þeim hópi og vill láta á reyna hvort það hafi verið löglegt að bjóða gengistryggð lán líkt og íslenskar lánastofnanir gerðu í gríð og erg fyrir hrun.

Áætlað er að gengistryggð fasteignalán séu um 185 milljarðar og að í heildina séu gengistryggðar skuldir almennings um 200-300 milljarðar.  Einnig tóku mörg fyrirtæki gengistryggð lán sem byggðist á tekjum þeirra í erlendri mynt. Höfuðstóll þessara lána hefur tvöfaldast við hrun krónunnar á síðustu 12-18 mánuðum og valdið fólki miklum erfiðleikum.

Hins vegar finnst mér alltof lítið rætt um stöðu sveitarfélaganna. Mörg sveitarfélög tóku gengistryggð lán og staða þessara sveitarfélaga er orðin geysilega erfið. Dæmi um þetta er Akureyri sem skilar jákvæðri rekstrarniðurstöðu fyrir fjármagnsliði en neikvæðri um 5 milljarða eftir fjármagnsliði.

Þetta þýðir einfaldlega skert þjónusta fyrir íbúa viðkomandi sveitarfélaga. 

Því spyr ég hvort viðkomandi sveitarstjórnarmenn eigi ekki að íhuga réttarstöðu þeirra vegna gengistryggðu lánanna?

Annars er ég ansi hrædd um að við munum fara sjá æ fleiri fyrirsagnir á borð við þessa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kýkti inn á þessa síðu hjá lögfræðingnum og þar rukkar hann alla sem vilja taka þátt um 60 þúsund krónur. Ég spurði mig hvers vegna ég ætti að vera borga þessum lögfræðingi 60 þúsund krónur þegar það er beinlínis í lögum að það er ekki hægt að hefja hópmálsókn á íslandi? Hann ætlar væntanlega að hefja prófmál, en hann er búinn að láta 300 manns borga sér 60 þúsund hver, eða 18 miljónir til að hefja prófmál fyrir einn af þessum 60. Svo hefur hann prófmál fyrir einn af þessum sem borguðu og ef hann vinnur prófmálið þá hagnast allir á því, jafnt þeir sem borguðu og þeir sem borguðu honum ekki krónu. Það þarf jú alltaf einn til að hefja prófmál en það verður dálítið súrt fyrir þessa 59 að borga svona hressilega fyrir okkur öll hin.

Valsól (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 09:07

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

En er það ekki frekar ódýrt að leita réttar síns í svona viðamiklu máli fyrir aðeins 60 þúsund krónur.  Má ekki frekar orða það þannig að þjónustan sé á útsölu.  Og ef málið vinnst verður jú kostnaðurinn dæmdur á lánastofnanirnar eða ríkissjóð og þeir sem lagt hafa út fá væntanlega aurinn til baka.

Þetta er samvinna eins og hún gerist best.

G. Valdimar Valdemarsson, 20.5.2009 kl. 09:39

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hjá G. Valdimar. Síðan er hitt annað mál að það ætti ekkert að vera ólöglegt við að taka lán í erlendum gjaldeyri. Menn vita jú af áhættunni vissulega. Ekki gleyma því svo að innlend krónulán hækka jú í verðbótaþætti sínum eftir að gengisfall verður þar sem að innflutningur hækkar í verði og það hækkar vísitöluna sem aftur hækkar íslenska lánið og leggst sú hækkun á höfuðstólinn og fer þaðan ekki aftur. Erlenda l´´anið étur af höfuðstólnum við hverja afborgun. Jón Magnússon lét reikna út hjá Neytendasamtökunum og gera samanburð á erlendu láni versus íslensku og á 10 ára tímabili var erlenda lánið greiðandanum mun hagstæðara þrátt fyrir sveiflur.

Hitt er svo annað mál að staða krónunnar hefur tekið alvarlegar dýfur undanfarið 1og1/2-2 ár, sennilega vegna að því er margir telja glæpsamlegrar skortstöðu útrásarvíkinga og bankanna þeirra á krónuna. Á þessu högnuðust þeir gríðarlega en þjóðinni blæddi - lántakendum sem þeim sem engin lán tóku en þurfa að greiða hærra verð fyrir innflutninginn og annað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.5.2009 kl. 10:29

4 identicon

Orðskviðirnir 11:1

Svikavog er Drottni andstyggð, en full vog yndi hans   .Eygló er þetta ekki spurning um að ef þú lánar mér kíló af hveiti viltu fá kíló til baka,ekki mörg kíló eða 100 grömm.Voru gengirtryggðu lánin greidd út í yenum og evrum ?Ó nei Þeir sem stóðu fyrir þessu vissu að gengið myndi gefa hraustlega eftir svo hagnaðarvoninn var yfirþyrmandi.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 10:45

5 identicon

G Valdimar, þetta er réttilega athugað hjá þér, en hér sit ég og borga ekki krónu, tek engan séns og hagnast ef lánið vinnst, annars ekki. Ef málið hins vegar tapast, hvað þá? En ég veit að lögmaðurinn er komin af góðu fólki ofan af Skaga og honum gengur gott eitt til, ég er bara að spá í aðferðafræðina á bak við þetta. Það kostar auðvitað mikið að fara í svona mál og 60Þ er ekki nema dagslaun í það mesta hjá svona lögmannsstofum. Svo þetta er kannski bara rugl í mér, ég veit það eiginlega ekki. Hvað myndi það kosta fyrir einn mann að fara í svona mál? 18 miljónir? Ég veit það ekki heldur. Bara að velta þessu fyrir mér. 

Valsól (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 18:22

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

miðað við að lagatextinn kveði skýrt á um að einungis megi tengja lán við neysluvísitölu, get ég ekki séð að tenging lána við erlenda gjaldmiðla teljist annað en kolólögleg.b dæmi dómstólar samkvæmt laganna hljóðan.

Brjánn Guðjónsson, 20.5.2009 kl. 20:45

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gr. 13 og 14 í lögum nr. 38/2001 kveða á um að eingöngu megi tengja lán við vísitölu neysluverðs eða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda eða samblöndu af þeim.  Í skýringum með lögunum er tekið fram að verið sé að taka af allan vafa um að óheimilt sé að tengja íslenskar fjárskuldbindingar við "dagsgengi erlendra gjaldmiðla".  Það er aftur ekkert í lögunum sem banna að tengja vexti lánanna við erlenda vexti.  Það er kannski þess vegna sem þarf að fara í mál.

En þetta snýst ekki bara um þessa 185 milljarða í húsnæðislánunum, Eygló, þetta snýst líka og ekki síður um bílalánin og öll önnur neyslu og fjárfestingalán, sem hengd voru við "dagsgengi erlendra gjaldmiðla" og sá pakki er mun stærri en húsnæðislánapakkinn.

Marinó G. Njálsson, 21.5.2009 kl. 00:24

8 identicon

Þeim röddum fjölgar sem telja þessi lán ólögleg og þá á ég við raddir lögfróðra manna sem ég verð að trúa.  Það væri þá í takt við annað rugl í þjóðfélaginu ef þessi lán væru ekki samkvæmt lögum.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 00:26

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Valsól, ef Björn Bjarnason hefði ekki eyðilagt gjafsóknarkerfið, þá hefði verið óskað eftir gjafsókn.  Ég veit að það á að reyna að fá gjafsókn, en mönnum finnst ólíklegt að það takist.

Ég hef svo sem líka heyrt að menn séu farnir að skjálfa innan bankanna og það sé kominn sáttarhugur í þá. 

Marinó G. Njálsson, 21.5.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband