Lausnir strax!

Í október bað Geir H. Haarde guð að blessa okkur og svo hrundi hver bankinn á fætur öðrum.  En einhvern veginn hélt lífið áfram.  Við bjuggum áfram í húsunum okkar, versluðum ívíð meira í Bónus og Krónunni og tókum ákvörðun um að leigja frekar sumarhús innanlands en að fara til Spánar og Portúgals.

Það tók soldið í að höfuðstóll verðtryggðu lánanna hafði hækkað um rúm 20% og höfuðstóll gengistryggðu lánanna hafði nánast tvöfaldast.  En bankinn bauð frystingu og við vonuðum öll að þetta myndi nú ganga til baka.  Krónan hlyti að styrkjast og var ekki einhver að tala um upptöku Evrunnar?

Staðreyndin er að þetta er raunveruleikinn sem við erum að fást við.  Krónan er ekki að styrkjast, atvinnuleysi verður um 10% allavega næstu 2-3 árin og vextirnir eru himinháir.

Á sama tíma lýsir Franek Rozwadowski, nýi landsstjórinn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að hann telji ekki aðstæður fyrir frekari vaxtalækkun. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, lýsir því yfir að Bretar séu að misbeita AGS til að innheimta fjármuni hjá okkur Íslendingum og nú síðast Seðlabankinn að væntanlega séu um 30-40 ár þar til við uppfyllum skilyrði Maastricht um upptöku Evru. 

Svo mér til mikillar undrunar og furðu virðist það eina sem ríkisstjórnin hafi til að leysa úr vanda Íslendinga er að senda sendinefnd til Brussel í boði Samfylkingarinnar. 

Miklu meira þarf til.

Því vil ég sjá að samþykkt verði strax á sumarþinginu að leiðrétta 20% af skuldum heimilanna og fyrirtækjanna.  Lækka þarf vextina tafarlaust og tryggja þarf að AGS, Bretar og aðrir erlendir kröfuhafar séu ekki að taka okkur í nefið.

Síðan getum við rætt aðildarumsókn að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfumgleði að hætti Framsóknar!

Sverrir (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hygg að gáfulegri leið amk. gagnvart gjaldeyris-fasteignaveðlánum heimilanna væri að færa höfuðstól þeirra niður í það sem hann var fyrir gengishrunið í byrjun okt. 2008, fella niður gjaldeyrisákvæðið og bæta síðan við „eðlilegri“ verðtryggingu skv. vísitölu. Ég hygg að flest heimilin myndu sætta sig við þá aðferð.

20% flatskurðurinn er ekki nógu markviss.

Sigurður Hreiðar, 15.5.2009 kl. 12:40

3 identicon

Sigurður,

Þessa 20% tillögu þarf sjálfsagt að útfæra nánar og finna leið, t.d. á borð við þá sem þú nefnir, sem gagnast sem flestum, sem mest. Vandamálið er að ríkisstjórnarflokkarnir, fyrir utan Lilju Mósesdóttur og Gylfa (áður en hann varð ráðherra) hafa ekki viljað ræða þetta á neinum forsendum.

Það hefur alltaf verið skýrt hjá Framsókn að þessa leið þurfi að útfæra og til þess hefur verið vilji, en ekki hjá stjórnarflokkunum. Á meðan brenna heimilin.

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 12:44

4 identicon

Vel mælt Eygló!

sandkassi (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Framsókn vill hafa nokkuð fyrir snúð sinn.

Héðinn Björnsson, 15.5.2009 kl. 14:42

6 identicon

Vil benda fólki á það að Grikkir og nokkrar aðrar þjóðir hafa fengið undanþágu frá þeim hluta Maastrict skilyrðana sem lúta að skuld sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu.

Ég reikna með því að það sé það sem Eygló er að tala um að geti tekið 30-40 ár. Grikkir voru með 113% en Maastrict skilyrðin eru 60%.

p.s. Ég hélt að tími pólitískra hrossakaupa væri liðin, en þau fara væntanlega aldrei úr tísku hjá XB. Sama þó mönnum og konum sé skipt út!

BB (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 15:17

7 Smámynd: Sigurður Árnason

Skil ekki p.s.-ið hjá BB. Hvaða hrossakaup felast í því að telja eitt mál mikilvægara en annað?

