4.4.2009 | 08:46
Flokksræði gegn lýðræði
Ég fylgdist með umræðunni á þinginu á þingrásinni til um eitt í nótt. Síðustu á mælendaskrá sýndist mér vera Herdís Þórðardóttir. Þar áður var Dögg Pálsdóttir, Jón Magnússon, Birgir Ármannsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Jón Magnússon aftur, Herdís Þórðardóttir, Dögg Pálsdóttir aftur, Pétur Blöndal, Ragnheiður Elín aftur, Pétur aftur, og Sturla Böðvarsson um fundarstjórn forseta. Á undan Herdísi talaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Ég verð nú að viðurkenna að ég lækkaði í hljóðinu eftir Þorgerði Katrínu. Mér heyrðist menn eiginlega vera búnir að segja allt sem segja þarf, - fyrir ansi löngu síðan.
En nei, nei, - menn eru alls ekki í neinu málþófi heldur bara málefnalegri umræðu. En af hverju er ekki komin fram nein breytingartillaga við frumvarpið? Eina sem Sjálfstæðismenn hafa lagt til undir stjórn BB er að málið verði lagt til hliðar, geymt fram yfir kosningar, tekið fyrir á sumarþingi, bara frestað.
Hljómar ægilega kunnuglega, - var þetta ekki einnig málflutningurinn vegna breytinganna á Seðlabankanum?
Þá umræðu leiddi BB líka...
Allt er gert til að tefja málið, fresta því og standa í veg fyrir að hægt sé að tryggja aukið lýðræði í landinu.
Af hverju í ósköpunum er Sjálfstæðisflokkurinn á móti lýðræði? Skyldi það vera vegna þess að fylgismenn hans trúa einfaldlega ekki á lýðræði, heldur flokksræði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hversvegna varst þú ekki í vinnunni þegar verið er að ræða eins stórt mál og stjórnarskrá lýðveldsins er ?
Óðinn Þórisson, 4.4.2009 kl. 09:59
Ég held að flestir munu núna vera búnir að ná sjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins. Hann þarf ekki að margtyggja þetta ofan í okkur
Finnur Bárðarson, 4.4.2009 kl. 10:23
hver er munurinn á kosnu þingi sem getur breytt stjórnarskrá og stjórnlagaþingi, annar en að stjórnlagaþing einbeitir sér bara að stjórnarskránni? Alþingi er kosið af þjóðinni - stjórnlagaþing verður kosið af þjóðinni - eru flokkarnir ekki alveg eins að fara að stjórna því hverjir bjóða sig fram og verða kosnir á stjórnlagaþing? Þessu þarf að svara, þetta þarf að ræða, til þess þarf tíma, og ég vona að alþingi ræði þetta, sama hversu langan tíma það tekur því þetta eru grundvallaratriði.
Kristinn Svanur Jónsson, 4.4.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.