25.3.2009 | 15:57
Af pólitískum ofsóknum
Framsóknarflokkurinn sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag vegna brottrekstrar Vigdísar Hauksdóttur frá ASÍ:
Lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum.
Áratugir eru síðan fólk hefur a.m.k. opinberlega verið beitt þvingunum og misrétti vegna stjórnmálaskoðana enda rétturinn varinn bæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum.
Það skýtur því mjög skökku við að forseti ASÍ, sem er áberandi áhrifamaður í Samfylkingunni skuli neyða starfsmann sambandsins til að segja sig frá starfi, vegna stjórnmálaþátttöku.
Er nú illt í efni fyrir hundruð einstaklinga sem taka þátt í sveitarstjórnarmálum og landsmálum um land allt með skilningi og án afskipta vinnuveitenda sinna, þegar sjálfur forseti Alþýðusambandsins hefur gefið það fordæmi að réttmætt sé að segja fólki upp vegna stjórnmálaþátttöku.
Löng hefð er fyrir því að forystumenn verkalýðssamtaka séu á sama tíma í framboði og/eða áhrifamenn í stjórnmálaflokkum. Nöfn eins og Gylfi Arnbjörnsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Björn Jónsson, Snorri Jónsson, Ögmundur Jónasson, Halldór Grönvold, Skúli Thoroddsen, Ásmundur Stefánsson, koma upp í hugann og hægt væri að telja tugi annarra
Vigdís Hauksdóttir taldi að hún væri að fara troðna slóð þegar hún gaf kost á sér til þings fyrir Framsóknarflokkinn.Forseti Alþýðusambandsins ákvað að hún hefði ekki sömu réttindi og aðrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ja það er nú ekki oft sem maður getur tekið undir með ykkur Framsóknarmönnum. En ég verð nú að segja að þetta er fáheyrður ruddaskapur og það hjá sjálfum Yfirforstjóra ASÍ. Að konan eigi að gjalda fyrir það að vilja láta til sín taka í Íslenskum stjórnmálum er gjörsamlega ólíðandi og óþolandi framkoma frá hvaða atvinnurekanda sem væri.
En þegar sjálfur atvinnurekandinn er Samtök verkalýðrhreyfingarinnar þá tekur nú alveg steininn úr.
Hrokinn og yfirgangurinn í þessu liði er alveg með ólíkindum !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:24
Las þetta í Dagblaðinu og augljóst þykir mér að brottrekstur þessi sé með öllu ólögmætur og nauðsynlegt að hann verði dreginn til baka og Vigdís beðin afsökunnar á aðförunum gegn henni.
Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:49
Ég er sammála því að það er ólíðandi að fólk þurfi að segja starfi sínu lausu fari það í framboð til Alþingis eða annarra trúnaðarstarfa. Í þessu sambandi vil ég minna á að Bergur Sigurðsson varð að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Landverndar þegar hann fór í forval VG.
Ég tel þessi tvö mál vera mjög vafasöm, því framboð til Alþingis á að vera öllum opið án þess að þurfa að fórna starfi sínu. Í hvorugu þessara tilfella er um "örugg" þingsæti að ræða.
Valgeir Bjarnason, 25.3.2009 kl. 23:09
Ég kalla það ekki hvetjandi leit af hæfum þingmönnum ef þeir þurfa að segja upp starfi sínu til að athuga hvort þjóðinn vill þá á þing. Aldrei hefur mér dottið að segja upp starfi fyrr en ég er búinn að tryggja mér annað starf.
Þingmeska er vinna en starfið ótryggt. Kröfuharður atvinnuveitandinn skiptir ört um skoðun og því eiga þingmenn erfitt með að þjóna vinniveitendum sínum.
Offari, 26.3.2009 kl. 10:56
Þó þetta beri keim af að vera pólitískt menguð ákvörðun, þá er nú ekki hægt að tala um ofsóknir í þessu sambandi. "Ofsóknir" eru stærri og viðameiri gjörningar.
Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.