Sigurður Árnason, 15.5.2009 kl. 17:41

8 Smámynd: Offari

mér líst vel á 20% afskrift þótt hún nægi ekki öllum. Þá getur greiðslujöfnunin til viðbótar við afskriftirnar hjápað þeim verst settu. Nú er bara að fara nýju leiðina að finna þingmeirihluta óháð flokkslínum fyrir þessari hugmynd til að koma henni í gegn.  Ég veit vel að það verður streð að rjúfa flokksræðið en ég tel að það sé mögulegt með þolinmæðini svo þú mátt ekki gefast upp.

Offari, 16.5.2009 kl. 10:52

9 Smámynd: ThoR-E

Að fella niður 20% af skuldum kemur þessum blessuðu útrásarvíkingum mjög vel ... ég tel þá ekki eiga það skilið hreinlega ... þótt þeir geti eflaust aldrei borgað þær skuldir að þá er hægt að setja þá í þrot og getur ríkið tekið yfir fyrirtæki þeirra.

Tek hinsvegar undir með Sigurði hér fyrir ofan með að leiðrétta vísitöluna og setja hana aftur á þann stað sem hún var á fyrir hrun.

Það er gagnrýnt með þeim rökum að lífeyrissjóðirnir muni tapa svo miklum peningum .. en það er bara ekkert satt. Þetta eru falskar tölur og það að lánin hafa hækkað svona mikið lífeyrissjóðunum ásamt fl. í vil .. að það þarf að setja til baka. 

Mitt lán sem ég tók fyrir 3 árum og var þá 11 milljónir .. og ég hef borgað af því samviskulega í þessi þrjú ár ... að það stendur í dat í c.a 15 milljónum ... þetta bara þjófnaður og hann á að leiðrétta.

Og að bjóða fólki að lengja lán sín í 70 ár ... hvað.. á það þá að eignast íbúðina sína loxins þegar það verður 110 ára? eða 130 ára??

Að bankarnir og þeir sem eiga þessi lán .. vogi sér að bjóða fólki upp á svona "lausnir" ... eigi þeir skömm fyrir!

ThoR-E, 16.5.2009 kl. 11:44

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú þurfa Framsóknarmenn að fara í smiðju til Jónasar frá Hriflu, heimsborgarans og hugsjónamannsins.Jónas hafði mikla framtíðarsýn og leit jafnt til hægri og vinstri þegar hann gekk veginn.Ég er stórlega efins um að hann hefði stutt það að við legðumst undir feld gömlu nýlenduveldanna þótt hann hafi stutt Breta í baráttu þeirra við Nasista.Mig grunar að hans framtíðarsýn væri nú, sú að ESB myndi þróast í fullmótað ríki.Mig grunar líka að hann myndi leggja það til að við myndum segja upp EES samningnum og hefja viðræður við stjórn Bandaríkjanna að við mundum taka upp amerískan dollar sem gjaldmiðil, og líka koma gömlu nýlenduveldunum í Evrópu í skilning um að við getum ekki borgað skuldir banka sem störfuðum í löndum þeirra þótt við værum öll af vilja gerð.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 16.5.2009 kl. 12:59

11 identicon

Maður fyllist vonleysi á framtíð þjóðarinnar þegar maður les svona pistil frá nýjum þingmanni. Greinilegt er að sækja á atkvæði til heimskra og ábyrgðarlausra kjósenda sem þrá töfralausnir og taka fegins hendi yfirboðum valdasjúkra Framsóknarmanna sem svífast einskis í viðleitni sinni til að komast aftur að kjötkötlunum, til að geta á nýjan leik skakað eigum almennings til valinna skjólstæðinga sinna.

Eru menn búnir að gleyma yfirboðum Framsóknar fyrir þar síðustu kosningar, þegar lofað var stórhækkun íbúðarlána, sem hleypti af stað gríðarlegri hækkun íbúðaverðs.

Sú hækkun varð svo dýrkeypt að þessi fáránlega hugmynd Frammara um 20% niðurfærslu skulda nægði engan vegin til að vega upp þá verðhækkun.

Framsóln vill líka 20% niðurfellingu á skuldum fyrirtækja og allskonar ehffa sem stofnuð voru í brask- og skattalækkunartilgangi.

Hvað kostar þetta og hverjir eiga að borga?  Ég minni á að þjóðin á bankana og lífeyrissjóðina.

magnus (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband