20% leiðréttingin...

Hér eru einföld og góð útskýring á hugmyndafræðinni á bakvið leiðréttingu skulda:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hugmynd Framsóknar um 20% niðurfellingu íbúðarlána er tóm vitleysa. Skoðum afleiðingarnar:

<> Höfuðstóll lánanna verður lækkaður um 20%, sem hefur áhrif á eiginfjárstöðu íbúðanna, en hefur ekkert með greiðslugetu eigendanna að gera.

  1. Þær íbúðir (45%) sem ekki standa undir lánum núna, halda áfram að vera í sömu stöðu. Eigiðfé íbúða: 0 - 80%.
  2. Þær íbúðir (50%) sem standa undir lánum núna halda auðvitað áfram að standa undir þeim við niðurfellinguna. Eigiðfé íbúða: meira en 100%.
  3. Líklega mun veðhæfni 5% íbúða batna. Það eru þær íbúðir sem núna standa undir 80-100% af lánum. Eigiðfé íbúða: 80-100%.

<><> Lægri höfuðstóll lána veldur lækkun greiðslubyrðinnar á komandi árum. Þetta eru langtíma áhrif, sem leysa ekki þann bráða vanda sem skuldendur kunna að vera í.

<> Nú er mikilvægt að íbúðaverð lækki, svo að fleirri geti eignast eigið húsnæði, eða komist í leiguhúsnæði með viðunandi leigu.

<><> Jafnframt er mikilvægt, að íbúðaverð lækki til að lækka lánavísitöluna. Lægri lánavísitala lækkar skuldir allra lántakenda, sem eru með verðtryggð lán.

Hvort kemur betur út fyrir alla lántakendur, að vísitalan lækki eða að 50% íbúða-eigenda fái 20% niðurfellingu og það þeir sem bezt standa ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2009 kl. 12:04

2 Smámynd: Offari

Ég er að flestu leiti ósammála Lofti. Einu er ég þó sammála að íbúðaverð þarf að lækka, með því að afskrifa skuldir af fasteignum munu íbúðir líklega lækka.

Offari, 3.4.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Áddni

Hvaða bull er þetta að reyna matreiða þetta ofan í mann eins og maður sé eitthvert barn? Svona yfirlæti á ekki einu sinni heima á leiksskólum...

Komið með eitthvað af viti sem að dugar til framtíðar, en ekki svona tækfærissinnað atkvæðafiskerí til að halda ykkur við kjötkatlana!

Áddni, 3.4.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband