15.3.2009 | 11:45
Dr. Doom talar...
Í nokkurn tíma fyrir hrun vöruðu ýmsir erlendir sérfræðingar við skuldasöfnun íslensku bankanna. Ýmsir fjölmiðlar og stjórnmálamenn brugðust illa við, töluðu um að unnið væri gegn íslensku útrásinni, þetta væri öfund og rógur og allt væri í himnalagi. Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún fóru í sérstakar utanlandsferðir til að upplýsa útlendinga um hversu rangt þeir hefðu fyrir sér. Björgvin G. Sigurðsson, frv. viðskiptaráðherra, var einnig í þessum hópi og tjaði sig svo fjálglega að hann neyddist til að leggja niður síðuna sína eftir hrun. Margir íslenskir fjölmiðlar tóku undir að allt væri í lagi hjá okkur, og héldu áfram að birta fréttatilkynningar bankanna og útrásargreifanna nánast orðrétt.
Lítið heyrðist einnig frá íslenskum hagfræðingum í gagnrýnistón, einna helst kannski frá Þorvaldi Gylfasyni.
Af hverju er ég að rifja þetta upp? Jú, vegna þess að einhvern veginn virðast viðbrögðin við 20% tillögu okkar Framsóknarmanna vera keimlík þessum viðbrögðum. Allt er gert til að tala hana í kaf eða gera lítið úr henni.
Á sama tíma eru æ fleiri erlendir sérfræðingar að ræða skuldaniðurfellingu sem einu raunhæfu lausnina. Má þar einna helst nefna dr. Roubini, einn virtasta og þekktasta hagfræðing heims eftir að hann spáði réttilega um efnahagshrunið. (Dr. Roubini á Wikipediu)
Hér er tilvitnun í dr. Roubini:
"So what can the government do? The easy part is lowering interest rates and buying toxic assets. The hard part, he says, will be tackling housing. Roubini says that the housing market, like company restructuring in bankruptcy, needs to have "face value reduction of the debt." Rather than go through mortgages one by one, he says reduction has to be "across the board...break every mortgage contract."
(Þýðing: Hvað getur þá ríkisstjórnin gert? Auðveldi hlutinn er sá að lækka vexti og kaupa eitraðar (óseljanlegar) eignir. Það erfiða, segir hann, er að fást við húsnæðismálin. Roubini segir að húsnæðismarkaðurinn, rétt eins og fyrirtæki sem er endurskipulagt við gjaldþrot, þurfi "nafnverðslækkun skulda". Fremur en að skoða húsnæðislán hvert fyrir sig þarf "flata niðurfellingu... rjúfið hvern einasta húsnæðislánasamning." )
Dr. Roubini hlaut mikla gagnrýni fyrir spá sína um efnahagshrunið, svo mikla að hann var nefndur dr. Doom.
Svo enn á ný hefur dr. Doom talað...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef eingin annar stjóramálflokkur kemur með nothæfar tillögur að endurreisn hagkerfisins er ýmislegt sem bendir til þess að ég muni kjósa framsókn í fyrsta sinn á ævinni.
Mig lagar að benda þér á blogg sem ég skrifaði um þetta fyrir nokkru síðan en við Doom erum greinilega nokkuð samstíga í þessu. Vandamálið og lausnin
Guðmundur Jónsson, 15.3.2009 kl. 12:21
Það er önnur leið sem er mikið rædd í Bandaríkjunum og ég hef talað um á þessu bloggi og það er að láta hluta af húsnæðislánunu "brenna" upp í verðbólgu. Það er talið mjög líklegt að þegar þessari kreppu líkur komi mikið verðbólguskeið og að þá noti Seðlabanki Bandaríkjanna gamalt og gott ráð sem nýttist foreldrum okkar og það er að hækka vexti hægt á húsnæðislánum og láta verðbólguna ráðast á höfuðstólinn. Þetta er aðgerð sem við þekkum og komumst klakklaust úr með smá erfiðleikum. Til að þetta gangi upp á Íslandi þarf að kippa verðtryggingunni úr sambandi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.3.2009 kl. 14:37
Sko nú er komið að því að þið farið að gera eithvað í þjóðarmálunum ef þið ætlið að komast upp úr dalnum,Doom er ágætur en ekki alvitur.
Ásgeir J Bragason (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 14:42
Mér finnst þetta vera eðlileg "kerfisleiðrétting" þessi aðferð. Það þarf bara að gæta jafnræðis í þessu með einhverjum leiðum.
Ég er sammála Guðmundi hérna að ofan og það gæti alveg farið svo að maður myndi kjósa framsókn ef aðrir koma ekki með einhverjar lausnir og hætti þessu hangsi.
Jón Á Grétarsson, 15.3.2009 kl. 15:23
Bóndi nokkur missir eitt lamb og fær bætur fyrir. Á öll sveitin að fá sams konar bætur þó öll lömbin séu sprelllifandi ?
Finnur Bárðarson, 15.3.2009 kl. 17:36
Mikið rosalega eru menn fastir í því að einhver þurfi að borga þó að vísitala sem er kolröng verði færð aftur í það horf sem hún var áður en að menn fóru að eiga við gengið ,það er vitað að bankarnir gerðu það til að laga stöðuna hjá sér.
Ákveðnir menn í þjóðfélaginu vilja bara ekki breyta þessu örugga kerfi til að ávaxta sitt pund.
Það er náttúrulega út í hött að ætlast til þess að almenningur í þessu landi eigi að standa undir öllu draslinu og peningamenn alltaf að sleppa .
Best væri að borga ekkert af þessum erlendu skuldum auðmennirnir geta bara borgað það sjálfir enda vanir men að fiffa til tölur.
H.Pétur Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:56
Áfram með góða málflutning gagnvart brýnustu aðgerðum í lánamálum heimila og fyrirætkja.
Leggjum samt áherslu á að við erum bara að tala um að niðurfæra höfuðstól lána SEM NEMUR VÍSITÖLUHÆKKUN VERÐTRYGGÐRA LÁNA Í GEGN UM KREPPUHRUNIÐ.
Í USA og Bretlandi eru menn að færa niður höfuðstól óverðtryggðra lána að nafnverði þar sem höfuðstóll er kominn yfir markaðsverð - - og þar er öllum húsnæðiskaupendum gefinn kostur á endurfjármögnun MEÐ MJÖG MIKIÐ LÆKKUÐUM VÖXTUM -og lánin eru óverðtryggð.
Vandi okkar er margfalt, margfalt verri en annars þyrfti VEGA VERÐTRYGGINGARINNAR.
Burt með verðtrygginguna: - og setjum á þjóðarsátt um stöðugleika og hófsemd í arðsemiskröfum - þar sem samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir fá margfalt stærra vægi.
Sparisjóðir - og gagnkvæm félög þurfum við líka að endurstofna af því að það er búið að ræna þeim
Benedikt Sigurðarson, 15.3.2009 kl. 19:34
Góður pistill Eygló,
Nú þurfa bara hagfræðingar að stíga fram og veita ykkar tillögu brautargengi. Ég hef sagt það áður og segi það enn. Framsóknarflokkurinn fer ekki upp fyrir 12% fylgi nema forystumenn ykkar biðji - þótt ekki sé nema á táknrænan hátt- þjóðina afsökunar á sínum þætti efnahagshrunsins. Þjóðin kallar á einlægni og auðmýkt og þjóð sem ennþá er í gjörgæslu áfallahjálpar þarf að forystumenn tali til hennar á einlægan þátt. Þorið þið því?
Kveðja,
Muggi.
Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 23:32
Ég held að það sé nú engin flokkur búinn að biðjast afsökunar jafn myndarlega og Framsókn. Forustan algerlega endurnýjuð og flestir lista settir saman af nýju og öflugu fólki sem vill taka til hendinni í því að laga ástandið.
Eins og sagt er þá eru orð til alls fyrst, en ég tel að hjá okkur hafi aðgerðirnar talað.
Eiður Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 10:30
Af hverju fara allir í svona mikla vörn Eiður þegar talað er um þann manndóm að biðja þjóðina afsökunar á mestu mistökum Íslandssögunnar? Það hefur ENGINN stjórnmálaforingi sem hægt er að telja til flokkar sem ber ábyrgð á efnahagshruninu beðið þjóðina opinberlega afsökunar. Guðlaugur Þór hefur komist einna næst því. Það að breyta forystu er ekki að segja afsakið. Ég segi þetta af góðum hug enda Framsóknarmaður sjálfur.
Ég tek undir með þér að orð séu til alls fyrst (en ekki síðast). Jóhanna Sigurðardóttir fékk geysilegt hrós frá landsmönnum öllum þegar hún bað Breiðavíkurdrengi afsökunar. Ef Sigmundur gerir það á táknrænan hátt fyrir hönd síns flokks er hann maður að meiru og gefur Framsókn möguleika til að halda sínu fylgi.
Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.