Dylgjur og aðdróttanir

Ólína Þorvarðardóttir var á Sprengisandi ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Tryggva Þór Herbertssyni.  Ég held að sjaldan eða aldrei hafði manneskja sem vill kalla sig stjórnmálamann orðið uppvís að öðrum eins málflutningi.

Ef þetta er það eina sem Samfylkingin hefur fram að færa gegn tillögum og hugmyndum Sigmundar Davíðs um aðstoð við heimili og fyrirtæki í landinu þá er málstaður þeirra enn aumari en ég hefði nokkurn tímann getað trúað.

Greinilegt er á pistli sem hún skrifar á bloggsíðu sína eftir þáttinn að Ólína veit upp á sig skömmina.

Svei!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tryggvi Þór og Sigmundur Davíð sýndu Ólínu fádæma dónaskap strax í upphafi þáttarins og töluðu af svo mikilli kvenfyrirlitningu að ég hef aldrei heyrt annað eins. Það er ótrúlegt að menn sem ætla að láta taka sig alvarlega skuli tala svona. Það voru  bara allir fífl og asnar sem ekki tóku undir þessa 20% leið - seðlabankinn skildi ekki málið og svo framvegis.

Ég skil vel að henni skuli hafa hlaupið kapp í kinn. Hún hefur núna útskýrt hvað hún var að fara og hún gerir það ágætlega.

Arndís (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ber Sigmundur Davíð ábyrgð á því hvernig Kögun var seld  það er greinilega ekki til rök þá á að reyna að ausa aur og skít annarra yfir þá ég myndi seigja þeir sletta skyrinu sem eiga það. Komið með rök um þessar tilögur  ekki einhverja smjörklípu það hefur verið nóg um þær á liðnum árum. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.4.2009 kl. 13:28

3 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Eygló fannst þér í lagi sá hroki og vannvirðing sem þó aðallega Tryggvi sýndi í upphafi þessarar umræðu. Hann beitir þessu alltaf, þeir sem eru ekki sammála honum skilja ekki eitt né neitt. Óþolandi.

Ólína kom inn á mjög viðkvæman punkt - sem þó skiptir máli. Það hafa aðilar tekið undir þessa niðurfellinga leið, átt talsverða hagsmuna að gæta. Í þjóðfélagi eins og okkar þarf að taka slíka umræðu áður en ákvarðanir eru teknar.

Eggert Hjelm Herbertsson, 5.4.2009 kl. 13:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólína getur eitt næsta árinu að reyna að koma með einhverjar skýringar á orðum sínum en aðrar eins dylgjur hefur maður sjaldan heyrt áður.

Ætlaði að setja inn ath.semd hjá þessari lýðræðissina Samfylingarinnar en kom í ljós að búið er að loka á mig þar - enn eitt gott dæmið um vinnubrögð sf fólks og að allar skoðanir eigi rétt á sér

Óðinn Þórisson, 5.4.2009 kl. 13:33

5 identicon

Af hverju er Sigmundur ekki búin að birta upplýsingar um eignir sýnar og fjárhag þeirra hjónanna? Hann var búin að lofa að gera það.

Björn (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:12

6 identicon

Stefán J. Hreiðarsson: Eiga börn að gjalda fyrir meintar syndir feðra sinna?

Eiga lesendur að heimfæra þitt blogg yfir á tengdason þinn Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra? Væntanlega ekki, ekki frekar en hægt er að heimfæra gjörðir Gunnlaugs Sigmundssonar yfir á son hans. 

Helga (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:22

7 identicon

Heil og sæl; Eygló Þóra, líka, sem þið önnur, hver hennar síðu geyma og brúka !

Sízt af öllu; færi ég að taka upp þykkjuna, fyrir Samfylkinguna, hvar í flokki er enn, hin mæta jafnaldra mín, Ólína Þorvarðardóttir, því miður.

En; ...... meðan hjörð þeirra Halldórs Ásgrímssonar, og hans fylgjarar eru innan borðs, hjá ykkur, Eygló, þurfið þið vart að vænta einhvers ofurtrausts landsmanna, eftir það sem á hefir gengið, og mættuð grisja vel, í ykkar garði, áður en væntingar yrðu, um einhvern trúverðugleika, til ykkar, á ný.

Eggert Herbertsson ! Varlega; varlega, í tali þínu, um hroka, Veit ekki betur; en að Jóhanna; leiðtogi ykkar krata, sýni landsmönnum fingurinn, dags daglega, ásamt þeim Steingrími, með málatilbúnaði þeim, hver plagar Alþingi, þessi dægrin, eða,........ hversu mikilvægara er, þrefið um Stjórnarskrána, í stað brýnna aðgerða, til björgunar fjölskyldna og heimila, í landinu, NÚNA ? !  

Óðinn Þórisson ! Líttu þér nær; ágæti drengur. Mig minnir nú, að hafa ei fengið aðgengi nokkurt, á þinni síðu, þá ég hugðist setja hófstillta athugasemd þar, á sínum tíma. Hræsnin fer þér ekkert betur - öðrum fremur.

Hjá; mér, mega athugasemdir allar birtast, séu þær ekki neðan mittisstaðar, að innihaldi og uppsetningu allri, gott fólk. 

Með; hinum beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 14:42

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er ,mál til komið að þingmenn hætti að styðja þessa vitleysu sem Samfylkingin stendur fyrir.Þess vegna á Framsóknarflokkurinn að styðja vantraust á ríkisstjórnina, niðurlæging þingmanna Framsóknarflokksins er orðin mikið meiri en nóg, af að styðja þetta vitleysislið, rógburðarlið og fólk sem ætlar að teyma okkur að borði til að láta okkur skrifa undir skuldir sem við höfum ekki stofnað til.Vonandi áttar þú þig Eygló og aðrir þingmenn Framsóknaflokksins á því að þið eruð ekki þingmenn VG, né Samfylkingar heldur þingmenn Framsóknarflokksins.

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2009 kl. 16:46

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Mesta spilling heimsins er tengd þeim sem hafa kallað sig sosiallista.Enda hrundi kerfi kommúnismans fyrst og fremst vegna þess þar réði hver glæpamaðurinn við hlið hvers annars og allt gekk þetta í erfðir.Það er ekkert nýtt að kommúnistum sé í nöp við Framsóknarflokkinn.Það var fyrst og fremst Framsóknarflokkurinn sem stöðvaði þá á Akueyri og það var þarft verk.Vonandi verður Framsóknarflokkurinn sem lengst laus við menn eins og einhvern Stefán J. Hreiðarsson

Sigurgeir Jónsson, 5.4.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband