Gjaldþrot fyrirtækja

Maður getur ekki annað en orðið sleginn yfir þessum tölum.  Samkvæmt frétt RÚV voru alls 748 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta 2008 eða 18% fleiri en árið 2007.

Í fréttinni segir: "Þau hafa ekki verið fleiri á einu ári frá því mælingar Hagstofunnar hófust árið 1990. Fyrra metið var frá 2003 þegar 669 fyrirtæki urðu gjaldþrota.

Í fyrra voru flest gjaldþrot voru í heild- og smásöluverslun eða 166. Þá voru 150 fyrirtæki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð tekin til gjaldþrotaskipta 71 framleiðslufyrirtæki."

CreditInfo Ísland birti fyrir stuttu spá sína um að allt að 3500 fyrirtæki gætu lent í miklum örðugleikum eða gjaldþroti á næstu vikum og mánuði, eða um 10 fyrirtæki dag hver næstu tólf mánuði.

Það hlýtur að vera kominn tími til að grípa til aðgerða gagnvart fyrirtækjum.  Gjaldþrot fyrirtækja þýðir einfaldlega að fleiri fara á atvinnuleysisskrá, og nýjustu tölur segja að nú séu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá.

Í fyrsta lagi þarf að lækka vexti til að fyrirtæki geti staðið undir greiðslubyrði og fjármagnað sig. Í öðru lagi þarf að tryggja að greiðsluaðlögun eigi ekki bara við um einstaklinga sem aldrei hafa komið nálægt fyrirtækjarekstri heldur líka þá sem hafa verið tilbúnir að leggja mikið á sig til að skapa störf. Í þriðja lagi þarf að setja á stofn sérstakan Endurreisnarsjóð sem getur farið að fjárfesta og lána bæði fyrirtækjum og sveitarfélögum. Í fjórða lagi þarf að veita markvissa ráðgjöf til þeirra sem eru að lenda í greiðsluörðugleikum um leiðir til úrlausnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég rosalega svartsýnn Eygló hvað þetta varðar. Er sammála þér um vextina en held að þurfi að koma svo miklu meira til eins og aukið fjárstreymi til landsins. Því miður er ég vondaufur um að það verði á komandi árum. Svo þetta er bara byrjunin á þessum hryllingi.

Með kveðju

Finnur

Finnur Bárðarson, 20.2.2009 kl. 15:54

2 identicon

Alltaf gaman að sjá framsóknarmenn skrifa um hvað þarf að gera, þið voruð nú í stjórn í alveg fullt af árum og hefðuð kannski átt að gera eitthvað þá en nei nei þá voruð þið og uppteknir að skara eld að ykkar köku.

Maggi V (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:27

3 identicon

Heyrðu hvað er að Höskuldi?  Mér finnst hann fara svínslega með mig sem borgara!  Tíminn er naumur og hann veit það!  Ég er svo hneyksluð á honum að kalla þetta storm í vatnsglasi ég er miður mín!  Birkir er varaformaður flokksins og hann sagði já en Höskuldur fer og segist hafa talað við Sigmund!  Hvernig ætlið þið að ná ykkur í trúverðuleika ... hver gefur ykkur leyfi til að spila svona með þjóðina ykkar?

Beta (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband